Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1923, Page 13

Heimilisblaðið - 01.10.1923, Page 13
HEIMILISBLAÐIÐ 133 Hann ýtti sér varlega áfram að ræðu- stólnum, sem var heldur fátæklegur, og jatnvarlega steig hann upp á hann. Þarna stóð hann örstutta stund, þangað lil ræðu- maður þagnaði; þá kvaddi hann sér hljóðs með hendinni og fór að ávarpa þá. Hann hefði nú alveg eins getað reynt að segja: »Þegi þú, vindur, og brotna þú, bára«, eins og að reyna að koma vitinu fyrir þá. Þeir hlustuðu á fáein augnablik, en svo heyrð- ist eigi til hans fyrir ópum og hrópum. Sumir hrópuðu: wÞarna er njósnari! Njósnari!« og svo hraðaði hann sér niður af ræðustólnum og hugði, að nú væri kom- in sin siðasta stund. En ti) allrar hamingju var ræðustólinn svo veikviðaður, að hann þoldi ekki öílugar ryskingar og slengdust þeir þvi niður á gólfið i eina hrúgu. For sprakkarnir notuðu sér tækifærið, veifuðu rauða flagginu og þutu út á götuna og hinir á eftir. Brian komst brátt á fælur aftur; til allr- ar hamingju hafði hann hvergi meiðst, og eftir svipstund var hann lika kominn út á götuna. Allur skarinn ruddist nú út á eitt auða svæðið og rúmgóða; Brian kom á eftir og sá nú, að þar var heil hersing saman komin; þeir höfðu þá verið fyrir þar á vellinum, og var auðséð, að þeir höfðu mælt sér þar mót. Það var sem yfir ólgandi haf væri að líta og allur þessi skari var hljóður og var það ekki góðs viti. Einn af forsprökkunum stökk upp á fót- stykki likneskju einnar og hélt þaðan tölu fyrir múginn. Þegar hann var kominn fram i miðja ræðuna, slp björtum eldglampa á loftið, og þá æpti allur skarinn siguróp, þúsundir manna. Pað hafði verið kveikt í verksmiðju. Ræðumaður veifaði æðisgeng- inn rauða flaggiun og skipaði fyrir og öll hersingin sveiflaði sér i hring sem einn maður, og héldu svo rólega þangað, sem borgin var glæsilegust, en þar áttu verk- smiðjueigendurnir heima. Brian skildist nú, að þeir ætluðu að framkvæma hinn annan lið á dagskránni og ráðast á hús þeirra verksmiðjueigenda, sem auðugastir væru og verst þokkaðir af vinnuþiggjendum. Hann var i einni öftustu fylkingunni, en hann sá óðara, að ef hann væri einn síns liðs og hlypi, þá yrði hann fljótari þangað, sem förinni var heitið, en fjöldinn, sem gekk í fylkingu; hann tók því til fótanna. Hann komst að húsinu stynjandi og laf- móður. Það var hið fríðasta hús i einni að- algötunni; en húsið var þá þegar víggirt. Eins og oft á sér stað, höfðu þeir sent þeim manni, er fyrir áhlaupinu skyldi verða, varnaðarskeyti, svo að Brian hafði hlaup, en ekkert kaup. Hann hallaði sér upp að grindunum og varpaði mæðinni og lagði ósjálfrátt höndina á skammbyssuna sína; en þá heyrir hann hersöngvana nálgast. — Þeir komu nær og nær, unz þeir sveifluðu sér hratt og dauðhljótt fyrir hornið, beint að húsinu, sem að var stefnt. Á þessari stund stóð Brian algerlega einn sins liðs; hann sá enga aðxa og forsprakk- inn tók að hi’ópa: »Niður með njósnar- ann!« Brian varð þess var, að kúla þaut fram hjá höfði hans og inn í múrinn á bak við hann. Hann fleygði sér niður, en kúl- urnar þutu yfir honum, og skreið svo á höndum og hnjám að húshorninu; hann hafði í hyggju að komast svo langt, að hann gæti kallað til herforingja þeirra, er á veiði stóðu, ef til þyrfti að taka. Hann fór fyrir hornið, rétti sig upp og hljóp eins og fætur toguðu; er hann var á hlaupunum, heyrði hann að hersingin réðst á hurðina víggirtu og braut glugga. Loftið dundi af hljóðum og hrópum, hót- unurn og sigurópi. Brian hljóp nú niður eflir nokkrum götum og heyrði þá fótatak hermannanna. Þegar þeir komu auga á hann, slöðvaði herforinginn hest sinn og benti á Brian. Tveir hermenn gengu til hans, en Brian stökk til foringjans, sem á hestinum sat og hi’ópaði: »Skeytið ekki um mig; eg er fréttasnati blaðs nokkurs; eg var einmitt á leið til yð- ar til þess að láta yður vita, hvað gerst hefir. Það er ekki nema tvær götur að ganga þangað sem þeir eru; þeir eru þegar

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.