Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1915, Page 8

Heimilisblaðið - 01.10.1915, Page 8
87 HEIMILISBLAÐIÐ „Hann hefir að minsta kosti ekki verið opn- aður“, sagði Wulf er hann skoðaði innsiglin, er voru óbrotin, en Sir Andrew endurtók aðeins: „Opnið, og verið skjótir. Hérna Godvin, taktu lykilinn, og opnaðu því hönd mín titrar af kulda“. Læsingin opnaðist brátt, og þegar búið var að brjóta innsiglin var lokið opnað, fyltist her- bergið með sætum ilm. I kassanum lá dúkur af isaumuðu silki, og ofan á honum saman vafið bókfell. Sir Andrew sleit silkibandið og braut inn- siglið, og opnaði bókfellið sem skrifað var með óþekkjanlegu letri. Þar innan í var annað bókfell óinnsiglað, skrifað með æfðri hendi. Það var ritað á frönsku og hljóðaði yfirskriftin á þessa leið: „Þýðing á meðfylgjandi bréfi, ef vera kynni að riddarinn, Sir Andrew, hefir gleymt arabisku, eða ef Rósamunda dóttir hans hefir ekki lært það roál“. Sir Andrew skoðaði bæði bréfin ogsagðisvo: „Nei, ég hefi ekki gleymt arabisku, sem ég talaði altaf við konuna rnína meðan hún lifði, en hún kendi hana aftur dóttur okkar, en birt- an er slæm, og verð ég því að biðja þig, God- win, að lesa mér það á frönsku, svo getum við borið þau saman síðar“. I sama bili kom Rósamunda út úr herbergi sinu, en þegar hún sá, hvað þeir höfðust að, sagði hún: „Máske þú viljir að ég fari aftur, pabbi?“ „Nei barnið mitt, vertu kyr, fyrst þú komst. Eg býst við að þetta mál snerti þig ekki síður en mig. Lestu svo áfram Godvin“. Godvin las framvegis: „í nafni hins miskunnsama og réttláta Guðs, læt ég, Salah-he-din, Jusuf ibn Ayaub, drotnari hinna trúuðu, skrifa þessi orð og innsigla með minni eigin hendi til hins enska lávarðar, Sir Andrew d’Arcy, er giftur var hálfsystur minni, hinni fögru en hviklyndu Sitl Zobeide, sem Al- lah hefir hegnt fyrir synd sína. Eða þá, ef vera kynni að hann væri einnig dáinn, til dótt- ur hans, systurdóttur minni, prinsessu af Sýríu og Egyftalandi sem á tungu vesturlandabúa nefnist hin kvenlega rós heimsins. Þú, Sir Andrew, munt muna það hvernig þú fyrir mörgum árum síðan, þegar við vorum vinir, vegna óhappaatviks kyntist Zobeide syst- ur minoi, meðan þú lást veikur sem fangi í húsi föðuf míns. Hvernig Satan tældi hana til að hlusta á ástarorð þín, svo að hún varð til- biðjandi krossins, giftist þér að vesturlanda sið og flúði tneð þér til Englands. Þú munt einn- ig muna, að þótt við gætum ekki náð henni aftur frá skipi þínu, seudi ég þér þau boð, að ég skyldi fyr eða síðar, rífa hana úr faðmi þín- um, og fara með hana á sama hátt og vér er- um vanir að fara með ótryggar konur. Vita skalt þú að riddari einn, Lózelle að. nafni, sem býr í þeim hlnta Englands er höll þín stendur, hefir skýrt mér frá, að Zobeide hafi látið eftir sig eina dóttur mjög fagra. Hjarta mitt, er elskaði systur mína, dregst nú að þess- ari frænku minni, sem ég hefi aldrei augum lit- ið, því þó að hún sé þitt barn og kristinnar trúar, varst þú að minsta kosti, — þrátt fyrir konu ránið — hraustur og göfugur riddari af háum stigum, eins og bróðir þinn, sem féll við Harenc, vissulega var. Þar sem ég með Allahs hjálp er kominn til mikilla valda, og hefi gnægð auðæfa bér í Damaskus og um öll Austurlönd, hefi ég áformað að hefja hana í prinsessu tign í fjölskyldu minni. Þessvegna býð ég henni, ásamt þér, sért þú á lífi, að ferðast til Da- maskus. Ennfremur, svo að þú þurfir engin svik að óttast, lofa ég við nafn Guðs og sið Saladdíns sem enn hefir aldrei verið brotið, að þó ég treysti því að hinn miskunnsami Guð snúi hjarta hennar, svo að hún taki trú vora af frjálsum vilja, vil ég ekki þvinga hana til þess að taka hana, né binda sig því hjónabandi er hún óskar ekki sjálf. Ég vil ekki heldur á neinn hátt hefna mín á þér, Sir Andrew fynr það sem þú hefir gert, né leyfa öðrum að gera það, heldur vil ég hefja þig til mikilla metorða og lifa í vináttu við þig eins og forðum. En komi boðberi minn aftur, með þá fregn» að frænka mín hafni þessu glæsilega boði minu* vil ég vara hana við því að hönd mín nser langt, og ég mun vissulega taka hana með valdi er mér gefst færi á. Framh.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.