Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1918, Qupperneq 11

Heimilisblaðið - 01.11.1918, Qupperneq 11
HEIMILISBLAÐIÐ 169 »Það held eg ekki, lávarður«. »Það er þó ekki ætlun yðar, að hann hafl haft eitthvað saman við yður að sælda«, spurði Eastling, og varð nú enn órórra út því, hvað þjónninn var ákveðinn. Þjónninn hristi höfuðið. »Það er nú ekki svo vel, lávarður«, öiælti þjónninn, »hann er kænni en svo, að vér getum haft hönd i hári hans«. Eftir stundarþögn spyr Eastling: »Segið mér, hvað sá maður heítir, sem þér hyggið hann vera?« Þjónninn ypti öxlum og svaraði rólega °g blátt áfram : »Það er hann Syd Tom- kinson, falsarinn«. III. KAPÍTULl. Eyrsla tilfinningin, sem þessi vísbending vakti i huga hins unga lávarðar, var megn- asti mistrúnaður, eins og eðlilegt var, og saman við það blandaðist sérstök hneyksl- Un, sem þetta hlaut að valda svo tignum tnanni. Þvi hvað var það í raun og veru, sem hann hafði fengið visbendingu um? Það Var nú hvorki meira né minna en það, að sá maður, sem hafði sme)rgt sér inn á heirnili jarlsins og verið tekinn í löguneyti jarlsfólksins og fengið aðra dóttur jarlsins fy>'ir konu, væri hreinn og beinn bófi og glæpamaður og undir eftirliti lögreglunnar. En það gat nú ekki átt sér stað! Eastling avarður leit reiðulega til lögregluþjónsins, Sekk fáein spor aflur á bak, eins og frá C!_nhverju, sem óhreint væri, sneri sér svo 'ið og hvarf út í manngrúann. Lögreglumaðurinn hét Redding og var ni'maður leynilögreglunnar. Hann lét East- jlug fara og veitti honum alls enga eftirför, egar Hann sá, að visbendingu hans var j.a lekið, þá kastaði hann bara kveðju á avarðinn og gekk svo burt, en hann æll- ! !!ávai-ðinum að hugleiða sögusögn sína í kyrþey. ^g þess var ekki langt að bíða, eins og að líkindum lætur, að sögusögn hans vekti lávarðinum unga bitrar hugsanir. Hann sá nú fyrst og fremst, að hann hafði farið næsta illa að ráði sínu að laka visbend- ingu lögreglumannsins á þennan hátt. Lög- reglumanninum gat ekki gengið annað til að gefa honum hana, en það, að hann vildi vera honum til aðsloðar og gagns i vandasömu og hörmulegu máli. Skjátlaðist manninum og hann var nú ekki nema maður, svo það got vel átt sér stað — þá átti hann það á hættu, að hann fengi meið- yrðamál á hálsinn. Lávarðurinn fann, að hann hafði verið fram úr öllu hófi van- J þakklátur við manninn. En ef hann hefði nú rétt fyrir sér ? Guð komi til! Hvað þá? Iíann varð sem þrumu loslinn við þá hræðilegu tilhugsun. Hann] stóð nú slundarkorn fyrir utan bókasölubúð eina, ringlaður og örvinglaður, og gat ekki hugsað neitt. Væri nú þessi vís- bending sönn, þá varð hann að leggja blátt bann fyrir, að systir hans færi af landi burt með slíkum manni. Hún varð, hvað sem það kostaði, að fá að vita, að á manni hennar lá sá grunur; það varð að hefta för liennar, þangað til allar upplýsingar í þessu máli væru fengnar. Það stóð á sama hverjum brögðurn væri beiít til þess, eða hvað borið í vænginn. Og hvað svo ? Kæmi það nú upp úr kaftnu, að þelta væri missýning ein, þá mátti ábyggilega gera ráð fyrir, að Payne mundi eigi gera sér far um að láta mág sinn sæta ábyrgð fyrir það, sem í hefði skorist. Enginn hefir sérlegar mætur á því, að það sé gert heyrum kunnugt, að hann sé haldinn vera glæpamaður og sizt af öllu brúðgumi, sem ætlar að ferðast með brúði sinni. Þá mundi koma upp talsvert af skýringum og afsökunum, hann mundi reka í rogastanz og verða ef til vill dálítið þykkjuþungur, en úr því yrði ekkert hneyksli. Og þá hinsvegar, ef alt væri salt, þá yrði að komast til bolns i þessu máli sem allra fyrst, þá væri ekki liægt að sam- þykkja hjúskap lafði Úrsúlu og manns,

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.