Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1916, Page 8

Heimilisblaðið - 01.07.1916, Page 8
104 HEIMILISBLAÐIÐ. fip dulheimum. [Undir þessari fyrirsögn birtist framvegis ým- islegt, sem blaðinu kann að berast, svo sem draumar og fyrirbrigðasögur, líkar þeim er Guð- rún Jónsdóttir sendir útgefanda og birtast hér á eftir. En það skal þegar í upphafi tekið fram, að blaðið tekur því aðeins á móti slíku efni til birtingar, að góðar heimildir séu tilfærðar og eitthvað verulega merkilegt sé við frásögurnar. Þó að menn megi fara varlega að því að leggja trúnað á drauma t. d., og verði að láta skyn- semina vaka yfir tilfinningunum, þegar um dul- ræn efni er að ræða, þá má ekki heldur slá skolleyrunum við öllu slíku, þvi þar virðast oft koma fram bendingar frá æðra heimi. Sem betur fer, er nú efnishyggjumönnunum að fækka. Fyrir 20 árum þóttist sá mestur, er fremst gekk í því að hæða „gamla fólkið“ og hlæja að fyrirbrigðasögunum — drauga, huldu- fólks og svipasögunum. — Mentamennirnir okk- ar, sem komu þá frá Reykjavik og Kaup- mannahöfn hlógu dátt að slíkum hindurvitnum, og þá var sjálfsagt að hlæja með þeim. En nú er öldin önnur. Nú þykir sumum nóg af þvi góða, fullsterk orðin trúin á það dularfulla. En betra er það, en að þjóðin sé trúlaus á aðra æðri tilveru.] I. Draumur. Húsfrú Sigriður Vigfúsdóttir á Húsatóftum á Skeiðum, lagðist veik síðastliðnar veturvætur, og lá þar til hún andaðist 7. janúar. Stuttu áður en hún lézt, dreymdi sambýliskonu hennar Guðlaugu Ólafsdóttir, eftirfarandi draum: Hún þykist ganga fram í dyrnar á húsi sínu, og vera komin i falleg föt, eins og hún ætlaði til kirkju. Henni þykir vera hríðarbylur, en um leið og hún lítur út úr dyrunum sér hún hvar líkfylgd kemur austan hlaðið, þykist hún vita, að hún eigi að fylgja henni. Þykist hún þá segja við sjálfa sig upphátt: „Eg veit ekki hvort eg treysti mér til að fylgja í þessu veðri“. Þá heyrir hún að Sigriður segir: „Þér er óhætt að fylgja, þú kemst aftur heim“. Hún þekti raust Sigríðar, en sá engan. Morguninn sem Sigríður sál. var jörðuð, var blítt veður, voru því fjöldamargir viðstaddir jarð- arförina, þar á meðal konan Sigriður Brynjúlfs- dóttir frá Birnustöðum. Síðari part dagsins gerði fjúk og fór að hvessa, svo bylurvarkom- inn, þegar fólk fór frá kirkju. En skamt fyrir neðan túnið á Birnustöðum datt Sigriður Brynjúlfsdóttir af hestbaki, og var þegar örend. — Þetta er merkilegur draumur. II. Sýn. Sigríður hét stúlka, er var austur í Meðal- landi, eg man ekki gjörla bæjarnafnið, þar sem- hún átti heima og sleppi því svo. Hún var stödd á Langholti þegar hún var um tvitugs aldur ásamt fleira fólki, var það á gamlárs- kvöld, þvi unga fólkið gerði sér það til gleðir að safnast saman að kirkjunni og syngja og. hringja út gamla árið, helzt það, sem var nærri kirkjustaðnum. Svo þegar leið fram á nóttina, fór tungl að lýsa, þá gekk þessi Sig- ríður út í kirkjugarð, og gekk nokkrum sinnunr i kringum kirkjuna, en þegar hún ætlaði að fara inn í kirkjuna aftur, verður henni litið r útnorðurhornið í kirkjugarðinum, sér hún þá að- þar stendur kvenmaður, sem hún þekti þegarr og var eins búin, og er hún sá hana síðast. Hún horfði á hana stundarkorn og svo hvarf hún henni. Kvenmaðurinn sem hún sá þarna,. hét Ragnhildur Ingimundardóttir og átti heima á Hnausum í Meðallandi. Að hálfum mánuði liðnum, dó Ragnhildur, og var jörðuð á sama stað og Sigríður hafði séð hana standa. Þess- má geta, að Sigríður þessi var vel greind, og vel hugsandi. Guðrún Jónsdóttir frá Minna-Niipi. Breytinn sjór — þinn hrannaher hjartans tónar óðinn. Það er gaman — þykir mér — þin að heyra ljóðin. Gr. Ófr

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.