Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1927, Page 18

Heimilisblaðið - 01.11.1927, Page 18
138 HEIMILISBLAÐIÐ Nú þagnaði María. Gráturinn kæfði rödd hennar og sorgin bar veiku kraftana hennar ofurliði. Þeófílus bað hana að tala ekki meira þann daginn, og lofaði að koma með ungu stúlkurnar aftur daginn eftir, til þess að þær gætu heyrt það sem eftir væri af sögunni. En María vildi ekki heyra það. „Hvernig gæti eg varið betur mínum fáu ólifuðu dögum og veiku kröftum, en að segja ykkur alt sem hann hefir gjört mér og ykkur til hjálpræðis og líka hinum hugsunarlausa, iðrunarlausa múg, sem ekki vill vita, hvað til friðar heyrir og breytir innan skamms fagnaðarópinu: „Hósíanna!“ í „Ivrossfestu, krossfestu hann!“. Ó, að Zííón-börn hefðu heilsað konungi sínum af fullum trúnaði, hefðu gjört iðrun, sitjandi í sekk og ösku, eins og þeir í Níneve; þá mundi dóminum enn hafa verið afstýrt og þeir fundið líkn. En þeir hertu hjörtu sín og líflétu hinn heilaga og réttláta. Og borgin, sem var vottur að dauða hans, verður að kenna á reiði hans. Daginn, sem Drottinn reið inn í Jórsali, dvaldi hann lengi í musterinu, kendi fólkinu og prédikaði; en um kvöldið hvarf hann aftur tii okkar með postulum sínum. Morguninn eftir fór hann aftur upp í musterið og rak þá alla út, sem vanhelguðu hús föðurins með því að selja og kaupa í forgarðinum. Þetta djarfræði hans og það að alt fólkið var á hans bandi, tendraði reiði æðstu prestanna og öldunganna. Og þessir prestar hefðu átt að laða lýðinn til hans, en nú voru þeir að ráðgast um, hvernig þeir fengju tekið hann af lífi. Enginn þorði þó að leggja hendur á hann, því að allur lýðurinn hneig að honum. Og á því sama kvöldi gekk hann aftur óhindraður til Betaníu. En á næsta kvöldi var það, að Júdas fór til æðstu prestanna og bauð þeim að koma Jesú í hendur þein'a. Frelsarinn vissi auðvitað vel, hvað var að gjörast; en þrátt fyrir það fór hann ekki huldu höfði til borg- arinnar, heldur neytti hann þar kvöldmáltíðarinnar með postulum sínum og leyfði jafnvel Júdasi að vera með, sem þá var búinn að svíkja hann. Þá stofnaði hann hina heilögu kvöldmáltíð, kær- leiksmáltíðina, sem allir vinir hans eiga að halda til minningar um hann til enda veraldar“. „Þið bæði“, sagði María og sneri sér að Þeófílusi og Naómí, „hafið nú þegar neytt þeirrar máltíðar og okkar kæra Kládía fær bráðum að neyta hennar líka, ekki halda, að það fari vel með þessu lagi«. Yiggó átti að verða sveitarforingi í herliðinu, og þá þarf maður auð- vitað að vera vel fær í reikningi. En það, sem menn vissu ekki þá, var það, að Viggó var alls ekki hæfur til að verða sveitarforingi; það var ger- samlega andstætt hinni lingerðu og viðkvæmu lund lians. Aldrei hefði hann orðið ánægður í þeirri stöðu. En það sáu menn ekki þá; sveitar- foringi átti hann að verða, það var nú einu sinni afráðið, og því var það, að faðir lians sagði þetta í gremju: »Hvernig ætli það fari?« þegar hann sá, hve lakan vitnisburð sonur hans fékk í stærðfræðinni. En veiztu hvernig fór? Viggó fékk aldrei numið reikning, og þá var af- ráðið að láta hann ganga aðra götu. Það var nú reyndar þungt, þótti foreldrunum, að þau skyldu þurfa að hætta við hið fyrra áform sitt með hann. Þau sáu það fyrst eftir á, að Viggó liafði enga hæfileika til að vera hermaður. — Þannig fór það í það skiftið. Nú liðu nokkur ár. Viggó var orð- inn stúdent. Nú fanst honum fyrst heimurinn opnast fyrir sér í allri sinni dýrð. En sá ógna auður, sein nú blasti við honum; aldrei liafði hann séð annað eins. En það sukk og svall, gleði og gaman, sem honum kom nú fyrir sjónir smám saman! En hann lenti þá líka inn á milli hættulegra skerja, fagurra freistinga, laðaiuli, töfrandi ginninga. Og Viggó stóð ekki á móti þeim. Hann lifði lífi sínu frjáls og flögr- andi. Hann gleymdi störfum sínuin og var á leiðinni með að gleyma meiru — gleyina bænum móður sinnar og æskudygðum sínum. En þá liljómaði fyrir eyrum hon-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.