Heimilisblaðið - 01.07.1916, Page 3
arg.
Reykjavík í júlí 1916.
7. tbl.
Jfugskeij ti
til framliðins vinar.
II.
EMert skil ég í, að þú
aldrei skulir „síma“,
úr því hafinn ertu nú
yfir r ú m og t í m a.
Þekkist víst „sá þráðlausi“
þarnu hinnmeginn.
Send' með honum hugskeyti
frá hjarta þinu eigin!
Segðu alt, er segja mátt,
frá sœlustaðnum góða!
Er þar eilíf ást og sátt
allra meðal þjóða?
Veizlu hvernig umhorfs er
i okkar heimi núna,
og sigur hver úr hýtum her
hlóðs á völlum Húna?
Veiztu hvaða verkahring
vinir dánir hafa?
Eruð þið hjá oss alt í kring
englamál að skrafa?
Vertu sœll, — ég sakna þín,
en sé þig, vinur, aflur,
þegar sumarsólin skín
og sálar þroskast kraftur.
§. §. í §.
ttarnöfnin.
Einstaka menn eru nú að taka upp eettar-
nafn, hrista af sér þúsundára venjuna íslenzku.
Helzt eru það „fínu“ mennirnir, en bændur og
búalið hafa vist um alvarlegri málefni að hugsa.
Ekki er blærinn íslenzkur yfir þessum ætt-
arnöfnum, allflestum, enda mun það og vera
einn aðalkosturinn í augum eigendanna.
Engar sögur fara af því, að Jón Sigurðsson,
Tómas Sæmundsson, Baldvin Einarsson, Jónas
Hallgrímsson og aðrir ágætismenn íslenzku þjóð-
arinnarhafi oiðið sér til ininkunar utan lands
eða innan, þótt þeir væru synir feðra sinna að
forníslenzkum sið.
Þeir fylgdu „gömlu kenningunni", sem hafði
að orðtæki:
Þjóðerni mettu þitt mest,
er menta þú leitar,
því undir yfirhöfn útlendri dylst
oftlega biturlegt sverð,
Sverð það er banasár bjó
því bezt og fegrust þú áttir:
innlendum ágætum sið,
innlendum fornaldar keim.
Bjarni Thórarensen, amtmaður, sá í anda
ýmislegt slæðast með hingað til lands í útlend-
um skipsförmum, í fylgd með rottunum, ýmis-
legt sem hann ekki taldi bráðnauðsynlegt að
flyttist hingað, Og hann sá líka að það, — eins
og rotturnar — mundi taka sér bólfestu í kaup-
stöðunum. Það sést á vfsunni þeirri arna.
Þó vellyst í skipsförmum völskunum meður
vafri að landi eg skaða ei tel,
því út fyrir kaupstaði íslenzkt í veður
ef hún sér vogar, þá frýs hún í hel.
Og sennilega fer það svo með ættarnafna-
sendinguna, því hún er útlend að ætt og upp-
runa, hefir slæðst hingað í aðfluttum „menta“-
mjölpokum, Hún verður úti á íslenzku fjall-
görðunum þegar haustar að. Og það e? vel farið.