Heimilisblaðið - 01.07.1916, Síða 10
106
HEIMILISBLAÐIÐ.
vafðri i ull, en ístöðin í laginu eins og hálfar
skálar. Beislin voru stangalaus.
Þegar allt var tilbúið, og mátulega langt
var orðið i istöðunum, sagði Arabinn þeim að
stíga á bak. Þegar þeir ætluðu að stíga á bak,
sagði hann nokkur orð og breyttust hinir ró-
legu hestar þá alt í einu.
Þeir risu upp á afturfæturnar og ógnuðu
Ibræðrunum með tönnum og framfótum, er voru
járnaðir með þunnum járnplötum.
Godvin hikaði, en Wulf, sem varð ergileg-
ur yfir þessum grikk, gekk aftan að hestunum,
og þegar tækifæri gafst lagði hann hendurnar
á lend þess hestsins, er nefndur var Reykur,
og hljóp þannig í söðulinn.
Masonda brosti og Arabinn nöldraði „gott“,
en Reykur varð strax eins og lamb er hann
fann nianninn á baki sér. Síðan talaði Arab-
inn við Eld og komst þá Godvin líka í söðulinn.
„Hvert eigum við að ríða?“ spurði hann.
Masonda sagðist. skyldi sýna þeim það, og
ásamt Arabanum leiddu þau hestana út fyrir
borgina, komu þau þar á veg, er hafið lá á
vinstri hönd en flatt land til hægri, og var nokk-
uð af því ræktað, en bak við það risu brattir,
grýttir ásar. Þarna riðu þeir fram og aftur
þangað til þeir vöndust reiðtýgjunum^ og fundu
hvernig þeir áttu að taka i taumana til þess
að stýra hestunum, enda tók það ekki langan
tima, því þeir voru vanir frá blautu barnsbeini
að ríða berbakt heima í Essex.
Þegar þeir komu þangað aftur er þau Mas-
onda stóðu sagði hún, að ef þeir væru ekki
hræddir, vildi seljandinn sýna þeim, að hestarn-
ir væru bæði sterkir og fljótir.
Yið óttumst enga reið sem hann vogar sjálf-
ur, svaraði Wulf reiður, og brosti Arabinn þá
illúðlega og sagði eitthvað við Masondu í lág-
um róm.
Hann lagði siðan hendina á bak Reyks og
hljóp á bak fyrir aftan Wulf, án þess hestur-
inn hreyfði sig.
„Vildir þú, Pétur, hafa annan með þér á
þessari reið?“ spurði Masonda, og brá þá fyrir
tryllingslegu leiftri i augum hennar.
„Jú, vissulega?" svaraði Godvin, „en hvar
er hann að finna?“
Hún svaraði með því að fara að dæmi Ara-
bans, og settist tvívega fyrir aftan hann og tók
svo yfir um mitti Godvins.
„Nú ertu lika pílagrímslegur bróðir“, sagði
Wulf skellihlæjandi, en Arabinn brosti og God-
vin tautaði í hálfum hljóðum gamla rnálsháttinn :
„Þar sem kona er fyrir aftan er kölski að fram-
an“. En hátt sagði hann: Ámælið mér ekki
Masonda góð, þó illa fari á þessari ferð“.
„Það fer ekkert illa, kæri Pétur, og ég sem
er fædd á eyðimörkinni, hefi svo Iengi verið
innilokuð i veitingahúsinu, að ég þrái fjöruga
reið yfir fjöll og sléttlendi, á góðum hesti með
hraustan riddara fyrir framan mig. Hlustið nú
á bræður. Þið segist ekkert óttast; látið því
taumana liggja lausa, og hvert sem við ríðum,
og hverju sem við mætum, þá reynið ekki að
stöðva hestana né víkja þeim til hliðar. Nú,
sonur eyðimerkurinnar, skulum við reyna þessa
hesta er þú lofar svo mjög. Af stað! og lát-
um þessa reið vera bæði hraða og langa“.
„Það kemur yfir höfuð þitt, dóttir!“ svar-
aði gamli Arabinn. „Bið Allah þess, að þessir
Frankar geti haldið sér í söðlinum“.
Það var sem leiftri brygði fyrir i hinum
dökku augum hans, og um leið og hann þreif
i söðulgjörðina, sagði hann nokkur orð, sVo
hestarnir þutu af stað beint á fjöllin, er voru
sem svaraði eina mílu burtu. P’yrst riðu þau
yfir ræktaða akra, er uppskeru var nýlokið á,
þar fóru hestarnir yfir tvo, þrjá skurði og lág-
an múrvegg eins þægilega og þau sætu í rólu.
Síðan riðu þau hálfa mílu eða svo eftir slétt-
um söndum, og hertu hestarnir þá á ferðinni.
Loks komu þau að brekkunni og riðu upp hlið-
ina, og völdu þeir sér veg milli steinanna eins
og geitur. Hlíðin varð loks svo brött, að God-
vin varð að halda sér í faxið á Eid, og Ma-
sonda varð að halda sér fastar um mitti God-
vins, til þess að renna ekki aftur af. An þess
að fást um hina tvöföldu byrði sína, runnu þeir
áfram án þess að hrasa, eins og þeir gætu ald-
rei þreytst. 1 einum stað stukku þeir yfir fjalla-
læk, en Godvin veitti því eftirtekt að tæpum
fimmtíu stikum neðar breyttist lækurinn í freyð-
andi foss, og ruddi sér svo braut í klettagljúfri,
er var að rninsta kosti átján feta breitt, barma