Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1928, Page 14

Heimilisblaðið - 01.07.1928, Page 14
88 HEIMILISBLAÐIÐ fílusar, til að eyða þeim hörmulegu áhrifum, sem bréfið hennar hefði hlotið að hafa á hann. Það var Naómí ein, sem var líkleg til að mega sín svo mikils við Javan, að hún fengi aðgöngu, og þá gat hún um leið flutt Þeófílusi blessun foreldra hans og hjartans þakkir fyrir sonarkærleik hans og þá bæn þeirra og Kládíu, að hann yrði trúr alt til dauðans. Naómí hitti nú Javan hjá föður sínum í forsaln- um. Bað hún hann þegar að leyfa sér aðgöngu. Hann spurði, hví hún-vildi hitta hann. Naómí sagði eins og var, með hinni mestu ró. En Javan tók beiðni hennar þverlega og kvað þau mundu öll iðrast heimsku hans og þvermóðsku. Og nú ætlaði hún loks að stæla hann upp í því. Hann kveðst hafa vilj- að þyrma lífi hans, ef hann hefði getað, en það væri engin leið að koma vitinu fyrir hann og ganga að þeim kostum, sem hann vildi setja. Zadók tók í sama strenginn og tár hrutu af augum hans. En Naómí bað Javan svo átakanlega um aðgöngu- leyfi, að hann lét loks undan. En það verður þú að vinna mér eið að, að þú hjálpir honum ekki til að flýja, því að dauða verður er hann, en gjarna vil eg gera síðustu stundir hans léttbærar“, sagði Javan. Naómí svaraði glaðlega: „Eg hefi sannlega ekki annað í huga, en að flytja honum orð frá ástvinum hans; Guð gefi, að þeir geti komist sjálfir til fundav við hann“. Javan svaraði, að það væri beint á móti skipun ráðsins, að hann leyfði henni sjálfri aðgöngu, lengra færi hann ekki. Þeim væri heldur ekki hættulaust að fara til hans, og hún yrði að hraða sér, ef hún ætlaði að fara það kvöld, hliðunum yrði lokað aö stundu liðinni og' eigi opnuð fyr en um sólarupprás". Javan fékk henni síðan skriflegt aðgönguleyfi. Naómí vildi láta hrygga vini sína vita, hvað sér hefði orðið ágengt, en Zadók kallaði til hennar og sagði: „Hérna, barnið mitt, færðu Kládíu þetta bréf aftur, og segðu henni að Þeófílus hefði skrifað henni aftur ef honum hefði verið leyft. Hann bað mig að full- vissa hana um, að hann elskaði hana sem áður, og bera henni síðustu blessunarkveðju sína, og að hann mundi biðja um frelsi sálar hennar til síðasta and- artaks. Hann sagði margt fleira, sem eg ekki get sagt þér. En nú fær þú sjálf að sjá hann; Guð gefi að núverandi ástand hans megi verða þér að varn- aði og aftra þér frá að verða jafn þverúðug og hann. Æ, barnið mitt, skyldu þá sömu forlögin liggja fyrir er hinn svo nefndi »stórmógúll«, er talinn er fegurstur allra demanta í heimi. Að sögn hefir liann selt marga af girnsteinum sínum, síðan liann kom til Parísar, eða gefið þá vinum og kunningjum; líkist hann að því leyti Mozaffer-ed-Din, hinum fræga afa sín- um; kom hann til Parísar fyrir hér um bil 20 úrum, og varð þá einkar hugfanginn af því, hve hinir mörgu vinir hans dáðust mikið að demöntun- um hans. »Reyndu einn af þessum hérna«, varð honum oft að orði og fékk þá hlutaðeiganda einhvern af sínuin afardýru, glóandi demöntum. Heimsins stærsta ljósauglýsing er í New York. Hún er meira en 200 fet á lengd, og jafnhá og fiinmlyft liús, og 19 þúsund raf- magnslampar lýsa hana upp. Pessi auglýsing er auðvitað á Broadway — stóra hvíta veginum. Á þeirri götu eru tendraðir um miljón rafmagns- lampa til að lýsa upp hverskonar auglýsingar. Prátt fyrir öll hin mörgu leikhús í þessari borg eru þau þó hin sjöundu í röðinni, sem auglýsa ineð þessum hætti. Mikill liluti þessara auglýsingaspjalda auglýsa allskonar vörnr, og það eru eigi færri en 50 kirkjur í þessari borg, sem auglýsa með þessum hætti; eru það oft stórir krossar, sem bera við myrkan himin- inn. Miklar eru þær upphæðir, sem greiddar eru fyrir ljósauglýsingar í Broadway. Eitt félag borgar t. d. 2 miljónir króna á ári. Gjalddagi blaðsins var í júní. Útgefandi: Jón Helgason, prentari. Prentsmiðja Ljósberans.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.