Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1927, Síða 10

Heimilisblaðið - 01.11.1927, Síða 10
130 HEIMILISBLAÐIÐ drottins vegna, um föðurlandsást hans og' hæfileika til að vera leiðtogi ísraels í stað Jósefs, sem nú væri í varðhaldi. Leitaðist Javan nú við að fá föður sinn og meistarann til að aðhyllast fyrirætlun Símonar. En hann þagði um það, að hann væri sendur af Sím- oni til að rijósna um ástandið í borginni og helztu menn borgarinnar, til að kjósa hann til höfðingja og kveðja hann þangað til hjálpar gegn Jóhannesi Giskala og flokki hans. Og er alt væri í garðinn búið, átti Javan að bjóðast sjálfur til þess að fara til Ed- ómslands og kveðja Símon Geórasson til Jórsala. En loks veik hann orðum sínum að æfintýrum sjálfs sín. Hann hafði orðið að sæta hungri og kulda, er hann hafðist við í óbygðum nætur og daga til að forða sér frá að lenda í höndum óvinanna. Hann fann mjög laðandi friðstað, allmarga daga, í Bet- hezob í Perea, hjá frænku móður sinnar; hafði hún margsinnis gist foreldra hans í Jórsölum. IJún hét María, og hafði gifzt, en misti mann sinn eftir stutta sambúð og var nú ekkja; eftir Eleazar föður sinn hafði hún erft höfðinglegan auð og bjó nú algjörlega sjálfstæð að stóreignum sínum og alt umhverfis sig hafði hún prýtt nærri því konunglegu skrauti. Hún hafði reglulega en fámenna sveit um sig og mikii voru áhrif hennar í héraðinu, svo að Placídus, sem herjaði Perea, þótti réttmætast að láta hina göfugu frú vera óáreitta, til þess að fá hana með því til að styðja málstað Rómverja. Javan sagði foreldrum sínum, að hann hefði þeg- ar í stað reynt að telja frænku sína á að flytja bú- ferlum til Jórsala, og bam sitt og alt sitt lausafé til þess að leita sér þar öryggis, en þá hefði hún tekið því fjarri, því að hún hafi haldið því fram, að Plac- ídus væri svo liðfár, að hann treystist ekki að herja Perea. En um þetta skjátlaðist henni, eins og við vit- um, og er Javan gisti hjá henni síðar um það leyti, er Símon óð yfir Edómsland, þá sat hún í konung- legum friði og ró að eigum sínum, aldingörðum og ökrum; alt var þar í sama blómanum og áður; en þó stóð henni sá geigur af eyðingu héraðsins, alt í kring, að hún hafði ásett sér, svo fljótt sem auðið væri, að leita öryggis innan múra borgarinnar; bað hún því Javan, ef hann kæmi þangað á undan henni, að útvega sér hæfilegan samastað, þar sem nóg væri rúmið fyrir hana og hið fjölmenna föruneyti hennar. Bæði Zadók og Salóme virtu Maríu mikils og lofuðu því feginsamlega að leggja honum lið um þetta. heyrði hann fleiri skot og mikið fagn- aðaróp. Skömmu síðar komu veiðimenn með lík eitis Inda, og þektu allir, að Júkka var þar kominn. Festið hann upp á næsta tré, að hrafnar og vargar eti liold hans«, sagði Pornton' Peir gerðu, eins og hann skipaði þeim, og báru síðan höfðingja sinn heim til borgarinnar. Sár hans greru fljótt, og varð hann heill. — Ekki löjigu síðar kom Pókahontas til Jameston. Sá höfuðsmaður og aðr- ir, að hún. var hrygg í bragði og hafði þungar áhyggjur, því að hún stóð þegjandi og komu tár í augu. Seinast tók hún til máls og fékk varla orði upp komið, sagði, að víg Júkka væri sér kunnugt orðið og launliatur ættmanna sinna mundi bráðum koma í ljós, og skyldn borg- armenn vera viðbúnir ófriði. »Lengi ltefi eg«, mælti hún«, reynt að sefa reiði föður míns; en nú er þess eigi lengur kostur. Mun eg seinna láta þig vita, ef eg má, ráð hermanna vorra og hvaðan þeir munu sækja að yður«. Síðan sneri hún aftur heimleiðis, en borgarmenn bjuggust til varnar. Nú hafði Powhatan fastráðið að dylja ætlun sína sem lengst, og farið varlegar en hið fyrra sinni. Pess vegna hafði Pókahontas eigi grunað, að ófrið- urinn væri svo nærri og reyndist. Faðir hennar bjó alt undir á laun, og varð eigi kunnug ætlun hans fyr en herinn tók sig upp. Pó hélt hún heit sín og tlaug eins og elding niður eftir skóginum, synti yfir um fljótið og komst til Jameston nokkru fyr en herinn. Hún sagði höf- uðsmanni þau óttalegu tíðindi, að Óneiða-ættin væri gengin í lið með föður sínum. Væri nú herinn mikill, og 'ætluðu þeir ekki að leggja niður

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.