Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1926, Side 20

Heimilisblaðið - 01.11.1926, Side 20
HEIMILISBL AÐIÐ 106 svo litlu, mundi heldur ekki mikið heimtað verða. Og hann hafði talsverða ástæðu til að vona, þetta, því að oss er kent, að miskunsemi Drottins sé mikil við þá, sem breyta samkvæmt því ljósi, sem þeim 'hefir ver- ið veitt. Um þetta var Marcellus að hugsa, þegar hann gekk til herbáðanna. Hann gekk milli tjaldraðanna; voru það eins og breiðar götur. Þessar götur voru fullar af hermönnum og svo öðru fólki, sem fylgir hermönnunum á ferðum þeirra. Þegar hann kom í tjald föður síns, þá hitti hann Javan þar, í fyrsta skifti. Með þeimi Javan hafði aldrei verið nein vinátta á æskuskeiði og Marcellus nrátti minnast þess, að Javan sýndi honum þá oft kalt hugarþel og féll honum það oft sárt. En nú var Javan bandingi, auðmýktur hið ytra, en hið innra hinn sami. Nú hafði Marcellus lært að bera eigi illan hug til óvinar síns, heldur hjálpa honum illa stödd- um. Og þar að auki var hann bróðir Naómí, þó að hann væri þess óverðugur að vera frændsemisbönd- um bundinn við svo elskulega stúlku. Marcellus sýndi Javan því augljósa vináttu, og kom það flatt á Javan, sem var svó tortrygginn og illur í skapi. En nú var Javan áhugamál að komast í vinfengi við Marcellus og virtist því taka vináttuhótum hans hjartanlega; hófust nú fjörugar samræður milli Ja- vans og Rúfusar um vinafólkið þeirra í Jórsölum. Barst þá talið brátt að umsátinni um Jórsali. Róm- verjarnir héldu því fram,. að ’borgin mundi gefa sig á vald Rómverja. En Javan var í sama skapi og áður, varð æfur og sagði, að hræðilegasti dáuðdagi væri betri en slík niðurlæging. Rúfus gat ekki stilt sig um að brosa að slíkum stóryrðum af munni manns, sem hafði þá fyrir skemtsu gefið' sig á vald Rómverja til þess að þiggja grið lífs og lima. Javan varð þessa var og þótti sér misboðið og sór þess eið í hjarta sínu að hefna sín á velgerðamanni sínum, ef honum gæfist nokkurt færi á því. — Framh. Ódýr og góð jólagjöf er kvæðabók Jóns Magnússonar: Bláskógar. Fæst hjá bóksölum. ið sigurtákn. Og enn er algengt að segja um þann, sem sigur hefir unn- ið, að liann hafi pálma í höndunum«. Pálmablöð eru oft lögö á lík- börur, og ‘tákna þá sigur Krists í dauðanum. Stúlkurnar í Japan gylla á sér var- irnar, þegar þær hafa sem mest við. 1 borginni Lyon á Frakklandi er ein gatan lögð glerplötum, 20 sonti- metra á hvern veg, og falla svo ná- kvæmlega saman, að ckki getur cinn dropi vatns fallið niður milli þeirra. Ilinn frægi háskóli í öxnafurðu (Ox- ford) á ey eina litla; liggur húq hér um bil 12 mílur frá Lundúnum. 0g þó er sá miðaldabragur þar á öllu, að fólkið þar hefir aldrei séð bifreið. Engin sölubúö er á eynni, ckkert pósthús, engin rafmagnslýsing né tal- símar, og engir lagðir alfaravegir. Eyjabúar þekkja ekki þann munað og þægindi. Þeir eru 35 alls, að börn- unura meðtöldum. En þar á inóti cr kirkja og skóli á eynni, og líður svo langur tími á vetrum, að íbúarnir hafi. nokkrar samgöngur við umheiminn. Kona ætlaði að drekkja sér í Rón- fljótinu (Rhone), og batt við sig báða hundana, sem hún átti, en sepparnir voru frekir til fjörsins og drógu hana að landi! Einu sinni tóku menn eftir því, að jarðbikið á götunum í Bristol var farið að lyfta sér hér og þar. Var bikið þá liöggið af til að vita, hverju það sætti. Það var þá heill hópur af sveppum tekinn að spretta undir bik- feldinum og lyfta honum upp.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.