Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.10.1928, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 123 um krossfesta á sama hátt og þú vilt; eg get ekki lagt á hann allar syndir mínar, í fullu trausti til þess, að hann muni fyrirgefa mér, því að trú mín er svo fjarska veik. Ó, að eg mætti öðlast fulla vissu um, að hann sé í sannleika sá Messías, sem eg hefi lengi þráð“. „Ástkæra móðir“, svaraði Naómi og kraup við hlið henni, „eg þakka vorum himneska föður fyrir þau orð, er eg hefi nú heyrt þig mæla, því að nú er heilagur andi farinn að vinna sitt verk í sálu þinni og' mun fullkomna það alt til síns dags, styrkja trú þína og veita þér frið og traust“. I þessum anda töluðu þær saman mæðgurnar. Og síðast hétu þær hvor annari fyrirbæn. Salóme játaði einlæglega trú sína á Krist fyrir dóttur sinni. Því næst töluðu þær saman um Javan og Þeófílus. Salóme skildi eigi, hversvegna hann hefði eigi gefið Þeófílusi líf, þar sem það var þó á hans valdi, fyrst honum hefði fundizt til um hugrekki hans og stað- festu og iðraðist harðýðgi sinnar við hann. ,,Æ, móðir ástkæra, það var dramb hans og trúar- ofsi, sem meinaði honum að gera það opinberlega; en tala þú við hann sjálf um það mál og fá þú hann til að trúa þér fyrir því, sem honum býr í brjósti; þá muntu dæma hann vægara og hjartanlega kenna í brjósti um hann“. En í þeim sömu svifum var Javan þar kominn. Eaðir hans hafði sagt honum að móðir hans væri hættulega sjúk og mundi deyja. Javan brá mjög við það, því að móður sinni unni hann, sakir ljúf- iyndis hennar; en þótt hann hefði séð, að hún væri sárþjáð, þá hugði hann, að líf hennar væri ekki í hættu. Javan spurði, hvað rabbi Jóazar, heimilis- læknir þeirra, vinur og ráðgjafi, segði um heilsu hennar, hvort hann hygði henni ekki líf. En Zadók sagði, að alt hefði verið gert, sem unt var henni til hjálpar, en heilsa hennar væri svo veik, að hún hefði eigi þolað harma þá og angist, sem síðustu atburðir hefðu bakað henni, og drægi það hana hægt og hægt til dauða, þó að hann vonaði, að hún kynni enn að lifa um stund. Samvizka Javans vaknaði við þetta. Hann fann, að það var grimd hans við Þeófílus og harðúð hans við Naómi, sem lagst hafði svona þungt á viðkvæma móðurhjartað, og veiku kraftarnir hennar gátu ekki borið það. starfinu miðað vel áfram. Auðvitað hefir minna orðið ágengt í Kína en venjulega, sakir óeirðanna par og hörmunga, sem af þeim leiðir. í Natal og Zululandi eru 13 kristni- boðsstöðva-umdæmi. Þar voru 1312 heiðingjar skírðir á árinu, og í árs- byrjun g'engu !)45 til spurninga í kristnum fræðum. Þar voru 143 söfn- uðir með 13,937 kristnum og 114 skólum með 3603 lærisveinum, 12 þar- lendir prestar, 114 farandprédikarar og 18 kristniboðar að starfi. Á Vestur Madagaskar voru skírðir 1032 í 8 stöðvarumdæmum, söfnuðir 191, með 9010 kristnum, 135 sunnu- dagaskólar, með 3658 nemendum, 23 þarlendir prestar, 187 farandprédik- arar og 10 kristniboðar að starfi. í upplendi og á austurströnd Mada- gaskar voru skírðir 5727, til spurn- inga gengu 3425. Þar voru 24 aðal- stöðvar með 946 söfnuðum og 96,535 kristnuðum, 896 sunnudagaskólar með 24,347 nemendum, og 85 barnaskólar með 5651 nemanda. Tala fermdra var 2224 og kirkjusækjenda 44,050, 117 þarlendir prestar, 935 farandprédik- arar og 49 kristniboðar að starfi. A kristniboðsspítalann í Antisirabe komu 8442 sjúklingar alls til vistar og læknishjálpar. I mörgum héruðúm komu upp drepsóttir. 1 Hunan í Kína eru 7 stöðvar. — Skírðir voru 172 á árinu og 414 gengu til spurninga í árslokin. í 77 söfnuð- um voru 8207 kristnir; 14 þarlendir prestar, 85 farandprédikarar og 33 kristniboðar voru að starfi. Um 18,000 komu á sjúkrahúsin og lækningastof- urnar. í Camerun í Sudan eru 2 stöðvar stofnaðar: í Tibati og Ngaoundere, en þar er kristniboðið á byrjunarstigi. Þar eru fáeinir þarlendir starfsmenn og 4 kristniboðar. -------------

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.