Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1927, Side 7

Heimilisblaðið - 01.11.1927, Side 7
HEIMILISBLAÐIÐ 127 t Guðbjörg Jónsdóttir l’rá Reynisvatni. Góðrar konu lát eg las og leit til baka. — Minningarnar vinna og vaka: Man eg vel, er barn inig bar að bænum þínum, — enn [tað hlýjar huga mínum. Alt var [iar með vinsemd veitt sem væru gestir aldavinir ykkar beztir. Gleði í augum, góðlegt bros oa' greind í orði voru eins og blóm á borði. Brosandi með glöddum gestum gekstu úr hlaði. Sveitin lá í sólskinsbaöi. Börnin eiga liulda heima og hugsjón ríka, — bærinn fanst mér brosa líka. Síðan lieíir mynd þín mótast mér í geði, eins og ímynd gæða og gleði. Yeit eg líka, að ljós Guðs orða léztu skína seint og snemma í sálu Jnna. Mild og fögur minning ríkir moldum yíir. Lof sé Guði, Guðbjörg lifir. 1. E. NAOMI eða Eyðing Jórsalaborgar. Eftir J. B. Webb. Pýdd af Bjarna Jónssyni, kennara. [Frh.] • foreldra hennar og ginna þau til að auðsýna vægð og miskunnsemi. „Burt með þig, þú Belials barn!“ hrópaði hann, „reyndu ekki að hrífa hjörtu veiklyndra foreldra þinna með uppgerðarsorg þinni, því að hins vegar sundurmer þú hjörtu þeirra með þrjózku þinni og guðleysi! Ó, að þú líktist þínum guðrækna, vand- láta bróður! Þá yrðir þú fögnuður og heimilisprýði hins réttláta Zadóks; en nú setur þú smánarblett á ætt Arons, á alla Drottins heilögu menn! En hví er eg að eyða orðum við þig! Þú hefir hert hjarta þitt gegn sannleikanum! Djöfullinn hefir blindað augu þín, svo að þú sérð ekki himinsins bjarta ljós. Rekin skyldirðu úr söfnuðinum,ef ekki væri móðir þín,sem er svo heimskulega viðkvæm, að hún biður fyrir þér“. Naómí svaraði ekki einu orði þessum ofsafullu bannfæringarorðum; hún skildi þau svo, að þau væri einn þátturinn af þeirri raun, sem Drottinn ætlaði sér að sæta. í sálu hennar ómuðu hin auðmjúklegu orð Davíðs, er hann var á flóttanum fyrir Absalon: „Látið hann (þ. e. Simei) formæla mér, því að Drott- inn hefir boðað honum það“. Ilún veik sér að móð- ur sinni og sagði með titrandi rómi: „Eg er komin til að segja þér, að sonur þinn er kominn aftur heill og hraustur. Eg var hrædd um, að það mundi verða þér ofraun, ef hann gæfi sig fram fyrirvaralaust. Ó, að hann mætti verða þér og föður mínum til blessunar! En að því er sjálfa mig snertir, þá býst eg ekki við öðru en svívirðingu og hatri af hans hálfu, er hann kemst að því, að eg tigna heilaga nafnið, sem hann fyrirlítur. Verði Guðs vilji! Hann hefir víst séð, að mitt drambsama og þverúðarfulla hjarta þurfti alls þessa við, til þess að mér lærðist að beygja mig undir vilja hans“. Jóazar beið ekki eftir því að heyra þessi síðustu orð Naómí; hann hafði skundað burt, til að bjóða lærisvein sinn, er fyrrum hafði verið, velkominn. En Salóme notaði sér frávist hans til að sárbiðja mann sinn að leyna fráhvarfi Naómí fyrir bróður hennar.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.