Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1926, Síða 3

Heimilisblaðið - 01.11.1926, Síða 3
HEIMILISB LAÐIÐ 119 lííi því, sem Sadúkear lifðu, eða í verkarétt- læti Faríseanna. Pað var sannarlega nótt í heiminum. Nótt- in, næturmyrkrið, grúfði yfir honum, á bak við hann, fram undan honum, nótt var öllu meginn. En þá kom Ijósið með Drotni vorum, Jesú Kristi — ijós handa heiminum. Pað var eins og alskær sól rynni upp og eyddi nátt- myrkrunum, fyrst lijá Israel, og síðan hjá heiðingjunum. Eins og sólin rennir braut sína, eins og hetja, svo fór fagnaðarerindið sig- urför um heim allan, og bar ljós til jökul- bygðanna á Grænlandi og Hellulandi, til sól- heitu landanna í Afríku, til pálmaskóganna á Indlandi og til eyjaklasanna í Kyrrahafinu. Og nú er senn eigi til pað land eða pjóð í heimi, að fagnaðarboðskapur Jesú Krists hafi ekki hljómað par. 0g pó er enn dimt í heimi. »Dimt er í heiminum, Drottínn minn«, heyrist hjá hverri pjóð. Og pó kristnir menn séu nú búnir að halda jól í nær 2000 ár, pá eru hinir fleiri, sem halda jól í*svartasta myrkri, friðvana, hnugnir og vonlausir. Pað er dimt í hreysum fátæk- linganna, og pað er dimt í skrauthýsum; pað er dimt í skuggahverfum stórborganna og pað er dimt í höllum höfðingjanna og auð- mannanna. Hvað duga allar undursainlegu uppfundningarnar og uppgötvanirnar í heim- inum? Hvað hjálpa öll pau lög, sem sett liafa verið til að bæta kjör smælingjanna og hinna undirokuðu? Hvað hjálpa myrkrasetur andamanna og önnur trúarkerfi, sem menn hafa búið til, til að varpa Ijósi yfir ráðgátur lífsins og dauðans? Hvað duga allar pessar jólahátíðir, jólatré, jólagildi og jólagjafirnar, sem haft er til fagnaðar á jólunum? Pegar jólin eru liðin og búið að slökkva jólaljósin, og allir liverfa aftur að liversdagsstörfum sínum og hversdagslífi, — livernig standa sakirnar pá? Eru menn pá orðnir ríkari í Guði, orðnir glaðari? Hafa peir pá- öðlast meiri hugprýði og kraft til pess að leggja út í baráttuna og ganga á hólm við dauðánn? Nei. Ekkert pað er til í heimi pessum, sem getur gert mannlmð í sannleika bjart; ekki auður nó heiður og álit, ekki unaðsemdir né skemtanir, eða farsælt heimili, og ekki kær- leikur foreldra og barna. • »Heimur gleði enga á, upp sem fyili hjartans prá«. Ef að eitthvað af pví, sem heimurinn getur veitt, gæti hjálpað, pá getuin vér verið vissir um, að Guð hefði gefið oss pað, og hlíft sín- um eingetna, elskaða syni. En eigi var önnur leið til að hjálpa — og svo kom liann í heim- inn. Og orðið varð hold og bjó ineð oss. Hann er heimsins ljós. Par sem Jesús er ekki, par er dimt, bæði á jólum og endranær, hversu vel sem mönnum kann að líða að ytra hætti. En par sem Jesús er, par er bjart, pó að fátæktin, sjúkleiki eða söknuður eigi par heima. Sólin gyllir ský og fjöll; eins varpar Jesús og elska hans dýrðarljóma yfir lífið alt, og yfir dauðann líka. »Sjá, pá verður lífið létt, léttur dauðinn sjálfur«, Pá getum við sagt með Símeoni gamla: »Drottinn, láttu nú pjón pinn í friði fara«. Pað er hið eina, sem hjálpar, að taka rnóti gjöfinni óumræðilegu, sem Guð gaf syndug- uin mönnum. Og pví er pað, að margir lifa í myrkrinu, af pví að peir vilja ekki veita Jesú viðtöku sem frelsara sínum. 1 teksta vorum standa tvö grátleg orð. Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefir ekki tekið á móti pví. Ilann kom til sinnar eignar, og hans eigin menn tóku ekki við honum. Svona hefir pað gengið í tvö púsund ár. Jólaboðskapurinn er boðaður enn eins og á hinum fyrstu jólum, pegar englarnir vísuðu fjárhirðunum til litla drengsins í jötunni í Betlehem, — par var ekki rúm fyrir hann. En hve pað getur komið út á manni tárun- um, að hugsa um petta! Pegar einhver kem- ur með fégjafir til fátækra, pegar pósturinn 'kemur með spjald eða bréf, pegar sendi- sveinninn kemur með böggla heim úr búðinni, pegar vinir og ættingjar koma og óska gleði- legra jóla, pá er tekið við pessu með fögn- uði. En pegar Jesús kemur með ljós og líf hjálpræðisins frá Guði til veslings fátæku og ógæfusömu syndaranna, pá vilja peir ekkert við hann eiga.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.