Heimilisblaðið - 01.02.1916, Page 12
38
HEIMILISBLAÐIÐ
stað, án þess aö nokkur yrði var við eða gæti
veitt honum eftirför og komist að því hvert hann
færi. Netið smáþrengist umhverfis okkur og
ég býst við að Saladín togi í vaðin“.
Eigi mundi þó Sir Andrew hafa orðið rórra
innanbrjósts hefði hann séð er Nikulás píla-
grimur iæddist meðfram borgarmúrnum, meðan
allir sváfu; áður en hann batt upp kyrtil sinn,
og hljóp af stað eins og hann væri hundeltur
áleiðis til Lundúna. Við bjarmann af stjörn-
unum hafði hann veitt nákvæma eftirtekt, og
sett á sig, hvernig herbergjum og gluggum væri
háttað, sérstaklega á lofthæðinni, hvernig úti-
húsin lægju, einkum þau er sneru að Steaple-
víkinni er lá í svo sem 500 metra fjarlægð.
Frá þeirri stund var óltinn ríkjandi á Steaple,
óttinn við árás, sem enginn gat séð fyrir, og
engar varnarráðstafanir var hægt að setja við.
Sir Andrew talaði jafnvel um að flytja frá
Steaple og setjast að í Lundúnum, því þar hélt
hann sig óhultari, en veðrið varð þá svo ákaf-
Jega vont, að ómögulegt var að ferðast, sist af
öllu sjóveg. Það var því ákveðið, ef þau færu
að flytja, sem margt mælti á móti, sérstaklega
heilsubilun Sir Andrew, þá yrði það þó ekki
fyr en eftir nýjár.
Þannig leið tíminn, án þess nokkuð iskyggi-
legt bæri við. Vinir gamla riddarans, er hann
ráðfærði sig við, hlógu aðeins að forspá hans,
og sögðu að svo lengi sem þau gengju ekki
um varnarlaus, mundi ekki verða á þau ráðist,
og ef slíkt ætti sér stað samt sem áður, mundu
þeir með mönnum síuum auðveldlega geta varið
höllina þangað til náð yrði í hjálp. Þar að
auki bjóst enginn við að Saladin eða sendi-
menn hans mundu gera frekar i þessu efni fyr
en með vorinu, eða réttara sagt, fyr en ár væri
liðið. Þeir höfðu þó ætíð vörð á nóttum, og
auk þeirra sjálfra voru nú tuttugu vopnfærir
inenn í höllinni. Þar að auki var gerð sú ráð-
stöfun, að þyrfti aðstoðar nágrannanna skyldi
tendra bál i turni Steaple-kirkju til merkis.
Þannig leið tíminn fram undir jól, að veður
breyttist, var þá kyrt veður með bitru frosti.
Á stytsta degi ársins reið John ábóti til hall-
arinnar, og sagði sir Andrew frá því að hann
ætlaði til Southminster. Ábótinn sagði honum,
að hann hefði heyrt að skip, sem meðal annars
væri hlaðið ágætis góðu Kýpurvíni, væri kom-
ið inn í Crouchefljótið með brotið stýri.
Hann bætti þvi við, að þar sem engir skipa-
smiðír væru fáanlegir frá Lundúnum fyrir jólin,
þá væri kaupmaður sá er ætti vínið, fús til að
selja svo mikið af þvi sem unt væri í South-
minster og nágrenni, fyrir lágt verð, og flytja
það til kaupenda í vagni sem hann hafði fengið
leigðan.
Sir Andrew svaraði að honum findist þetta
vera tækifæri til að fá sér gott vín, sem erfitt
var á þeim tíma að fá i Essex. Urslitin urðu
þau, að hann bað Wulf, sem vel þekti vín, að
riða með ábótanum til Southminster, og átti
hann svo, ef honum félli vel vinið, að kaupa
nokkra kúta til þess að skemta sér við um
jólin. Þó að sir Andrew sjálfur drykki aldrei
vín vegna heilsu sinnar, heldur aðeins valn.
Svo fór Wulf, sem ekkert hafði á móti því
að fara, því um þennan tíma árs þótti honum
tíðin löng þegar ekki var hægt að fiska, hann
las nefnilega ekki eins mikið og Godvin, heldur
sat tímunum saman við eldinn þegar kvölda
tók og liorfði á Rósamundu, þegar hún gekk
um við innanhússtörf sín. En hann talaði ekki
mikið við hana, því þrátt fyrir tilraun til að
gleyma, var nú eitthvað það milli Rósamundu
og bræðranna sem var þess valdandi, að sam-
band þeirra var ekki eins inniiegt og áður.
Hún gat ekki varist að minnast þess, að þeir
voru ekki lengur aðeins frændur hennar, en
jafnframt biðlar hennar, og hún varð að gæla
þess vel, að sýna ekki öðrum meiri góðvild en
hinum. Bræðurnir aftur á móti urðu ætíð að
hafa i huga, það sem þeir höfðu skuldbundið
sig til, að minnast ekki á ást sína til hennar,
og að Rósamunda frænka þeirra var ekki leng-
ur almenn ensk aðalsmannsdóttir, heldur austur-
lenzk prinsessa, sem forlögin máske þá og þeg-
ar svifti samvist þeirra.
Þar að auki sat ógnunin á húsmæninum
eins og illviðriskráka, og þau gátu ekki flúið
undan vængjum hennar. Langt í austri hafði
voldugur höfðingi snúið huga sínum að þessu
enska heimili og konu þeirri er þar bjó, er var
af sama bergi brotin og hann sjálfur, og jafn-