Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 4

Heimilisblaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 4
124 HEIMI LISBLAÐIÐ hæðist að kristinní trú, þá gela þau aldrei losað sig undan grátbeiðni föður og móður — fyrirbænum þeirra. Þau biðja algóðan Guð að leita að týndu börnunum, þangað til hann finnur þau. Fortölur þeirra sjálfra reynast oft árangurslausar, bréfin, sem þau skrifa sömuleiðis, og þau megna ekkerl, þau standa uppi ráðþrota. Nei, ekki ráðþrota. Þau þekkja hann, sem leilar, og týnir engri sál, sem honum er falið að leita uppi. Svo biðja þau og þreytast ekki. Og eins og seg- ullinn dregur stálið að sér, svo kemur fyrir- bænin hreyfingu á i sálu týnda barnsins og sá öldugangur vex smám saman. Þrátt fyrir alla afneitun þeirra og hróp og háð gegn kristinni trú eða árásir þeirra á trúaða menn, þá er alt af einhver ókyrð undir niðri, og hún eykst, þangað til sá dagur kemur, að andi Guðs hefir fundið týnda barnið. Það sér voðadjúpið, sem það er statt i. Fyrir bæn trúaðra foreldra er þá svo komið, að týnda barnið bverfur heim aftur og getur sagt: »Bænir foreldra minna umkringja mig eins og fjölk. Þau hafa hrært bjarta Guðs til meðaumkvunar með mér, hann hefir leitað mín og nú hefir hann fundið mig, því að nú er eg búinn að finna hann og get fagnandi sagt: »Drottinn minn og Guð minn!« Munið það biðjandi feður og mæður! Haldið fast þeirri von, hversu vonlaust sem alt sýnist, að Guð leggur sérstaka blessun yfir bænir yðar um sáluhjálp barna yðar. Hann leitar fyrir ykkur, unz hann finnur. Monika, móðir Ágústinusar kirkjuföður, bað fyrir honum týndum og þreyttist ekki, bað fyrir honum í 20 ár. Hún sagði bisk- upi nokkrum frá þessari þungu trúarraun sinni. Biskupinn sagði við hana trúarörugg- ur: »Bænarbarnið þilt, sem þú hefir svona oft og innilega beðið fyrir, getur ekki glat- ast«. Þessi biskup skildi orð postulans: »Og þetta er sú djörfung, sem vér höfum til hans, að ef vér biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss«. Bisk- upinn var því jafnviss um það og að hann var sjálfur til, að Guð mundi heyra bæ nir Moniku. Hve nær er þá beðið eftir Guðs vilja, ef ekki þá, ef Guð er beðinn að leita að týndu barni og finna það? Guð gefi hverju kristnu foreldri þessa vissu með anda sinum: Eg öðlast það, sem eg bið um. Guð verður við beiðni minni þó að eg viti það ekki enn, hafi ekki eins og bréf í hendi fyrir því. — Það er milt að biðja, Guðs að svara, samkvæmt orði hans. Eg á að trúa, þó að eg sjái ekki. Það er mitt að trúa. En gefum nú gaum að einu. Það er lika skylda foreldranna að láta börn sín eigi þoka sér hið minsta frá réttu marki og segja eins og Monika sagði við Ágústin- us son sinn: »Mig dreymdi ekki, að eg ælli að feta í þin spor, heldur ætlir þú að feta i mín spor«. Hún hafði sagt syni sínum draum sinn, en hann vildi ráða hann svo, að hún ætti að fara. að dæmi hans, afneita trú sinni og gefa sig heiminum á vald. Láli foreldrarnir undan börnunum, láti þá náttúrlega kærleika sinn til þeirra og tím- anlegrar velferðar þeirra verði yfirsterk- ari kærleikanum til sálarvelferðar þeirra, þá er spilið búið. Það kemur þvi miður svo oft fyrir á heimilum, að foreldrarnir láta smámsaman undan kröfum fullorðinna barna sinna, svo að börnin draga þau með sér af réttum vegi, og foreldrarnir standa að lokum þar sem börnin stauda. En fyrst það er foreldranna að standa föst fyrir. eins og bjai*g, þá er það Drottins að veita þeim kraft til þess. Því hefir hann heitið, og hann bregst engum, sem treystir loforðum hans. Guð er trúr. Sjálfum sér getur hann ekki afneitað. Nú skal eg segja ykkur sögu af efnu heimili, sannkristnu. Þar hafði verið reist heimilisaltari og þar höfðu foreldrarnir háð sína bænarbaráttu við Guð um börnin sín. Heimilisfaðirinn var verkamaður, eða bóndi, og nokkuð hniginn að aldri, þegar saga þessi gerðist. Hann og kona hans og börn voru beztu vinir minir, og kom eg þangað oft svo tugum ára skifti, og fanst mér sem þar væri annað heimili milt. Þessi

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.