Heimilisblaðið - 01.12.1924, Blaðsíða 6
126
HEIMILISBLAÐIÐ
arheimili vegna týnda sonarins? — Eg gat
ekki komið mér að því að spyrja hvernig
i öllu lægi.
Þegar hún var búin að lesa bréfið, strauk
hún það ástúðlega með hendinni um leið
og hún lagði það á borðið tárfellandi.
Við sátum hljóð litla stund. Þá rétti hún
mér bréfið og brosti í gegnum tárin og
sagði: «Lesið þér sjálfir bréfið. við leynum
engu fyrir yður, þér hafið svo iðulega tekið
þátt í sorg og gleði með okkur.
Eg tók óðara bréfið og las, en komst
brátt að því, að það voru ekkí sorgartár,
sem húsfreyjan hafði felt, heldur feginstár,
því að bréfið flutti gleðitíðindin þau, að
góði hirðirinn hafði fundið týnda lambið.
Nú skrifaði sonurinn: »Nú er eg sæll, þvi
nú veit eg, nú hvílist sála min i þeirri trú,
að Jesús er minn. Betri og dýrðlegri fregn
geta trúaðir foreldrar eigi fengið frá barni
sínu. Þau meta það meira, en þótt það
hefði komist til æðstu metorða eða safnað
ógna auði eða orðið heimsfrægt. Og til eru
þeir biðjandi foreldrar, sem gefa vildu alt
til þess, að geta fengið þá gleðifregn, sem
var i þessu bréfi. Það voru engin undur,
þó að fagnaðarrík þakkarbæn streymdi af
vörum þessarar móður.
En hvernig atvikaðist það, að góði hirð-
irinn fann þennan týnda sauð?
Skipið nam staðar i höfn nokkurri á
ítaliu. Prestur nokkur ítalskur kom fram á
skipið og bauð öllum skipverjum til guðs-
þjónustu heima hjá sér. Prestur þessi var
lútherskur. Hann talaði hlýlega við skips-
menn, einkum við hinn unga vélstjóra. En
fáir þágu boðið. En þessi ungi vélstjóri var
einn af þeim, sem þágu boðið.
Hann tók sér nú sæti i þessari útlendu
kirkju. Nú átti hann að syngja sálma og
hlusta á guðspjallið á útlendu máli. Þá
runnu upp í huga hans allar kirkjustund-
irnar, sem hann hafði átt heima i gömlu
kirkjunni foreldranna sinna. Þar tók hann
skirn, þar var hann fermdur, þar hafði
hann setið hjá foreldrum sínum og systr-
um í bernsku og æsku. Honum komu í
hug húslestrarnir heima. Þá var sungið um
myndasmiðinn mikla, sem bræðir og hreins-
ar málminn í deiglunni sinni. Og nú mint-
ist hann þess, þegar faðir hans hneigði
höfuðið djúpt og þakkaði Guði fyrir hverja
máltíð, morgun, kvölds og miðjan dag:
»Gef oss i dag vort daglegt brauð«.
Þá mintist hann þess líka, þegar vinir
þeirra komu til vinaboðs á kvöldin og móðir
hans tók á móti þeim með alúð og gleði
og sálmabókin var tekin og sungið einum
rómi:
Hve sælt er scrhvert hús,
þó sc það þröngt og smátt,
ef hver af bjarta fús,
þar heflr frið og sátt.
Ei finnast þrengsli þar
og þeim ei amar neitt,
er alt til ununar
hver öðrum getur veitt«.
En nú hafði hann laumast burtu frá þessu
öllu, sneitt sig meira og meira hjá þvi. Hann
mundi eftir hverju svipbrigði í ásjónu ást-
vinanna sinna heima. Þar lýsti sér sorg, al-
vara og bæn. — Frá öllu þessu sagði hann
i bréfinu og mörgu fleiru.
Heima þreyttu foreldrar og systur við
Guð í fyrirbæn fyrir honum, og á þeirri
sömu stundu átti hann sér afturhvarfsstund
í erlendri kirkju fyrir kraft bænarinnar heima.
Gleymið þessu ekki biðjandi feður og
mæður. Þið vitið ekki hvað gerist i fjarlægð,
meðan þið eruð að biðja heima. Þá er ef
til vill að birta í þeirri sál, sem þið eruð
að biðja fyrir. Guð er alstaðar nálægur og
»Hann vantar hvergi vegi,
hann vantar aldrei mátt,
hans bjargráð bregðast eigi
til bóta á einhvern hátt«.
»Þegar eg kom heim«, sagði hann síðast
í bréfinu, »þá skal eg kannast við frelsara
minn. Þá skal eg syngja honum Iof og
þakkargerð með ykkur. Þá skal eg fara í
kirkju með ykkur og lofa hann og vegsama
þar, og hlusta á orð hans. Þá skal eg bjóða
vini okkar jafnvelkomna og pabba og
mömmu. Nú veit eg, hvað það er að vera