Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1924, Side 13

Heimilisblaðið - 01.12.1924, Side 13
HEIMILIS BLAÐIÐ 133 um og sprultu upp, þegar minst varði og gerðu kvenfólki fælingar og köstuðu grjóti í vagna og bíla. Billinn kaupmannsins var svo skínandi fallegur. Strákunum þótti því sérstaklega mikið varið í skemma hann. — Og þegar þeir voru búnir að henda í hann, þá tóku þeir til fótanna og flýðu, óþokk- arnir þeir arnal »Eg skal hjálpa ykkurl« hugsaði kaup- niaður með sér »að mér heilum og lifandi. Það skal eg gera, það megið þið reiða ykk- ur á!« Hann hafði fyrst í hyggju að hafa lögreglu- þjóna með sér í næsta skifti, sem hefðu með sér barefli og handjárn, ef á þyrfti að halda. Já, hann ætlaði svei mér að hjálpa þeim. »Hjálpa þeim«, hugsaði hann, — »en er þetta rétta aðferðin?« Hann fór nú að hugsa um þetta orð »að hjálpa«. Er það að hjálpa, að lúberja menn með stöfum eða binda þá eða setja í járn? Nei, auðvitað getur það veitt einstökum mönnum hjálp eða öllu þjóðfélaginu, geti þeir eigi fengið að njóta friðar fyrir glæpa- mönnum. En nú hugsaði hann með sér: Þessir strákaprakkarar eru ekki glæpamenn, að minsta kosti ekki enn, það er einber keskni, sem kemur þeim til þessa — óstjórn- legur gáski. Þegar þeir kasta grjóti, gera þeir það eiginlega ekki til að gera öðrum mein, heldur af því einu, að þeir hafa svo mikið gaman af að hitta og skjóta öðrum skelk í bringu. Þetta telja þeir hreystibragð og hug- prýði. En þelta getur leitt þá út á glæpa- mannabrautina, hugsaði kaupmaður. En ef eg reyndi nú að bjarga þeim, — reyndi að leiða þá á betri vegu! í næsta sinn, er bíllinn þaut af stað með kaupmann, þá lágu strákar að vanda í gjótu sinni. Og grjóthriðin tók að dynja. Kaupmaður stöðvaði bilinn óðara og steig út úr honum. Strákarnir tóku auðvitað á rás. »Nei, nei, hlaupið þið ekki, drengir!« — hrópaði hann á eftir þeim. »Eg hefi ekkert iit i buga ykkur til handa. Verið þið kyrrir og hlustið þið á það, sem eg ætlaaðsegja: Eg ætla að senda á morgun vagn hingað um sama leyti og á þeim vagni megið þið aka heim til mín, svo margir sem vilja. — Öllum þeim, sem sæti taka í vagninum býð eg til veislu. Þetta er alvara mín. Vel- komnir allir!« Ekki var kaupmaður nú viss um, að þeir mundu allir koma. En vagninn kom og drengirnír komu, svo margir sem vagn- inn gat tekið. Og þeir átu og drukku og þessi göfugi gestgjafi talaði ógn vin- gjarnlega við þá. Hann var ekki bögulegur við þá, að þeim fanst. Þeir hétu því allir með sjálfum sér, að aldrei skyldu þeir kasta grjóti í bilinn hans framar! En þetta var nú ekki nema byrjun hjálp- arinnar. Kaupmaður sneri síðar til K. F. U. M. í Stokkhólmi og spurðist fyrir, hvort það félag vildi ekki halda áfram að hjálpa þessum drengjum og gat félaginu álitlega upphæð af peningum í því skyni. Félagið tók að sér það starf með gleði. Og það er sönn gleði fyrir félagið og fyrir drengina að eyða hverju kvöldi til þess, sem bæði getur orðið likama og sál til gagns. Búið er að taka um 100 slika drengi inn í drengjadeildirnar. Nú hafa þeir ann- að nytsamara og betra fyrir stafni en áður í tómstundum sínum. Nú eru þeir búnir að stofna söngfélag og syngja nú og blása í lúðra, rétt eins og gömlu snillingarnir. — í sumar hefir kaupmanni tekist með að- stoð félagsins og annars góðs vinar að út- vega þeim garða til að yrkja. Þar hafa þeir unnið af öllu megni til þess að hljóta verð- laun þau, sem heitin eru fyrir þá garða, sem bezt eru ræktaðir, Þarna hafa þeir rif- ið upp grjótið til að gera jarðveginn frjóv- an. Það er eitthvað annað en að kasta grjóti. Þetta er alt því að þakka, að Guð blés einum manni í brjóst: »Eg skal hjálpa þeim«. Far þú og ger þú slíkt hið sama. — Þá mun Guð hjálpa þér líka. B. J. pýddi. ---

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.