Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1931, Qupperneq 9

Heimilisblaðið - 01.09.1931, Qupperneq 9
HEIMILISBLAÐIÐ 149 Belmont fann að hjartað sló óvanalega j' brjósti sér. - Hvað var að gerast.'' " Elskaði hann þá konu, sem hvíldi við krjóst hans? — Ö, hvílík fjarstæða — hér v°fði dauðans sigð yfir höfðum þeirra — °S þó svo væri ekki, þá var hann ófriðhelg- Ur afbrotamaður — sakaður ;um morð — ^vílík fjarstæða! Hugsanir komu og hugsanir fóru, á með- an hann var að hagræða Elsu, en eitt var víst, hann sjálfur skildi ekkert í því, sem ' huga hans bærðist. — Svo fór hann að ^ugsa um Giles; hann vissi að hann var í hsettu staddur frammi á klettabrúninni, en gínandi djúpið fyrir neðan. Hann sneri sér við og kallaði til hans, en hann heyrði ekkert, og raunar var það ekki heldur ‘■auðsynlegt, því að Giles var orðið það Ijóst í hvaða hættu hann var staddur. Nú dundi óveðrið og þrumur og elding- ar geisuðu yfir eyjuna. Hættan mesta var sú, að stórir steinar losnuðu ofar í klett- l!I>um og þá væru þau í hættu stödd. Bel- Uuont gerði því allt hvað hann gat til þess af' verja Elsu fyrir þeirri hættu, og vafði hana svo fast upp að sér sem hann gat. Höfuð hennar hvíldi á öxl hans og hann fann andardrátt hennar leika um kinn s'na. Nú var honum það fyrst ljóst, sem hann áður hafði ekki gert sér glögga grein fyrir — hann elskaði þessa stúlku, sem nú hvíldi í örmum hans. Hún hafði megnustu ^heit á honum, sem full ástæða var til, °hótamanninum — morðingjanum, þótt hún nú í da.uðans ofboði hefði leitað at_ hvarfs hjá honum. Hann fann nú, að hann vildi leggja líf sitt í sölurnar fyrir hana. Hann óskaði þess nú helzt, að björgin hvyndu saman yfir höfðum þeirra og' úyggju þeim þarna sameiginlega gröf, þar Sem hún hvíldi í örmum hans og heitur andardráttur hennar lék sem þýður vor- 'dser um kinn hans. Hversu lengi hið ægilega þrumuveður Varaði, var Belmont eigi ljóst — tímarn- lr urðu honum að mínútum, en allt í einu rofaði til, þrumur og eldingar fóru smá- þverrandi, og á þessum slóðum hverfa óveðrin eins fljótt og þau koma, verða því snögg umskifti skins og skúra. Og smám- saman fór að birta. Unga stúlkan var meðvitundarlaps, en hann vafði hana áfram í örmum sér. Allt í einu sá hann hvar Giles kom reikandi og hann varð hans ekki var, fyr en hann var kominn fast að honum. Belmont leit á Giles og las í augnaráði hans heift og hatur. Honum fannst sem Giles væri þess albúinn að vega að sér. Giles greip með annari hendi í öxl Bel- monts, en með annari hendi reiddi hann til höggs. Nú vaknaði Belmont fyrst af draumi og sá þá að ungfrú Elsa Ventor hvíldi í faðmi hans — núverandi unnusta og tilvonandi kona Giles. Giles hélt hnefanum reiddum, en hann þorði ekki að láta höggið ríða, því að hann var hræddur við Belmont, þótt hann í af- brýðisæði sínu hefði sagt honum stríð á hendur. Belmont lagði Elsu rólega niður í gras- ið og gaf síðan Giles alvarlegt olnbogaskot, svo að hann hrökklaðist til hliðar. Síðan gekk hann í hægðum sínum niður á kletta- brúnina og skyggndist um. Nú var skonn- eratan horfin. Hafrót var mikið og öld- urnar æddu hvítfyssandi upp að klettun- um og skullu að með miklum brimgný. Honum flaug í hug, hvort skonnertan mundi ekki hafa nað landi, en brotnað við klettana og ræningjarnir farist, og' þá lá við að hann fyndi, þrátt fyrir allt, til með- aumkvunar með þeim. Meðan hann stóð þarna í þessum hug- leiðingum, birti alveg upp, sólin skein aft- ur í heiði og þokan hvarf, þrumur og' eld- ingar fjarlægðust. XIII. Hönd yðar, herra Belmont. Belmont varð það ljóst, að eftir þá at- burði, sem nú er frá skýrt, breyttist af-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.