Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1927, Page 14

Heimilisblaðið - 01.11.1927, Page 14
134 HEIMILISBLAÐIÐ barnið hennar, ætti fyrir höndum. Og þar að auki kveið hún sárt fyrir því, að dóttir hennar yrði að sæta þeim ósköpum, sem hún var hrædd um að vofa mundu yfir borginni; æskti hún þess að minsta kosti, að hún gæti umflúið hina komandi reiði Guðs. En bænir hennar tjáðu ekki einu sinni. Naómí sat föst við sinn keip. Naómí gat ekki látið sér skiljast, að það væri rétt af sér að yfirgefa foreldra sína, er slík hörmung væri fyrir höndum; enginn öruggleiki, engin ytri vellíðan gat fengið hana til þess, svo lengi sem henni væri ekki þröngvað til, að breyta móti samvizku sinni og- fengi að dýrka sinn Guð í einrúmi, eins og hana lysti. Og Zadók var of vitur og réttlát- ur maður til þess að leggja á hana nokkrar skriftir í því tilliti. Trúfesti hennar í þessu efni mýkti hjarta föður hénnar við hana; sýndi hann henni aft- ur nokkuð af blíðu þeirri, er hann sýndi henni í fyrri daga; þeirrar blíðu hafði hún ekki fengið að njóta, síðan hún kom heim frá Pella. Ekkert vissi Javan um það, að þau Amazía heyrðu til þeim trúarflokki, sem hann fyrirleit svo mjög. Og ef hann hefði trúað því, að Jórsalaborg mundi bráðlega eyðast, þá hefði hann áreiðanlega talið systur sína á að fara með þeim Amazía til Efesus. En Javan kom ekki annað í hug, en að þjóðin hans myndi vinna sigur, og hann þráði þann dag, er hann gæti með hetjuhreysti barist í návígi við svarna óvini sína undir múrum hinnar helgu borgar. Hann staðfesti því Naómí í ásetningi hennar til þess að hún gæti orðið sjónarvottur að þeirri dýrðlegu viðreisn, er Drottinn hefði búið eignarlýð sínurn. En þótt Naómí gæti ekki tekið 'sinn þátt í sigurvon hans, þá þótti henni þó vænt um að hafa hann á sínu bandi. Svona stóðu þá sakirnar í húsi Zadóks, er Þeófíl- us fór með þeim Naómí og Kládíu á svölu og yndis- legu kvöldi upp á Olíufjallið. Hann lagði leið sína með þær skamt frá beinni leið til Betaníu, svo að þau gætu komið við í Getsemane. Sá garður hlýtur jafn- an að vera heilagur og dýrmætur hverjum þeim, sem kenna sig við hann, sem píndist og grét í skugga gömlu olíutrjánna í garðinum. Til eru nákvæmar sagnir um það, hvar frelsarinn hafi kropið til bænar og hinir nýkristnu ungu vinir stóðu hjartahrærð í kringum staðinn heilaga. Og Þeófílus bað heita bæn um það, að þau mættu öll verða hluttakandi í þeirri endurlausn, sem keypt hefði verið með hinni sáru að dóttir sín mundi leika á þá og felast þai' sem þeir leituðu. — Seinast leiddist öllum eftirleitin. Þó var einn af Indum manna glöggvastur. Hann mintist þess, að liann sá einhverju sinni troðin laufblöð hjá lind í skóg- inum, Kom iionum nú í hug, að njósna betur um þetta, gekk í skóginn nærri lindinni og fól sig þar í þéttum runni, eins og liöggormur, sem bíður eftir bráð sinni. Honum hafði eigi brugðist glöggskygnin, því að þetta var lind sú, er l’ókahontas sótti vatn í lianda hinum særða, og voru nú sár hans mikið til gróin, því að eigi skorti aðhjúkrun. Frh. ———---------- Ritfregn. Einur Porkelsson: »Mimrin<jur«. Þrjár eru sögurnar í þessari bók: »Fósturbörnin«, »Svörtu göngin« og »Bjargað úr einstigi«. Fósturbörnin lýsa svo djúpri móð- urást, að hún kemur fram í órjúfan- legr'i átthagatrygð, sífórnandi mann- elsku og svo víðtækri’ ást á dýrunum, að fádæmum sætir. Hver getur annað en kent í brjósti um Imbu á Gili, þegar hún missir bæði fósturbörnin sín og manninn sinn, og verður aö fara þaðan, sem hún er borin og barnfædd, og setjast að ein síns liðs og félítil í eyðikoti. Það er afsakanlegt og skiljanlegt, að liið mikla móðurástríki hennar dregur hana til að taka jafnvel mýs og ánamaðka til fósturs. Svörtu göntjin lýsa eiginlega »svörtu göngum heimskunnar, hleypidómánna og hjátrúarinnar«. • . Sagan er órækt dæmi þess, hvernig farið getur, þegar guðfræðingar spreyta sig á að gera útúrdúra frá réttum

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.