Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1931, Síða 14

Heimilisblaðið - 01.09.1931, Síða 14
154 HEIMILISBL AÐIÐ eins og þau voru. Hann sparaði saman fé; það mundi hann ekki gera í Shanghai. Par að auki hafði það sína kosti að vera í litl- um bæ fremur en stórborg. Hér var hann voldugasti maður bæjarins; jafnvel ræðis- maðurinn leitaði ráða til hans. Ilann brosti þegar hann var í þessum hugleiðingum, því að hann var í mjög góðu skapi, er hann gekk heimleiðis frá skrifstofunni; árdeg'isverð hafði hann snætt hjá ræðis- manninum, en þar hafði verið rausnar- lega á borð borið, bæði matur og marg- vísleg vínföng. Hið góða skap hans varð þess valdandi, að hann gekk heim frá skrifstofunni, en það var annars ekki venja hans. Þjónarnir gengu á eftir hon- um, í hæfilegri fjarlægð, með burðarstól- inn, ef ske kynni að hann yrði þreyttur. En honum var nautn að göngunni, því að veðrið var ágætt og hann var léttur í skapi. Hann nam staðar, þegar hann kom að kirkjugarðinum. Hann hafði sjálfur ver- ið einn þeirra, sem valdi kirkjugarðsstæð- ið, og garðurinn var á fallegum stað og vel hirtur. Hann gekk inn um hliðið, leit á grafreitina; þeir voru smekklegir, vel hirtir og hvergi var neitt illgresi að sjá. Um leið og hann gekk fram hjá, las hann nöfnin á grafreitunum. Þarna hvíldu tveir trúboðar ásamt konum sínum og börnum, sem myrt höfðu verið í boxara-uppreisn- inni; það var leiðinlegur atburður. Hann ]-:om að krossi, þar sem kunningi hans hvíldi undir, Edward Miiloch; hann var ágætis náungi, en drakk sig í hel, vesl- ingurinn, aðeins tuttugu og fimm ára. Líkt hafði farið fyrir fleirum. Það voru ýmsir krossar með nafni og ártölum, sem sýndu tuttugu til þrjátíu ára dánardægur þeirra er þar hvíldu. Það var gamla sag- an. Menn komu til Kína. Þeir höfðu aldrei haft jafn mikið fé milli handa, voru góð- ir félagar og veittu hvor öðrum óspart viský, og svo ehdaði það hér. Að vísu var þetta döpur tilhugsun, en Reynold gat eigi að sér gert að brosa, er hann hugsaði til þess, hve marga at þessum ungu mönnum hann hafði »drukk' ið undir borðið«. Þegar hann hugsaði uni alla þessa framliðnu félaga, fyltist hjarta hans fagnaðarkend. Hann hafði leikið á þá alla — þeir voru dánir, en hann naut lífsins. Þegar hann vék inn á hliðarveg, koffl hann auga á tvo verkamenn, sem voru ao taka gröf. Hann nam staðar undr- andi, því að hann hafði ekki heyrt, að nokkur maður væri dáinn meðal Englend- inga þar í bænum. »Hverjum ætlið þið að hola þarna nið- ur?« sagði hann hálf hátt. Verkamennirn- ir litu ekki við;' gröfin var orðin djúp og þeir héldu áfrarp að fleygja moldinni upp á barminn. Jafnvel þótt hann hefði verið þetta lengi í Kína, skildi hann ekki kínversku. Það var ekki nauðsynlegt fyrir Englend- inga að læra það hrafnamál. Hann spurði verkamennina á ensku, fyrir hvern grof- in væri tekin, en þeir svöruðu á kín" versku, sem hann ekki skildi, og hann skammaði þá fyrir fáfræði og heimsku. Hann vissi að htla dóttir hans Broor- nes hafði verið veik. Ef til vill var hún dáin. Hann hefði hlotið að frétta það- Auk þess var þetta ekki barnsgröf, held- ur fyrir fullorðinn mann. Þetta var óvið- feldið! Reynold óskaði að hann hefði geng'- ið einhverja aðra götu. Góða skapið hans var farið út um þúfur, og hann flýtti sér út úr kirkjugarðinum og settist í burðar- stól sinn. Þegar er hann var kominn inn í skrii' stofu sína, hringdi hann á þjóninn. »Heyrðu, Pétur, hver er dáinn?« sagði hann. Pétur hafði ekkert um það heyrt. Reynolds kallaði á einn af. hinurn kín'

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.