Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1926, Qupperneq 12

Heimilisblaðið - 01.11.1926, Qupperneq 12
128 HEIMILISBIAÐIÐ NAOMI eða Eyðiiig Jórsalaborgar. Eftir J. B. Webb. I’ýdd af Bjarna Jónssyni, kennara. [Frh.J En ef eg væi'i nú neyddur til að taka þátt í því að hertaka ]?á borg og berjast gegn föður og brcður Naómi og öllu ættliði hennar? Hvernig mundi mér þá verða innanbrjósts? Þá yrðir þú, systir, flutt á einhvern öruggan stað; en það veit eg, að Zadok flýr aldrei frá löndum sínum ’nauðstöddum og Na- ómi er alt of göfuglynd til að leita öryggis fyrir sjálfa sig, svo lengi sem foreldrar hennar og elskaða borgin hennar er í háska stödd. Ó, að fólkið hennar hrausta og þjóðrækna vildi hlýða röddu skynseminnar, meðan tími er til, og gefa sig af frjálsum vilja á vald Rómverja og afstýra svo þeirri voðalegu hörmung, sem þeir leiða yfir sig að öðrum kosti. Brjótist þeir lengur á móti keisaran- um munu þeir æsa reiði hans því meira og herfor- ingja hans og baka sér bráðan dauða og- eyðingu. Hjarta mitt er í Jórsölum, því að þó að eg sé hróðugur af því, að eg er Rómverji, þá finst mér eg eiga heima í Jórsölum. Þar vildi eg búa. Rómaborg er háreist og skrautleg borg og gengur langt fram yfir mínar djörfustu vonir. Eg held, að þú sért alveg búin að gleyma fæðingarborg þinni, því að ekki hafði eg nema óljósa endurminningu um aðalgötumar og þó 'hvergi nærri allar, og alt kom mér svo ókunnuglega fyrir sjónir, er þangað kom, nema hús frænda míns og aldingarðurinn, þar sem við lékum okkur á barnsaldri við Kamillus frænda. Jafnskjótt, sem eg stíg þar fæti mínum, þá finn eg að eg á þar heima, og þá? vakna hj á mér endurminn- ingarnar um móður mína kæru, svo að eg get varla trúað því, að hún sé 'dáin, og eg' fái aldrei framar að sjá hana á þessari jörðu. Blessun sé með anda henn- ar, hvar sem hann dvelur! Þú veizt, að húsið, sem við bjuggum í, hefir verið rifið og í stað þess verið reist skrautlegt musteri handa Merkúríusi, kaupmannaguði. — Þú heldur víst, að eg leggi leið mína þangað og biðjist þar fyrir; en, Kládía systir, því er engan veginn svo var- ið. — Eg á heima í höfuðstað rómversku guðanna, Kimura. Páll Kanamori hefir verið kallaður »Moody« Japana. En það er ti! ann- ar Japani, sem á það nafn engu síð- ur skilið. Það er II. S. Kimura, frá borginni Oaka. Hann er prestur við kirkju eina þar í borginni. Safnaðar- limum heflr fjölgað um 250 2 síðustu árin Ivirkjuhúsið er nú orðið 50 ára gamalt; þarf nú að fara að gera við hana og stækka liana, og hefir söfn- uðurinn lagt fram 7000 sterlings- pund til þess. Kimura kom til Englands fyrir 0 árum, og stofnaði þá »kristilegt félag Japana« í Lundúnum. IÝimura hefir verið beðinn að segja eitthvað frá liðinni æfi sinni, og heíir hann sjálfur svarað á þessa leið: »Faðir minn var kaupmaöur og all- siðlátur maður, ef hann hafði ekki drukkið sig fullan. Eg man það, að þegar eg var 12 ára, þá þótti mér svo viðbjóðslegt að sjá hann fullan, að eg hét því með sjálfum mér, að eg skyldi aldrei drekka neinn áfengan drykk. Pegar eg var 13 ára, varð eg mjög hugfanginn af kristniboða einum frá Ameriku, sem gisti hjá okkur þá um jólin. Foreldrar mínir vildu okki leyfa mér að sækja samkomur lians. »Komdu ekki nálægt þessum útlend- ingum«, sögðu þau, »þeir stökkva á ykkur vígðu vatni, þessir kristnu menn, fyr en þið vitið af, og svo farið þið að elska þá«. Eg fór ekki þangað að því sinni, en árið eftir komu þeir aftur. Nauð- aði eg þá á móður minni, livort eg mætti þó ekki sjá þessa útlendinga, því að eg mundi, að eg hefði heyrt sagt, að þeir væru eins og apar, hefðu lituð augu og væru rauðir í fráinan, og mjög svo skringilegir í sjón að sjá.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.