Heimilisblaðið - 01.11.1927, Side 16
136
HEIMILISBL AÐ IÐ
sína í sálarangist og sá ásjónu hans blikna í dauðan-
um. En fyrst ætla eg, að segja yður frá hinum þungu
stundum, er á undan fóru.
Það var síðasta hvíldardagskvöldið fyrir páska, að
Jesús kom til okkar. Við höfðum ekki hugboð um,
hvað fram við hann mundi koma, áður en hin mikla
hátíð væri um garð gengin. En við sáum, að læri-
sveinar hans voru fullir sorgar og órósemi, og þeir
sög'ðu oss í trúnaði, hvað hann hefði sagt, að fyrir
sér lægi, og þá urðum vér líka hugdaprar. Drottinn
þá það Ijúflega, er vér buðum honum til kvöldverðar
hjá manni, sem honum var velviljaður; hét hann
Símon og átti heima í Betaníu og við Marta gengum
honum fyrir beina með gleði“.
„Og það var þá, að því er Judit hefir sagt mér,
sem þú smurðir fætur hans, og þerraðir þær með
hári þínu“, tók Naómí fram í, „og þá var það, sem
hann tók svo ástúðlega hollustu þinni og lofaði þig
fyrir það“. —
„Já, kæra Naómí. IJinn náðugi frelsari vor tók á
móti hinni lítilfjörlegu þjónustu, til þess að allir
vinir hans geti lært af því, að hann tekur ástúðlega
á móti lítilfjörlegustu fórn, sem honum er færð af
einlægu og þakklátu hjarta. Það var Júdas, svikar-
inn, sem ámælti mér, fyrir það að eg eyddi svona
smyrslunum, því að þau hefði mátt selja fyrir mik-
ið fé, er hefði mátt skifta meðal fátæklinga. En þá
þaggaði meistarinn niður í honum með þessum orð-
um: Lát hana í friði, hún er 'komin til að smyrja
mig til greftrunar.
Æ, þá skildum við, að ástæða var til að búast við
hinu versta; hinn elskaði meistari vor mundi innan
skamms fara frá okkur. Þá varð hver samverustund-
in því dýrmætari okkur öllum, sem eftir var.
Daginn eftir dvaldi hann hjá okkur, og er það
barst til Jórsala, að hann væri hérna, þá komu heilir
hópar af Gyðingum hingað til að sjá hann og bróð-
ur minn, sem Jesús hafði lífgað. Undir páskahátíð-
ina kom fjöldi Gyðinga til Jörsala að vanda úr öll-
um áttum; þar á meðal voru margir, sem aldrei
höfðu sjeð Jesúm, þó að fregnir hefðu borist af hon-
um um alt landið og þeir hefðu heyrt getið krafta-
verka hans.
Nú þráðu þeir að sjá með eigin augum, að Lazar-
us væri endurlífgaður. En hvað það gladdi okkur, að
bróðir okkar elskulegur, skyldi vera sem órækui
vitnisburður um guðdómsmátt Drottins vofs og
eðlilegur, neina ef vera skyldi í nátt-
úrulýsingum höfundarins. Þar virðist
mér honum nokkuð kippa í kyn hinna
yngri skálda. Þar er liann sízt hvers-
dagslegur og frumlegur. Annars þykir
mér orðfærið hið snjallasta, og víða
kennir þar ýmsra orða, sem vera
munu smíði höf. sjálfs og eru vel til
fundin. Eg las þessar »minningar«
hans með óblandinni ánægju. Og það
er hjartanleg ósk mín, að þær megi
berast inn á sem flest heimili; þess
er ekki sízt þörf nú á dögum, þar
sem unga fólkið okkar virðist hneigj-
ast um of að því, að gleyma fortíð
þjóðar sinnar. 1 fari hennar eru svo
mörg göfug og góð dæmi fólgin, að
með sönnu má segja:
»Þennan vér mætan eigum arf:
minningu fræga, fegurst dæmi,
svo niðjum liraustra í liuga kæmi
aö iirfa hug' og efla starf«.
B. ./.
Biblían.
Þess mun mig aldrei iðra, að eg
fyrir nokkrum árum ásetti mér að
lesa biblíuna að staðaldri. Það mun
engum undarlegt þykja, sem fletta
vilja upp tilgreindum ritningarstöðum.
Iíyrláta stund skulum vér nú athuga
fáeinar ástæður, sem í ritningunni
eru fyrir því færðar, að trúaður mað-
ur skyldi jafnan hugleiða orð Guðs.
1. Oss er boðið að kenna það og
tala. V. Mós. 6, 5—7. 1 Beröu rann-
sökuðu menn daglega ritningarnaf.
Post. 17, 11. Tímóteus pekti ritning-
arnar. II. Tím. 3, 15. Og Páll hvetur
hann til að halda sér stöduglega við
pað, sem hann hafði unnið. II. Tím.
3, 14.
2. Guð lætur þeim umbunað, er
hans leita. ITebr. 11, 6. Heilagar ritn-