Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 8
118 HEIMILISBLAÐIÐ „Er það óttinn einn og’ óbeitin, sem eg vek hjá öðrum og jafnvel hjá börnunum?“ hugsaði Javan, laut vingjarnlega niður að Davíð og spurði í hljóði; „Af hverju ertu hræddur við mig?“ „Af því að hún mamma segir, að þú hafir deitt veslings Þeófílus“, svaraði Davíð með titrandi rómi. Javan varð niðurlútur og skuggalegur á brúnina. „Hann heldur þá, að eg sé morðingi“, tautaði hann, „en þetta verður að taka enda“. Javan heilsaði nú móður sinni og Naórní, en þó að þær tækju hlýlega kveðju hans, þá var auðfundið, að fulla einlægni vantaði. Javan víkur þá systur sinni á einmæli og talar lengi við hana. Ekki vissu foreldrar hans, hvað þau töluðu, nema hvað þau heyrðu síðustu tilsvörin: Javan mælti: „í sex mánuði, Naórní, mundu það, að þú hefir heitið mér því“. „Eg skal efna það Ja- van“, svaraði hún, „þó að þú hafir sett mér harða raun“. En öll furðaði þau á, hve mjög glaðnaði yfir svip þeirra systkina og við kvöldverðarborðið urðu ó- venju fjörugar samræður, því að Naómí, sem var líf og gleði heimilisins, var nú búin að ná aftur sinni fyrri lífsgleði að nokkru leyti; foreldrar hennar sáu það og glöddust, þótt eigi vissu þau, hvernig á þvi stóð. — Títus færðist nær hægt og hægt og ,setti herbúðir sínar í dalnum undir Sáls.-fjalli, hér um bil 5 kíló- metra frá Jórsölum. Marcellus var í hárri virðingu hjá Títusi eins og faðir hans og hafði sagt Títusi frá ástamálum sín- um. Títus leyfði honum þá að freista þess, hvort hann gæti eigi komið bréfi til Naómí, bæði frá hon- um sjálfum og systur hans. Þetta var hin mesta hættuför og fór faðir hans með honum upp í Jósa- fatsdal og beið sonar síns þar, meðan hann freist- aði hamingjunnar með bréfið. Með snarræði sínu tókst Marcellusi að komast inn fyrir hliðið, afhenda bréfið og drjúgan gullsjóð með, þeim er dyranna gætti; hét hann að koma hvorutveggja til skila til Naómí; en er Marcellus var farinn, stakk hann gull- inu í sinn vasa, því að fégræðgi Gyðinga var þá meiri en svo, að þeir skiluðu nokkrum eyri, sem þeim var fenginn í hendur, þó embættismenn væru; en bréfið kornst til skila. Naónrí las bæði bréfin. Marcellus lagði að henni í sínu bréfi að flýja borgina sem skjótast, því að Tít- kennara. Þar dvaldi eg yíir nóttina, var hjá póstafgreiðslumanni og kaup- manni Arngrírni Bjarnasyni. Daginn eftir fylgdi Kristján ínér inn á ísa- fjörð; hann var að finna þar vin sinn, fyrrum sóknarprest sinn séra Sigurgeir Sigurðsson. Yeður var hið versta, rok og rigning; er þá ekki skemtilegt að vera á ferð inilli Bolungavíkur og Isafjarðar. Þar eru hengitlug víða og grjóthrun mikið niður, en æðandi briinið fyrir neðan. Yið lvristján fól- uin okkur vernd Drottins, og stein- arnir, sem stundum komu ofan úr hengjunmn, fóru fyrir framan okkur eða aftan. En slæmt hefði verjð að verða fyrir grjótskriðunum, sem sum- staðar voru nýfallnar yfir veginn. Mér þótti vænt um að hitta Krist- ján. Eg vissi það fyrirfram, að eg mundi liafa blessun af því. Hann er innilega trúaður inaðiir og mjög þrosk- aður í trú sinni; hún ef þó svo ein- föld og barnsleg. Þó geri eg ráð fyrir að liann sé misskilinn af mörg- um. Höimilisblaðið og Ljósberinn eiga tryggan vin í Bolungavík, þar sem Kristján er. Þegar við Kristján komum inn til Ísafjarðar, vorum við gegnvotir. Koni mér þá vel að víkja að heimili Magn- úsar, því þar var eg eins og heima hjá mér. Heimilið er framúrskarandi skemtilegt. Alt er þetta fólk næmt fyrir söng og hljóðfæraslætti, börnin ekki síður en foreldrarnir, eiga ekki heldur langt að sækja slíkt, því kona Magnúsar er systir Jónasar Tómas- sonar tónskálds og bóksala á ísaiirði. Þar var hljómfagurt liarmonium og stórt pianó, sem ein af dætrum Magn- úsar átti. Hún hafði sjálf unnið sér inn fé fyrir þessu fallega hljóðfæri; en hún hafði aldrei reykt sígarettur. Yndislegt þótti mér á kvöldin að hlusta á samstiltan hljóðfæraslátt og söng.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.