Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1915, Page 12

Heimilisblaðið - 01.10.1915, Page 12
frá í sumar. Þrátt fyrir þessa stækkun er verðið óbreytt. Bókin er svo ódýr að hún er ekki lengi að borga sig. Frá Skotlandi eftir JÓN ÞORBERGSSON. 128 bls. í allstóru broti með 12 myndum á sérstökum blöðum. Verð kr. 1,50. — Bókin er mjög skemtileg og stórum fráeðandi og gagnleg fyrir alla landbændur. FuII af leiðbeiningum sem miða til arðvænlegra framfara. Hver búandi maður þarf að eiga hana og einnig hver sem vill kynnast frændum vorum á Skotlandi, því að þó hún ræði aðallega um landbúnað, er þar mjög skýr lýsing á Skotum heima fyrir. Hreppstjórinn segir: Eg skal eggja hvern hreppsbúa að kaupa bókina. Hún skal verða hreppnum til verulegra framfara. í vetur koma út meðal annars þessar bækur: Saga íslands eftir JÓN dócent JÓNSSON. Stórt rit og vandað, sem allir góðir íslend- íngar þurfa að eignast. Svo sem áður er auglýst kemur ritið út á 2x/2—3 árum, og kostar um 6 kr., það sem kemur út hvert árið, Grænlandsför eftir VIGFÚS SIGURÐSSON Grænlandsfara. Frásögnin er afarskemtileg og mjög fróðleg. Margt ber við á svö einkennilegri för, og sérlega vel er sagt frá. I bókinni verður mikið af myndum, svo og landsuppdrættir. Ættu menn ekki að sitja sig úr færi að eign- ast hana. Kemur út í heftum á 75 aura. Bragðamágusarsaga. Hún er upphaf á Riddarasagnaflokki er haldið verður áfram að gefa út. Verður hver hin stærri sjálfstæð bók. Saga þessi er — svo sem kunnugt er — ein hin ágætasta Riddarasagan og vel á borð við góðar nútíma skáldsögur. Verð kr. 2,25. Leiftur. Tímarit, sem HERMANN JÓNASSON fv. alþm. stjórnar. Er það aðallega um dularfulla fyrirburði og drauma og fult svo veigamikið og hinar góðkunnu bækur hans „Draumar“ og „Dulrúnir. Kemur út í heftum — hér um bil þriðja hvern mánuð — á 75 au. Matreiðslubók eftir FJÓLU STEFÁNSDÓTTUR forstöðukonu matreiðsluskólans á ísafirði: Kennir að búa til ljúffengan, ódýran og heilnæman mat. Verð 50 aura. Hvað er kristindómur ? eftir prófessor A. v. HARNACK. Kemur út í 3—4 heftum á 75 aura. Um bók þessa fer JÓN prófessor HELGASON svofeldum orðum í formála fyrir henni: Framkoma þessa rits vakti meiri eftirtekt um allan hinn germanska heim, en líklega nokkurt rit þessa efnis hefir áður vakið. Það var undireins þýtt á fjölda tungumála — ekki aðeins á Þýska- landi heldur í öllum nágranna löndunum þar sem menn játa mótmælenda trú, var þetta rit Harnacks sjálfsagt umræðu- og deiluefni, ekki aðeins í öllum blöðum og tímaritum, heldur og á öllum kirkjulegum .fundum og samkomum þar sem trúmál yfir höfuð voru rædd.“ Gefinn verður ennfremur út afar ódýr flokkur bóka og verður fyrst: Alþýðutímarltið Vanadís. Kemur út í heftum 4—6 arkir hvert og kostar aðeins 25 aura. — Efnið verður sögur og ýmiskonar fróðleikur. Allar bækur Fjallkonuútgáfunnar eru sendar um alt með pósteftirkröfu. — Hver sem pantar í einu 10 eintök af sama riti fær hið 11. gefins. Skrifið sem fyrst — og biðjið um þau rit sem þið viljið fá — til Fjallkonuútgáfunnar Pósthólf 488. Reykjavík.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.