Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1920, Side 6

Heimilisblaðið - 01.08.1920, Side 6
118 HEIMILISBLAÐIÐ mömmu sinnar, þvi að Andrés haíði sagt honum, að Jesús hefði sjálfur einu sinni fastað i fjörutiu daga á eyðimörkinni, og lifað það af. En þá var hann auðvitað yngri; nú var hann svo þreytulegur og magur, og hann var sá eini, sem starfað hafði þessa daga. Hann hafði altaf verið að fræða þá. En þeir höfðu aðeins hlýtt á og legið i grasinu. Pessvegna þarfnaðist hann helzt næringar. Og svo gat vel verið að þeir yrðu vinir um leið. Því að hann hafði svo lengi langað til að kynnast hon- um persónulega, en honum hafði ekki hug- kvæmst neilt til að spyrja um. Nú gæti hann ef til vill líka bjargað lifi Meistarans. Það vildi svo vel til, að hann mætti Andrési. Hann var hvort sem var ekki viss um að hann mundi áræða að ganga fyrir spámanninn sjálfan og segj a honum frá þessu. En hann þekti Andrés og féll svo vel við hann. Andrés var svo karlmannlegur. — Finst þér ckki að eg ætti að gera þetta? Jú, það l'anst Andrési. — Viltu þá nefna það við hann fvrir mig? Andrés var fús til þcss. Æ, það hrekkur þvi miður skamt, hugsaði Andrés. Hann hafði séð það á svip margra, sem hann mælti um morguninn, að sullurinn var tek- inn að sverfa að. — En Jesús hafði lika lekið fasla ákvörðun og vissi hvað hanu ætlaði sér. Hann hafði talað við Guð uppi á tindin- um þessa nótt. Og þar hafði hann fundið það, að sér mundi óhætl að biðja um brauð handa öllum þessum mannfjölda. Að Guð mundi gela honum það. Hvernig það mætti ské, það vissi hann ekki, en honum mundi eflaust verða gefið merki um það, þegar timi væri til kominn. Hann hafði sjálfur svelt og gat aldrci gleymt þvi. Þetta kveljandi máttleysi, þeg- ar fætur hans urðu sem blý, og þessi feikna löngun i brauð, þegar hann hafði ekki get- að hugsað um annað en brauð, brauð, brauð. — Og svo þegar röddin hvislaði að honum: Sérl þú sonur Guðs, fátæki sveinn, sem ráfar hér og erl að hniga niður af sulti, þá bjóð þú þá að steinar þessir verði að brauði. Guði sé lof, að eg þá yfirbugaði hinn sterka! Hann sá, að ef hann hefði farið að orð- um þessarar raddar þá, og tekið sér sjálfur vald, þá hefði hann gert kraftaverk fyrir tilmæli djöfulsins, til þess eins, að stytia þjáningar sjálfs sín, — þjáningar, sem andi Guðs hafði lagt á hann. Hér var öðru máli að gegna. Hér mundi faðir hans gefa honum gjöf. Og hér var það til þess að bjarga lifi fjölda fólks. Þegar hann var að hugsa um þetla, sá hann að einn vinur hans kom til hans. Það var Filippus, — dyggur maður, cn fremur skilningssljór. Og Jesús, sem var frá sér numinn af glcði yfir þvi, sem gerast átti um daginn, spurði Filippus: Jæja, Filippus minn, hvar hefirðu nú hugsað þér að kaupa brauð, svo að fólkið geti fengið eitthvað að borða? Fólkið — það voru þúsundir manna, sem um var að ræða! Hvar þeir æltu að kaupa brauð handa þeim — og það voru margar milur til næstu brauðsölustaða. Filippus vissi, að þó «0 þeir ættu 200 dcn- ara virði af brauði, mundi það ekki einu sinni verða nóg, þó að hver maður fengi ekki nema einn munnbita. Hann leil ráðþrota lil Andrésar, sem var kominn til þeirra. Hann var vanur að leita til hans, þegar hann var i vanda sladdur. En nú var lækifæri lil að Ijúka erindinu fyrir Mikkael litla. Andrés leiddi Mikkael til Jesú. — Hér er ofurlitill drengsnáði, sem á finun byggbrauð og tvo smáfiska — en hvað hrekkur það, handa svona mörgu l'ólki. Jú, það mundi fyllilega nægja. Þetta var merkið frá Guði. Þvi að börnin voru bcztu bandamenn Guðs. — Látið fólkið seljast. Og aldrei gleymdi Mikkael þvi, sem uú skeði. Hvernig allur þessi sægur hreiðraði

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.