Heimilisblaðið - 01.12.1924, Síða 22
142
HEIMILISBLAÐIÐ
»Heim? Eg á hvergi heima«, sagði Mor-
tensen.
»Og karlhrófið! Komdu þá heim með mér.
Eg skal þó sjá um, að þú liggir ekki úti i
nótt að minsta kosti«.
Maðurinn reisti nú Mortensen gamla á
fætur og þrammaði á stað með hann í
hríðinni. Þeir urðu allir fannbarðir hátt
og lágt.
Nú bar þá að húsi einu. Mortensen
skygndist eftir því undan hattbarðinu, en
gat ekkert greint i hríðinni. Jensen tók
lyklakippu upp úr vasa sínum og lauk upp
útidyrahurðinni og gekk inn.
Kona Jensens kom á móti honum fagn-
andi og sagði: »Gott kvöld. elskan min«.
og kysti hann. En þá varð henni litið á
Mortensen og leizt miðlungi vel á hann og
spurði:
»Hvaða förukarl er nú þetta?«
»Og það er allra bezti karl«. sagði Jen-
sen. »Eg rakst á hann á leiðinni; hann
svaf á dyraþrepi. Við skulum lofa honum
að liggja á legubekknum okkar í nótt. Við
getum breitt einn eða tvo frakka ofan á
hann. Meira getum við víst ekki? Það er
synd og skömm að láta karlhrófið liggja
úti og það á sjálfa jólanóttina. Hann heitir
annars Mortensen«.
»Jæja þá«, sagði frúin, og rétti Morten-
sen hendina og bauð hann velkominn.
»Látið þér nú bara sem þér séuð heima
hjá yður, Mortensen«.
Mortensen gamli var alveg í sjöunda himni
yfir þessum viðtökum, og sneri hattinum
sfnum milli handa sér, því að hann vissi
ekki, hvar hann ætti að leggja hann frá
sér. Hann vissi varla, hvort þetta var veru-
leiki eða draumur. Æflntýri var það að
minsta kosti. Nú sá hann, að veröldin gat
líka verið björt og broshýr með köflum.
»Eg þakka yður nú fyrir, góða frú«, sagði
hann, ógn hjartanlega, »og eg vildi óska,
að eg gerði yður ekki alt of mikla fyrir-
höfn«.
E*an hjónin buðu nú Mortensen að ganga
til stofu, en sögðu honum jafnframt, að
hann mætti ekki kippa sér upp við það,
þó að þar væri áskipað af ungviði dálítið
hávaðasömu.--------—
Nú voru dætur þeirra hjóna búnar að
breiða .dúk á borðið og bera inn diska og
skeiðar, hnífa og gafla. Komu þá foreldr-
arnir inn með fult fat af rjúkandi hrís-
grjónagraut. Húsbóndinn bar einnig inn
kjötsteik á fati og kálmeti með.
»Gerið þið nú svo vel að setjast kringum
borðið«, sagði húsfreyja hjartanlega, og
þurkaði af höndunum á sér á forklæðinu.
»Þið eruð víst öll orðin matlystug«.
Krakkarnir létu ekki segja sér það tvis-
var. Þau settust að borðinu i einu hendings-
kasti öll, nema drengirnir, sem voru að
ríða á hnjám Mortensens. Þeir héldu reið-
inni áfram og tóku ekkert eftir matnum.
»Nú, þér hafið barnahyllina, Mortensen«,
sagði húsfreyja brosandi, og leit móður-
blíðum augum til góða, gamla mannsins.
»Hver veit, nema þér gætuð haft ofan af
fyrir minstu drengjunum mínum framan
af deginum, meðan eg fer út til vinnu?«
»Já, segjum við tvö«, sagði Jensen. »Þetta
var fyrirtaks uppástunga. Þú gætir þó alt
af fengið að borða hjá okkur fyrir það, en
erfiðara er með náttbólið, en einhvern veg-
inn ræðst fram úr því«.
»Er þetta alvara ykkar?« sagði Mortensen
frá sér numinn af fögnuði.
»Og alvara er það nú reyndar ekki, ef
eg á eð segja eins og er«, sagði húsfreyja
hlæjandi, »en þessi hugmynd er ef til vill
ekki svo vitlaus. En svo er mál með vexti
að eg get svo oft fengið talsvert að vinna í
húsum utan heimilis. Eg þekki konuna á
húsverkaskrifstofunni og hún getur útvegað
mér meir en nóg að gera. En þar sem eg
þarf bæði að gegna húsverkum og sjá um
litlu börnin, meðan eldri börnin eru í
skólanum, þá hefi eg lítinn tíma afgangs
til aukastarfa«.
»Yið skulum nú hugsa um þetta, Mor-
tensen« sagði hún, »meðan við erum að
borða«, og klappaði um leið á öxlina á
karlinum.