Heimilisblaðið - 01.08.1920, Síða 15
HEIMÍL ÍSBLAÖIÖ
127
Jósefínu voru gagntekin af öllu, sem þau
höfðu séð og heyrt; slíka jarðarför höfðu
Þau aldrei getað gert sér í hugarlund.
»Það kemur alt at þvi, sð Jósefína var
Guðs barn«, sagði Jörgen, »en látið ykkur
Uú í hug koma þá dýrð og sælu, sem hún
á nú að fagna. I’að er dýrð, sem auga
hefir aldrei séð né eyra heyrt. né í nokk-
öi's manns hug eða hjarta komið«.
Daginn eftir ætlaði Dr. Wejdel að leggja
uf stað aftur. Öess vegna var Láru hoðið
heim lil læknisins eftir jarðarförina.
Láru var mjög umhugað að vita, hvort
hún hefði nokkuð fallið í álili hjá dokt-
örnum út af samfundum hennar og for-
eldra hennar á jóladaginn. Hún var á nál-
um um, að blólið og önnur framkoma
föður síns hefði spilt fyrir sér; en hversu
gi’ant sem hún skygndist eftir þessu, þá var
kenni ekki unt að verða nokkurs visari í
þá átt. En mikið sorgarefni varð henni það,
að koma löreldra hennar varð til þess, að
hún íór á mis við kvöldið, er hún átti að
spila og syngja. »En það er fyrir minstu«,
hugsaði hún með sér, »sé eg að eins eigi
fekin út úr samfélaginu við vin minn, fái
eg að eins^ að vera þar, sem hann er —
þann slutta tíma, sem eftir er«. En annar
1 jólum leið og hinn þriðji líka: þá fansl
henni, að hún yrði að taka ráðin hjá sjálfri
sér og knýja á dyr þeirra að fyrra bragði.
Hún hafði nokkur nótnablöð, sem hún
hafði fengið að láni, og svo leggur hún af
stað, — henni fanst eigi um annað að velja
og hringir að dyrum á húsi læknisins.
Sama morguninn, sem hún réð þetta af,
sagði hún við sjálfa sig:
»Eg finn óðar, hvernig þeim er í huga
hl min, og eftir því get eg svo hagað
Uiér«.
Allir voru heima, þegar Lára kom og
Uúluðu að fara að drekka kafl'i.
Ungfrú Dalby tók á móti henni báðum
höndum; þólti Láru það heldur en ekki
Söðs viti. Og þegar inn kom, þá sögðu allir í
eiuu hljóði: »Loksins kemur hún«, og það
svo einlæglega og hlýlega, að henni hvarf
allur kviði. Og þegar svo doktórarnir kept-
ust á um það að færa hana úr kápunni,
þá hefði hún getað æpt upp yfir sig af
fögnuði.
»Ó, við höfum vonast eftir þér á hverj-
um degi, ungfrú Jörgensen« sagði Dalby,
»hvers vegna komuð þér ekki fyr? Fóllcið
yðar gisti þó ekki, nema þennan eina dag
og okkur fanst við ekki geta sent eftir þér
heim til prestsins; það voru slæmu ástæð-
urnar. Jæja, en nú gleymum við þessu öllu
og svo takið þér yður þarna sæti, og svo
lcemur þú, Jenny, með meira kaíTi«, mælti
Dalby, og vék sér að systur sinni.
Og kaffið kom og í rökkrinu sagði hvert
öðru frá því, sem á dagana hafði drifið,
einkum varð Dalby skrafdrjúgt um förina
til Börup-kirkju á jóladaginn.
En er minst varði, segir ungfrú Dalby,
alveg óforhugsað:
»Ungfrú Jörgensen! Var hann bróðir yð-
ar, ungi maðurinn í loðkápnnni?«
Til allrar hamingju var farið að rökkva
svo enginn gat séð, þó að Lára blóðroðn-
aði, sérstaklega af þvi, að spurningin kom
henni alveg óvart.
»Nei«, svaraði Lára, »eg á engan bróður;
það var ungur maður, sem oft kemur til
foreldra minna«.
»Pú ert nú all af með þessar skrítnu
spurningar«, sagði Dalby við systur sína.
»Já, en elsku bróðir, það var nú alls
eigi tilætlun mín, að —«.
»Já, en það var óþarfi«.
Lára fékk nú svigrúm til að átta sig og
sagði næsta rólega: »Takið yður það ekki
nærri, ungfrú Dalby, eg get svo vel sagt
yður eins og er. Eg held, að þessi ungi
maður hafi felt ástarhug til mín. — Það
getur nú svo sem átt sér stað — en þegar
maður leggur engan ástarhug í móti, þá
getur maður talað um það með fullri ró,
einkanlega af því, að eg hefi ástæðu lil að
halda, að þelta heimsóknar-flan hans, hafi
haft þveröfug áhrif við það, sem það átti
að hafa«. (Frh,).