Heimilisblaðið - 01.12.1924, Side 18
138
HEIMILISBLAÐIÐ
en hann gáði niður til hennar og spurði
vinalega:
»Af hverju ert að gráta?«
»Ó! eg er búinn að týna tvíeyringnum
minum, og nú get eg ekki keypt mér jóla-
kerti !c<
Þá hló feiti maðurinn.
»Ef þú gelur haldið þér fyrir aftan mig.
þá skal eg lála þig fá kerti fyrir ekki neilt«.
Það var þá rétti maðurinn, sem hún
hafði hitt fyrir, hugsaði litla telpan með
sér og tárin voru jafnfljót að hverfa sem
að koma. Og að svipstundu liðinni var hún
búin að fá ljómandi hárautt jólakerti í
hendina. Varð hún þá svo glöð, að hún
gleymdi að þakka fyrir sig. Nú reið bara
á, að hún kæmist út heil á hófi sjálf og
með kertið óbrotið. —
Þegar hún var á leiðinni fram að dyr-
unum, þá rak hún fólinn í græna tvíeyr-
inginn; hann lá á gólfinu og hafði honum
verið sparkað til og frá og troðið á bon-
um, svo að ósköp var til að vita. Enginn
tók eftir honum og litla telpan heldur ekki.
Hann var búinn að gera í bráðina það
sem. hann gat. Og hver veit, hvað orðíð
hefir af honum el'tir þetta?
Litla telpan var ekki ein síns liðs á heim-
leiðinni, þó að henni væri það óafvitandi.
Hún var svo sokkinn niður í sinar hugs-
anar um jólakertið rauða, að henni lcorn
ekki til hugar að líta aftur fyrir sig. Ann-
ars mundi hana hafa rekið í rogastans. Því
að gæsamaðurinn var á hælunum á henni.
Hann varð að hraða sér til þess að geta
orðið henni samferða, því að hún var í
meira lagi kvik á fæti.
Frá Lars Pilegaard er nú það að segja,
að hann gat ekki slept litlu telpunni úr
huga sér, eftir það er hún hljóp leiðar
sinnar. Hann varð svo hugfanginn af þvi,
sem hún sagði við hann og komst við af
þvi að hugsa um það. Skyldi það geta átt
sér stað, að hún setti kertið út í gluggann?
Og hvað verður svo? Lars hugsað um þetta,
þangað til að hann sneri alt í einu við og
gekk til baka. Hann óskaði þess með sjálf-
um sér, að hann gæti hitt hana aftur, því
að þá ætlaði hann að gefa henni stærri
pening en tvíeyringinn.
Og þá vildi svo merkilega til, að hann
sá hana alt í einu spölkorn fyrir framan
sig innan um allan manngrúann. Hann sá,
að hún hafði eitthvað rautt í hendinni. —
Það var auðvitað jólakertið.
Lars hefði helzt viljað kalla í hana, en
hvernig sem á þvi stóð, þá gat hann ekki
komið sér til þess. Honum varð alt i einu
svo mikill hugur á að sjá, hvernig hýbýli
hennar væru. Og þegar hann var kominn
heim að húsinu, þá skauzt hann inn um
hliðið 'og læddist svo hljóðlega á eftir henni.
Gæsin var illa fyrir honum, því að hann
var nauðbeygður til að drasla henni með
sér, fyrst hanu hafði nú einu sinni byrjað
með það.
Hann varð að fara að húsbaki og þar
tók við brattur stígi. Hann nam staðar svo
sem augnablik fyrir utan dyrnar. Þá heyrði
hann málróm litlu telpunnar inni fyrir og
gat þá ekki stilt sig um að hlusta. Það var
nú máske ekki sem siðlegast að standa á
hleri, en hann gerði það nú samt sem áður.
Mamma litlu telpunnar sat við ofninn.
Það var heldur farið að dvína í bonum,
svo að hún varð að orna sér lítilsháttar
með því að leggja hendurnar á ofnpipuna.
Ekki var hún búin að kveikja.
Óðara en lilla telpan kom inn, hljóp hún
til mömmu sinnar.
»Hérna skaltu nú fá að sjá, hvað eg hefi
fengið mamma! Er það ekki fallegt?
Svo sagði hún henni upp alla söguna, og
svo var henni mikið niði-i fyrir, að hún gat
ekki lokið til fulls við söguna áður en hún
spyrði:
»Hefirðu ekki eldspýtu, mamma? þá skal
eg kveikja undir eins, því að nú er bráð-
um komið svarta myrkur«.
Lars stóð fyrir utan dyrnar og heyrði
hvert orð, sem talað var.
Hann lieyrði líka, að móðir telpunnar
andvarpaði, þegar hún kveikti á kertinu.
»Hvers vegna varpar þú svona öndinni,