Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1924, Síða 12

Heimilisblaðið - 01.12.1924, Síða 12
132 HEIMILISBLAÐIÐ þvo upp um daginn, til þess að þú gætir hitt systur þína, sem kom með járnbraút- arlestinni og alt gæti verið í góðri reglu heima. Þá kystir þú hann og sagðir, að alt af væri hann svo góður. Þú mátt ekki fara með ósannindi, María!« »Hann hefði þó að minsta kosti getað kvatt mig«. »Kvaddir þú hann?« Svona ræddust þau við um hríð, engill- inn og María. En englar, sem koma niður frá Guðs bjarta og hreina himní eru gæddir svo dásamlegum krafti til að sannfæra menn, sé þeim ekki vísað á bug. Englin- um tókst að telja Maríu smámsaman á sitt á mál. »Þegar ólafur kemur heim«, sagði hann »þá skaltu vera blíð í bragði við hann og biðja hann fyrirgefningar«. »Já, ef hann biður mig fyrirgefningar«, mælti hún. »Eg skal fara og tala við hann líka«, sagði engillinn, »en eg er ekki viss um, að eg geti komið því á leið við hann. — En hjálpir þú, þá tekst það. Hann er stórlynd- ur, hann getur ekki fengið sig til þess aí sjálfum sér. En við hjálpum honum bæði, þá tekst það. Tekst, þegar tveir vilja. Þú hefir heitið því að auðsýna honum elsku og trú í sæld og þraut. Þetta heit mun hjálpa þér og þá munt þú hjálpa honum. Guð hefir gefið þig honum að meðhjálp. Hugsaðu nú eftir þessu. Þú, veikbygða kona, verður að hjálpa sterkbygðum manni; hann getur ekki komist af án þess. Er þetta ekki mikilfenglegt hlutverk? Hefir Guð ekki sýnt þér mikið ti-aust?« María kom enn með ýmsar mótbárur.— En þær urðu lyktir á, að þegar ólafur lauk upp hurðinni, þá kom hún á móti honum með opinn faðminn. Engillinn átti líka tal við Ólaf i verk- smiðjunni. Lengi þrjóskaðist hann við. En smátt og smátt lét hann líka í hlé síga, en ekki vildi hann með öllu fara ofan af því sem hann hélt fram, því að »það væri henni að kenna«. En þegar Maria kom á móti honum með útbreiddan faðminn, og sagði: »Elsku óli, fyrirgefðu mér!« þá var honum öllum lok- ið. Hann var að reyna að vera dálitið þur- legur í fyrstu og halda sínu fram. Hann þóttist hafa fullan rétt til þess. En réttur- inn sá gekk honum nú úr greipum. Hann vissi ekkert, hvað af honum varð. »Fyrirgefa þér?« sagðí hann og faðmaði hana að sér, »það er vist þú, sem átt að fyrirgefa mér«. »Já, en það var mér að kenna«, sagði hún. »Elskan mín!« sagði hann, »það var mér að kenna. Og svo fóru þau að ræða um þetta. — Svona fór það. Bæði fundu að þau áttu sök á þessu. »Eg hefi syndgað«, sögðu þau hvort um sig. Engillinn stóð skamt frá og horfi á. — Hann ljómaði, eins og hann væri orðinn sjálfur himinfögnuðurinn. Og síðan flaug hann upp til Guðs föður og segir: »Góði Guð faðir. Þessi börn þín verða nú víst hér eftir ástvinir í hjónabandinu, því að þau hafa auðmýkt sig og vilja nú hjálpa hvort öðru«. Þá svaraði Guð faðir: »Fyrst þau eru auðmjúk orðin, þá skal eg alt af veita þeim mína náð, því að far- sæl geta þau ekki annars orðið, hversusem þau svo kostuðu kapps um það«. »Þessir strákar!« sagði kaupmaður einn og var reiður. »það er enginn leið aðvinna bug á þeim, nema setja á þá lögregluna — ef það dugar þá. Kastað hafa þeir grjóti í bílinn minn. Þegar eg verð á ferð næst, þá henda þeir í mig sjálfan«. Hann bjó í einu skemtiþorpinu nálægt Stokkhólmi. Hann ók þangað úr höfuð- borginni á hverju kvöldi. Fór hann þá þar um, þar sem óknyttastrákar þessír voru farnir að vaða uppi. Það var svo að sjá, sem þeir hefðu yndi af að hrekkja þá, sem um þjóðveginn fóru. Þeir lágu þar í gjót-

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.