Heimilisblaðið - 01.11.1927, Page 15
II EIMILISBLAÐIÐ
135
sálarangist Guðssonar handa þeim. Naómí hafði
aldrei komið í þennan garð frá því er hún tók
kristna trú, trúna á hann, er hafði svo oft helgað
þennan stað með návist sinni og leitaði þar hvíldar
og friðarskjóls að loknu starfi dags og mæðu. Þarna
hafði hann talað við hina útvöldu postula sína og
þarna hafði hann verið stundum saman á bæn fyrii-
þeim, er taka mundu síðar trúna á hann fyrir þeirra
orð. Ó, hve minningin um þessar bænir var dýrmæt
fyrir Naómí. Þó að hún væri ung í trúnni, þá var
hún þó farin að þola ilt vegna hans, og hún hafði á-
stæðu til að vænta nýrra þrenginga í framtíðinni.
En hún vissi, að hún mátti tileinka sér þessi oro
Drottins til Péturs: „Eg hefi beðið fyrir þér, að trú
þín þrjóti ekki“. Hún huggaði sig við þessa fyrirbæn
og treysti því, að henni mundi veitast kraftur til að
taka upp sinn kross og fylgja lambi Guðs, hvaða
stigu sem það kynni að leiða hana.
Hún var svo sokkin niður í þessar alvarlegu, en
enganveginn niðurbeygjandi hugleiðingar, að hún
tók engan þátt í samræðunum sem spunnust milli
Þeófílusar og Kládíu, það sem eftir var vegarins til
Betaníu. Eins og eðlilegt var, þá töluðu þau um síð-
ustu æfidaga Drottins hér á jörðu og þeim var ekki
lokið, er þau bar að dyrunum á húsi Maríu.
Kládía settist á stól við rúm Maríu, er lá þar sjúk,
og mælti: „María, við höfum komið í garðinn á 01-
ífufjallinu; þú varst búin að lofa að fylgja mér og
Naómí þangað og segja mér frá síðustu dögum Jesú
frá Nazaret. Verið getur, að þér veitist eigi þróttur
til að fara til þess heilaga staðar. En viltu ekki segja
mér alt, sem þú manst frá því að segja, er frelsar-
inn kom síðast í þetta hús og frá öllum hinum sorg-
legu atburðum, sem gerðust á síðustu dögum hans“.
María svaraði: „Barnið mitt! Nú er það einka-
huggun mín og gleði að lifa í endurminningunni um
þá daga, þótt eg héldi þá, að hjarta mitt mundi
springa af sorg. Nú, er eg skal bráðlega fara héðan.
leitar sál mín huggunar í hugsuninni um það, að
Drottinn minn og frelsari hefir afmáð allar syndi1'
mínar með sinni heilögu pínu og dauða; annars
mundi eg hníga undir þeim. Eg hefi ekki gleymt
einu oi’ði af hinum dýrmætu orðum meistark míns
né nokkru augnatilliti hans. Ó, ásjóna hans var björt
eins og ljósið og raust hans færði þeim öllum frið
og fögnuð, sem elskuðu hann. Og þá varð sá dagur
að koma yfir mig, að eg heyrði hann hefja uþp raust
trúarbrögðum, kenna þá síðan í skól-
um og láta þá svo berast niður lil
fáfróðrar alþýðu. I þessari sögu voru
þessir útúrdúrar eða sérvizkulegu
skýringar á veldi og vélabrögðum
djöfuls og mannlegum ráðstöfunum
til að verjast þeim ófögnuði. Þetta
verður svo loks að svo magnaðri hjá-
trú, að hún má heita sannnefnd and-
leg þjóðarplága. (')ll skynsamleg guðs-
dýrkun verður að vikja fyrir þessari
heimsku. —
Ln sagan sýnir líka, hverju einbeitt
og vituileg varnaðarorð f;i til vegar
komið til að leiða fáráðar og auðtriia
manneskjur á rétta leið.
Bjargad úr einstigi lýsir því, hvern-
ig b'fið í ástamálum gat farið á þeim
tíma, er ástirnar voru í heiðnum
höndum, og foreldrar og framdur töldu
sig liafa allan rétt til að láta ástir
kvenna og karla fara og koma eftir
eigin vild. —
Það er konan í Skor, sem bjargar
manni sínurn og húskonunni þeirra
úr þessu voðalega einstigi, eða ógöng-
urn, sem þau voru rötuð í.
En þess verður jafnframt að gæta,
að það er Guð, sem fyrst bjargar
henni úr þvi einstigi, sem lnin sjálf
hafði ratað í út af falli liinna.
Enginn getur bjargað öðrum úr
andlegum ógöngum, nema Guð haíi
fyrst bjargað honum sjálfum og síðan
gert hann að verkfæri í hendi sinni
til að bjarga öðrum.
Þessi saga er lang veigamest af
þessum þremur sögum. og má heita
snildarverk.
Allar eru sögurnar af íslenzku bergi
brotnar, sönn og ótakanleg dæmi úr
þjóölífinu. Allar fara þær vel — hiö
góða ber sigurinn úr býtum. — Þær
eru enginn eymdaróður, eins og því
miður alt of oft er sunginn nú á
dögum í ritum hins nýja skáldakyns.
Frásagnahátturinn er þróttmikill osr
1 ö