Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1927, Side 17

Heimilisblaðið - 01.11.1927, Side 17
HEIMILISBLAÐIÐ 137 meistara. Stundin var nærri, er mannssonurinn skyldi gjörast dýrðlegur. Og daginn eftir sendi hann þrjá lærisveina til Jórsala til að sækja ösnufolann, er hann ætlaði að ríða á inn í borgina, svo að það rættist, sem um hann hafði verið spáð. Síðan reið hann ofan Olífufj allið og allur skarinn frá Betaníu fylgdi honum. Þá komu skararnir frá Jórsala á móti honum með pálmagreinar í höndum; fóru þeir úr yfirklæðum sínum og breiddu þau á veginn fyriv framan hann, og tóku undir fagnaðarópið: Hósíanna, Davíðs sonur, blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins, hósíanna í hæstum hæðum! 0, kæru börn! Það var dýrðleg sjón að sjá hann! Hjörtu okkar þrútnuðu af gleði; við gleymdum á- hyggjunni sáru, sem á okkur hafði legið. En er við sáum ásjónu hans, sem allir voru nú að hylla, þá var hann dapur í bragði; úr augum hans skein sorg og meðaumkvun með borginni fögru, er nú blasti við honum; hann vissi, að mælir synda hennar var nú bi'áðum barmafullur. Djúpri kyrð sló yfir alian hinn ótölulega manngrúa, því að Zíon-konungurinn hóf upp raust sínao g meðaumkvunartárin féllu af aug- um hans. Mælti hann þá hin ægilegu spádómsorð, sem bráðlega munu rætast: „Ef einnig þú hefðir á þessum degi vitað, hvað til friðar heyrir! en nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig, að óvinir þín- ir munu gjöra hervirki um þig og setjast um þig og þröngva þér á alla vegu; og þeir munu leggja þig að velli og börn þín, sem í þér eru, og ekki skilja eft- ir stein yfir steini í þér, vegna þess þú þektir ekki þinn vitjunartíma“. „Kæru börn“, sagði María síðan með titrandi; röddu; „eg mun ekki lifa þá hörmungardaga, því að eg finn, að æfi mín er á þrotum; en þið megið búast við, að refsidómur Guðs gangi yfir þessa guðlausu borg, og hefir hún notið náðar fremur öllum öðrum borgum. Drottinn frelsi ykkur frá að taka þátt í þeirri refsingu, eins og hún hefir varðveitt ykkur frá að taka þátt í sekt hennar. Naómí, elskaða barn- ið mitt í Drotni, eg veit, að þú er einráðin í að vera hjá foreldrum þínum, og eg held, að það sé að vilja Guðs. Þess vegna veit eg þá líka, að hvað sem að hendi kemur, þá munu augu Drottins vaka yfir þér og höndin hans leiða þig, unz hann leiðir þig að lok- um heim í ríki sitt, í eilífan frið og fögnuð“. ingar veita speki til sáluhjálpar. II. Tím. 3, 15. Orð Guðs er óhjákvæmi- legasti áttavitinn. Sálm. 119, 105. Orð Guðs er ritað oss til uppfræðing- ar, til þess að vér hóldum von vorri fyrir huggun þess. Róm. 15, 4. Mað- urinn lifir af sérhverju orði, sem fram gengur af munni Guðs, sagði Jesús. Matt. 4, 4. 3. Orð Drottins er lýtalaust (Sálm. 19, 11) og skal því engu auka við né heldur draga nokkuð frá. V. Mós. 4, 2. Það hverfur ekki aftur við svo búið, heldur ber það undursamlega ávexti, eins og gott sæði í góðri jörö. Jes. 55, 6—13. Orð Drottins varir að eilífu. Og þetta er orð fagnaðarerind- isins, er yður heíir verið boðaö. I. Pét- ursbréf 1, 25. Leikmadur. ----—--------- Hyernig ætli pað fari. Viggó var einkasonur jústizráðsins. Hann átti að verða hermaður. En svo veiktist hann snögglega, og allir héldu að hann mundi deyja. »Hvernig ætli það fariV« mælti faðir hans, er hann stóö við sóttar- sæng drengsins síns. Drengurinn hristi höfuðið og svar- aði engu. En — veiztu hvernig fórV Móöirin bað af hjarta fyrir litla drengnum sínurri; henni fanst hún hefði aldrei beðið fyr. Og löngu eftir það, er Viggó litla var batnað, þá hélt nióðir- in áfram að biðja og þakka Drotni. — Þannig fór í það skiftið. »IIvernig ætli það fari«, æpti jústiz- ráðið í bræði sinni. »Tvisvar hefir þú ekki kunnað það, sem þú áttir að reikna, Viggó! Mundu það þó, að þú fer bráöum að verða stór. Þú mátt

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.