Heimilisblaðið - 01.11.1926, Síða 10
126
HEIMILISBLAÐIÐ
Björg-unartáknið.
Ilér sést mynd af ungri stúlku.
Hún lag'ði af stað á bátnum sínuin
í sólskini og sumarblíðu. Báturinn
barst áfrain fyrir hafgolunni eftir
spegilsléttum haffletinum. »Himn-
eskt er að lifa«, söng hún þá.
En fyr en varði dró upp ský.
Stormur skall á, og sjórinn varð
allur í uppnámi. Unga stúlkan sá
forlög sín, því að alt í kringum
sig sá hún samferðamenn sína hníga
í dauðadjúpið. Holskeflurnar gengu
yflr bátinn hennar og færðu hann
í kaf. Hún hrópar til Guðs um
hjálp. En j)á sér hún krossmarkið
fram undan, gnæfandi upp úr sjón-
um. Ilún grípur dauðahaldi um
krossinn og fær örugga fótfestu.
llún bjargast.
Hér er skýr mynd af mannlífrnu.
Æskumaðurinn leggur af stað með
»brjóstið veikt og býrt og lilýtt,
og hyggur að líflð sé svo blitt«.
En svo skellur óveðrið á: freist-
ingar, efi, sorg og neyð. — Pá
dugar ekkert, nema Drottins náð,
ekkert neina frelsarinn. Engfnn
hjálpar nema hánn. Yerkin reynast
ónýt, ónýt trúin á sjálfs síns mátt
og megin.
Petta fann íslenzka sálmaskáldið séra Ei-
ríkur Hallsson á Ilöfða. Myndin hér að ofan
er eins og gerð eftir hugsun hans, eins og
hún kemur fram í þessurn fjórum versum
(Sálmab. 282):
»Til fjallanna upp eg' augum lít,
pví ofan paðan hjálpar nýt,
minn Jesú, blíði bróðir;
ei ómaklegan af pér slít,
ó Jesú, Jesú góði.
Pví vötnin æða voðalig,
og vilja í djúpið svelgja mig,
minn Jesú, bliði bróðir;
eg alla von á einn set pig,
Ó Jesú, Jesú góði.
1 hörmungunum, herra minn,
upp horfa’ eg vil á krossinn pinn,
minn Jesú, blíði bróðir;
par Guðs míns elsku eg alla finn,
ó Jesú, Jesú góði.
Mín sál er hungruð, hrygg og pjáð
og hjartað pyrstir eftir náð,
minn Jesú, blíði bróðir,
en einn ert pú mitt athvarf práð,
ó Jesú, Jesú góði«.
Sarna liugsiin felst í þessu versi:
»Blessunardaggir lát drjúpa,
Drottinn, ó send oss pær nú,
faðmandi kenn oss að krjúpa
kross pinn með lifandi trú«.