Heimilisblaðið - 01.02.1916, Blaðsíða 10
36
HEIMILISBLAÐIÐ
vígði ])au í skyndi, og þá var líka þrek hans á
förum og hann misti meðvitundina.
Skömmu síðar skýrði læknirinn Marion frá
þvi, að Feuton væri fyrir dauðans dyrum, og
það væri aðeins einn möguleiki til að bjarga
honum, og það væri að flytja nýtt og heilbrygt
blóð inn í æðar hans. Hann hafði naumast
slept orðinu, fyr en hún reif frá sér upphlutinn
og beið hm'fsins, og úr hverri hreyfingu hennar
og drætti, mátti lesa þann staðfasta ásetning
að leggja alt í sölurnar fyrir manninn sem hún
unni, að ofifra honum sínu egin blóði, nú hafði
hún rétt til þess og engin önnur. Við vorum
neyddir til að taka þessu boði hennar. Það var
auðvitað stór áhætta fyrir hana, en hún hefði
vafalaust framið sjálfsmorð, ef Feuton hefði
dáið. —
Feuton var meðvitundarlaus og nær dauða
en lífi, þegar læknirinn tengdi saman æðar
þeirra, en þegar hið hugrakka hjarta Marions
Irafði dælt heilbrigðu blóði inn í æðar hans um
stund, og á hana var síginn höfgi, fór að sjást
lífsmark með honum smátt og smátt, fyrst ör-
litill lífsvottur, en siðan meir og meir, eins og nýjir
kraftar færðust um hann allan, og innan skams
hafði hann fengið þann þrótt, að hann gat snúið
við höfðinu til að sjá, hversvegna hann lá á
horði en ekki í rúminu sínu. Þá varð honum
litið á höfuð Marions við hlið sér, og hann leit
spurnar augum á mig. „Eg varð að segja hon-
um alt“, sagði Dixon í hrærðum róm. „En
aldrei á æfi minni hefi eg yðrast meira eftir
annað, því hann féll óðara í ómegin er hann
fékk hið sanna að vita, og ætlaði að deyja i
höndunum á okkur. Hann vissi betur en við
hvað Marion átti á hættu.
Þegar skurðinum var lokið þorði læknirinn
hvorugt þeirra að flytja, og stundum saman
lágu [þau þarna á borðinu og andardráttur
þeirra var mjög veikur. Um siðir raknaði Feu-
ton við, og sá hið föla andlit hennar við hlið
sér“.
„Marion11, hvíslaði hann, „ó, Marion ! “
Hún opnaði augun þreylulega, eins og hún
kæmi frá landi draumanna, og brosti, veikt en
hughreystandi ’og svaraði: „Já“. — Svo er nú
i raun og veru ekki frá meiru að segja“, sagði
Dixon og horfði upp í gulbleikan rnánann sem
skein yfir okkur.
„Feuton hrestist vonum fljótar, en Marion
lá lengi eins og bliknað blóm, þangað til sjö
mánuðum síðar að hún fæddi son. Hin unga
móðir rétti við smátt og smátt, og það var ein-
göngu því að þakka, að hún fann að ást Feu-
tons var henni sönnun þess, að nú væri hún
orðin virðingarverð og heiðarleg kona“.
Konsúllinn stóð á fætur og gaf i skyn, að
okkur mundi nú ráðlegast að fara að halda
heimleiðis. Það var orðið framorðið, og við
stóðum nokkra stund þögulir, áður en við skild-
umst.
„Litli drengurinn hefir þá víst dáið, ímynda
eg mér“, sagði Lister um leið og við fórum.
„Dáið“! hrópaði Dixon, og hló ánægjulega.
„Nei svei mér þá alla daga. Eg skal fylgja
ykkur út eftir til Feutons á morgun og sýna
ykkur snáðann. Hann er frískur og eldfjörugur,
ærslabelgur, með líkama föður síns, en sál
móður sinnar.
Feuton á plantekru hér nálægt og er hinn
hamingjusamasti, eg vildi óska að fyrir mér ætti
að liggja að verða jafn sæll og hann er“.
K. þýddi.
ipakmæli í ljóðum.
„Ekki’ er undir einum skjól,
annan stein má finna.“
Iljar og lýsir aftansól
ársal vona minna.
„Ekki dugar ófreistað.“
Ef í hugann kemur
eiturfluga utan að,
yfirbuga verður það.
„Einhverntíma batnar byr,“
þó blási nú á móti.
Verum ætíð vongóðir,
vonin aldrei þrjóti!
Guðm.