Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1918, Qupperneq 18

Heimilisblaðið - 01.11.1918, Qupperneq 18
Skuggsjá. 176 HEIMILISBLAÐIÍ) Nokkur orð til kaupendanna. Hörmungar þær, sem dunið hafa yfir Reykjavík í þessum svo mörgum minnisslæða nóvembermánuði, hafa valdið truflun á ílest- um sviðum viðskiftanna, og þá einnig komið óreglu á prentun blaða og útsendingu þeirra. Eg bið kaupendur Heimilisblaðsins að fyrirgefa þann drált, sem orðið hefir á með prentun þess og útsendingu. Veikindi voru mikil á heimili mínu og nokkuð langvinn og þar ofan á bættist það, að Guði þóknaðist að kalla heim til sín ástkæru konuna mína, Önnu Kristínu Sigurðardóttnr, 35 ára garnla, frá 5 ungum börnum. Hún bafði annast beim- ili sitt og hlúð að því í full 11 ár, með rneira ástríki og umönnun en Iýst verður í fáum pennadrátlum. Sama var hugprýðin og sálarþrekið í stríðu sem blíðu; hagsýni og hirðusemi héldust þar í hendur, ogHeimilis- hlaðið hefir mikið mist, því einnig þar stóð hún sem styrk stoð við hlið mína. Harmur er því kveðinn að þeim er skynja, live mikið er mist. En-------— »Ó, Drottinn minn Guð! æ, verði þinn vilji, þú veizt hvað cr bezt, þólt enginn þig skilji«. Blessuð er minning ástríkrar konu og um- hyggjusamrar móður. Eg þakka svo að síðustu öllum þeim mörgu, sem reynst hafa blaðinu mínu vel og bjóða það velkomið inn á heimili sín framvegis. Vona eg, að ekkert verði það í blaðinu, er »setur blett á blessuð hjörtun ungu«. Eg bið vini blaðsins að leiða athygli ná- granna sinna að Heimilisblaðinu og reyna að afla því nýrra kaupenda. Hver slík við- bót gleður mig og örvar og eykur starfsþrek mitt í þágu blaðsins. Reykjavík 30. nóvember 1918. Jón Helgason. Englandskonungnr hefir ýms sérréttindi. Hann þarf t. d. ekki að hafa tölur á bifreið- um sínum og eklci má kæra ökumann hans, þótt hann aki of hart. Kínverjar líta á það sem liina mestu hneysu að geta ekki eignast barn. Enda fólks- fjölgun rneiri í Kína en i nokkru öðru landi. 7000 kúbikmetrar af vatni fara í gegnuni Niagarafossinn á einni sekundu. Vatnsmagn þetta geymir um 5 milj. hestöíl, en af þeim er tekinn til notkunar að eins sjötti hlutinn. Til rafframieiðslu eru notuð um 120,000 hesl- öfl, 60 þús. hestöfl til að knýja með járn- brautir, 40 þús. hestöfl til raflýsingar og 60 þús. heslöfl til ýmislegrar iðnaðarfranileiðslu. Hægur vindblær fer 8 km. á klukkustund, en stormur 48—72 km. á sama tíma. Felli- byljir fara 130—160 km. á klukkustund og hljóðið flýgur með rúmlega 18 m. hraða í gegnum loftið á sek. Rafbylgjan fer yfir 63,000 km. á sek. og Ijósið fer 300,000 km. á sek. Eitthvað í kring um 80,000 pund er þyngd bréfa þeirra, sem afhent eru á aðalpóslhúsi Lundúnaborgar dag hvern. Stærsti járnbrautarvagn í heimi er talinn að vera í suðurhluta Kyrrahafsbrautarinnar í Ameríku; hann er 28 metra langur. Barnabókin „Fanney“ fæst bjá öllum bóksölum víðsvegar um land alt. í lienni er fjöldi af ágætum sögum, kvæðum, myndum og skrítlum. Fimm befli á 50 au. hvert. — ' Bezti skemtilestur fyrir unglingft í vetur. Útgefandi: Jón Helgason, prentari. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.