Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1924, Side 15

Heimilisblaðið - 01.12.1924, Side 15
HEIMIL JSBLAÐIÐ 135 »Já, það sýndist mér nú líka«, sagði konan. »Hum!« sagði Lars. »Setjum þá svo, að það sé tvieyringur, en happaskildingur hlýtur það að vera«. Og svo stakk hann tvíeyringnum í vestis- vasann. Vasinn sá var féhirzlan hans, því að þar hafði hann munntóbakið sitt og fleiri dýrgripi. »Hvaðan er þessi tvíeyringur kominn?« sagði kona hans. »Hann hefir auðvitað komið úr gæsinni«, sagði vinnumaðurinn. »Hún gat hæglega hafa drepið sig á honum«. Lars hummaði aftur og svo var ekki meira rætt um þetta að sinni. Lars fór að lesa i dagblaðinu og kona hans að spinna. Og nú var spunnið og lesið, þangað til höfuðið á þeim var farið að hanga niður á bringu. Þá gengu þau til náða. Daginn eftir ók Lars með gæsina til kaupstaðarins. Hann ætlaði sem sé að kaupa vitund til jólanna og nú vildi svo vel til, að hann gat fengíð það alt fjTÍr gæsina, ef kaupmaður gæfi vel fyrir hana. En á leiðinni vildi honum það slys til, að vagninn valt um og brotnaði. Varð hann þá að fara til járnsmiðs og biðja hann að gera við vagninn. Og smiðurinn var svo lengi að því, að Lars komst ekki til kaup- staðarins fyr en undir myrkur. »Það er óhappafugl, þessi gæs!« sagði Lars við sjálfan sig. »Haldi þessu nú svona áfram, þá fer svo, að andvirði hennar fer alt í kostnað og meira tilcc. Hann greip samt ógn ástúðlega um háls- inn á gæsinni og labbaði með hana úl í borgina. En málafærslumaðurinn og lyf- salinn og aðrir hágöfugir höfðingjar voru þá búnir að kaupa sér jólagæsir snemma sama daginn, og frúin i nýtizkubúðinni. kvaðst enga gæs kaupa, þvi að verzlunin væri svo dauf. Og því lengur sem Lars draslaði gæsinni, þvi þyngri varð hún, og svo fór að lokum, að hann óskaði, að hún hefði ekki verið annað en grátitlingur, því að þá hefði hann getað þeytt henni frá sér og losnað við alt þetta basl og skap- raunir. — Á götunni var fjöldi fólks á ferðinni. Allir voru á hlaupum. því að mikið var að gera, og alt af voru þeir að hrinda Lars og gæsinni sitt á hvað. Nú var búið að kveikja í búðargluggunum og fyrir innan rúðurnar skein á alla dýrð þessa heims. Þar voru jólasveinar með rauðar skotthút- ur og snjó í skegginu og brúður glyslega búnar, eins og konungadætur. Og þar voru rauðar blístrur og hundar geltandi og hopp- andi, ef þeir voru dregnir upp, já, það var engin leið að segja frá öllu, sem þar bar fyrir augu. En hann Lars Pilegaard skeytti nú ekk- ert um þetta; hann hugsaði ekki um neitt, nema gæsina og brá nú upp í sig glænýrri tóbakstölu, til að hressa vitund upp geðs- munina. En nú var tvieyringurinn búinn að liggja svo lengi í vestisvasanum, að honum var farið að hundleiðast, og svo kom hann upp úr vasanum með tóbaksbitanum, en Lars tók ekkert eftir því. »Klirr!« sagði tvíeyr- ingurinn, þegar hann datt, en Lars heyrði það ekki og tróð tóbaksbitanum aftur ofan í vasann og hélt áfram. Þó að Lars hefði ekki tekið eftir þvi, þá var hann ekki orðinn einn síns liðs. Telpu- hnokki var búin að vera á hælunum á honum tvær mínútur eða svo, og gekk svo nálægt gæsinni, að hún gat tekið á henni annað veifið. Það var auðséð á henni, að hana langaði meira í gæsina en allan glys- varninginn í búðargluggunum. Þegar tvieyringurinn datt, þá skoppaði hann fram hjá vinstra fætinum á telpunni, svo að hún gat ekki annað en komið auga á hann. Hún hélt það væri buxnahnappur, sem Lars hefði tapað. En þegar tvíeyring- urinn var lagstur flatur á konungsnafnið og sneri tölunni 2 upp í loft, og hélt að hann mætti fá að liggja í friði, þá þreif hún hann upp svo snarlega, að hún tafð- ist sama sem ekkert við það. Og jafnskjótt sem hún var búin að taka

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.