Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.08.1928, Blaðsíða 6
92 HEIMILISBLAÐIÐ »Pctta er brjóstumkennanlegur aumingk, sagði biblíukonan. Kristniboðskonan laut nú niður að mann- inum og hrópaði til lians með skýrum rómi á kínversku: »Bróðir, Guð sér aumur á pér, Guð elskar pig«- Pá lauk hann upp hálfbrostnum augunum snöggvast, en lokaði peim samstundis aftur. Kristniboðskonan útvegaði sér pá heitt vatn og sápu í húsi kennarans, til að pvo sér um hendurnar, af pví að hún hafði tekið á honum kláðugum. Að pví búnu héldu kon- urnar áfram til samkomunnar. Pegar pær komu til baka með fljótabátn- um, eða ferjunni, sem átti að flytja pær aft- ur heim til sín, pá varð peim gengið um sömu götuna; veslings maðurinn lá par enn og var pá liðið lík. Nú er lýðveldi í Kína og frainfarir miklar; en prátt fyrir pað var par enginn maður, sem bæri skylda til að taka að sér mann, er fá- tækur væri og dauðsjúkur — ekki einn. Svona er heiðnin — eins nú á tímum sem í fyrri daga. Enginn hjálpar. Konfúsíus segir að sönnu, að ein af premur aðaldygðum manna sé pað, að i>vilja öllum vel«. En reynslan sýnir, að pað eru fögur orð innantóm. Hann vildi gera gott, en gat pað ekki, pví að hann vantaði kraftinn að ofan — kœrleika Krists, kærleikann sem knýr. ---------------- »Gamli stíll.« Svo nefnist hið forna, óendurbætta tímabil sem kent er við Júlíus Cæsar hinn nafnkunna rómverska hershöfðingja. Stjarnfræðingur sá, er pað tímabil setti taldi vera 365 daga og fjórðung dags í hverju ári. — En með pví móti verður hvert ár rúmum tug mínútna of langt. Þessi skekkja var leiðrétt að tilhlutun róm- versku kirkjunnar á 16. öld (1583) með pví að skipa svo fyrir að fella skuli úr einn sól- arhring við liver aldamót, pegar aldatölunni sé skift með 4, t. d. 1600, 2000 o. s. frv. Petta endurbætta tímabil var nefnt hinn nýi stíll. Ekki var pað tekið í löndum mót- mælenda fyr en síðar, og eigi allstaðar jafn- snemma. Á Englandi var nýi stíll tekinn upp 1752, í Danmörku og hér á landi um 1700. Margir Englendingar urðu fokvondir, er pessi nýbreytni var fyrirskipuð par. Peim pótti líf sitt vera stytt með pessu að parflausu, og margir dagar liafðir af sér, par sem peir legðust til hvíldar að kvöldi hinn 2. septem- ber en vöknuðu aftur að inorgni 14. í stað pess að vakna að morgni hins 3. Yoru marg- ir fundir haldnir út uin landið, til að mót- inæla pessu háttalagi, pví að Englendingar eru fastheldnir á venjum sínum. En ekki leið pó á löngu að alpýða manna sætti sig við nýja tímabilið. liússar eða grísk kapólska kirkjan liéldu trygð við gamla stílinn og eru orðnir 12 dög- um á eftir. Margir llússar liafa pó viljað taka upp nýja stílinn, til pess að geta orðið í pví efni samferða öðrum pjóðum hér í álfu. En peir eru hræddir við að pað muni vekja gremju hjá ramfastri alpýðu, ef úr væru feld- ir 12 dagar í einum svip. Hafa pví sumir lagt pað til, að úr væri feldur hlaupársdagurinn á 48 árum, pví að pá yrði almenningur lítið var við breytinguna. En alt mun pó enn sitja í gömlu skorðun- um hjá peim, pótt annað liafi umhverfst í pví landi. Só ilt að skera ost, sakir pess að hann er mjúkur, pá skaltu bregða silkipappír eða punnum pergament-pappír um hnífsblaðið og skerðu svo ostinn. Yerða pá sneiðarnar svo laglegar, að pú furðar pig á. Blek af syörtum dúki má nudda af með blöndu af köldu kaffi og brennivíni. Þegar pað er orðið purt, pá er bletturinn horfinn.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.