Heimilisblaðið - 01.08.1920, Síða 2
114
HÉÍ MÍLÍSBLAÖIÖ
Níu myndlir
iir lífi Meistarans.
K(tli- Oltfert Ricard,
IV. lnynd.
Brauöin og- ftsliarnir.
I.
— Mamma mín, má eg' ekki fara?
— Já, en elsku Mikkael minn, þú ert svo
ósköp lítill.
— Nei, eg er ekkert lítill, — má eg nú
ekki fara, elsku mamma?
— Eg vil gjarna lofa þér að fara, en
þetta er altof löng leið fyrir þig.
— Nei mamma, það er ekkert oftangt,
— ætlarðu þá að leyfa mér að fara?
— Já, ef þú aðeins skildir þá, það sem
Meistarinn segir. Heldurðu að þú gerir það?
— Já, mamma, eg skil það altsaman. Eg
skildi alt, sem hann sagði í samkunduhús-
inu um daginn. Þá má eg fara? — Þakka
þér fyrir, mamma min!
Móðir Mikkaels litla óskaði auðvitað
einskis fremur, en að drengurinn kennar
fylgdi Jesú frá Nazaret. Henni fanst hann
aðeins vera of ungur og lítill til þess að
fara einn saman, og alt þetta sem hann
heyrði, mundi vera honum ofvaxið. En
hver gat vitað hvenær Meistarinn kæmi aft-
ur. Og einhverir mundu verða til þess að
ltta eftir drengnuin hennar. Og svo fór, að
hún leyfði honum að fara,
Honum varð ekki svefnsamt umnóttina;
liann var kominn á kreik á undan fuglun-
um. En þegar hann kom niður í fjöruna,
þá var þar þegar orðið fult af fólki. Hvílík-
ur feikna hávaði og fjöldi af lólki, og allir
voru í bezta skapi. t*að var eins og þeir
væru að fara í eitthvert skemti-samkvæmi,
— brúðkaupsveizlu að minsta kosti. Mik-
kael var eins og kátur fugl; hann smeygði
sér inn á milli fólksins, eins og þetta væru
alt beztu kunningjar hans. Er spámaðurinn
hér, hvar er spámaðurinn, eða hafið þið
ekki séð hann? — eða hefir ekki einhver
ykkar séð lærisveininn hans, sem nefndur
er Andrés? Hann fellur mér hezt og við
erum góðir kunningjar. Hann sagði við mig
um daginn, að þegar eg yrði stærri og eldri,
þá mætti eg fylgjast með honum, — þann-
ig hélt hann áfram að spyrja og segja írá.
Og þeir svöruðu honum allir svo vingjarn-
lega. Hann var yngstur og minstur allra í
hópnum: Sjáið þið bara snáðann þennan,
hann ætlar sér víst að verða með í förinni.
— Nei, spámaðurinn er ekki hérna. —
— Æ, hvar er hann þá?
ITann hafði farið yfir um vatnið seint
kvöldið áður, með mönnum sínum, og
var nú einhversstaðar þarna hinumegin.
Og sjáðu bátana, sem þarna eru komnir
út á vatnið, — þeir eru á leiðinni yfir urn
til hans. Og nú verðum við lika að fora
að hraða okkur út í bátana, því að ann-
ars komumst við ekki fyrir í þeim. En það
verður altaf rúm fyrir þig, þvi að þú erl svo
lítill, þú getur legið í botninum á bátnum.
Já, þú getur líka synl á eftir bátunum. Þú
ert svo léttur, að þú getur staðið á árar-
blaði. Og svo hlógu þeir. Eg get sjálfur
róið, svaraði Mikkael, og eg kann líka að
hagræða segli, það hefi eg gert áður. Hann
pabbi minn var fiskimaður.
Mikkael hljóp upp í einn bátinn og fólk-
ið þyrptist út í bátana, sem lágu hlið við
hlið, en þegar allir bálarnir fóru af stað
fullskipaðir, voru enn margir menn eftir í
fjörunni, sem hvergi var hægt að hola nið-
ur. Þeir voru mjög hnugnir og leiðir yfir
þvi, að komast ekki með bátunum, svo að
Mikkael litli kendi innilega í brjósti um þú-
Hér er vel hægt að bæta einum við enn-
þá, hrópaði hann, en hvað stoðaði þa^,
þarna voru menn hundruðum saman, sem
hvergi gátu komist fyrir.
En niðri í fjörunni stóðu lika þrjózku-
legir og háværir menn í hóp. Þeir spýttu í
vatnið; þeir horfðu á hitt fólkið með fyrir-
litningu, sendu því skæting og viðhöfðu
ljótan múnnsöfnuð. Ætlið þið yfir um til
þess að hjálpa syni hans Jósefs til að byggja