Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1920, Side 14

Heimilisblaðið - 01.08.1920, Side 14
126 HEIMÍLÍSBLAÖÍÐ upp á skaftið við hana eflir þetta hálf- gildings bónorð í| jólabréfinu, og hún var næsta þakklát fyrir það, að svo fór sem fór. Auðvitað lét hann svo að skilnaði, sem hann hefði eklcert bónorð í huga og að ekkert hefði í skorist; en ekki þurfti næmt eyra til að heyra, að það var ekki annað en tómur fyrirsláttur hjá honum. Þó að Lára væri hæversk við hann, þá var hún kuldaleg og stutt í svörum og gaf honum ekki minstu vonir um það, sem hann hafði búist við að yrði árangurinn af allri ferðinni. Þeim Jörgensens-hjónunum varð það líka fullljóst á heimleiðinni, að þetta bónorð hans, sem þau höfðu stutt svo kappsam- lega, hafði nú algerlega farið úl um þúfur, en þau vissu bara ekki, hvernig á því stóð. VI. KAPÍTULI. Jarðarför Jósefínu litlu fór fram annan í nýári. Kirkjan var troðfull af fólki, eink- um ungu fólki. Langt var siðan að sálma- söngurinn hafði hljómað svo kröfluglega undir gömlu kirkjuhvelfingunni. Séra Kursen var fáorður og það fanst á, meðan hann talaði, að hann fyndi til þess sjálfur, að hann ætti hér ekkert erindi að reka í raun og veru, og ræða hans hafði heldur engin áhrif á nokkurn mann þar inni. Þá var tekið að leika forspilið á orgelið og þess var slcamt að bíða, að menn gengju úr skugga um, að það væri einhver annar en skólakennarinn, sem léki á nóturnar núna. — t*að var dr. Wejdel, sem lék á orgelið, fyrst svo mjúkt og veikt, að menngátu varla heyrt það; en alt af hélt hann sér við efn- ið, og því næst fór hann að leika með vaxandi styrk. Allir hlýddu á. En þegar hann fór að spila lagið sjálft, þá gekk Lára Jörgensen fram og söng yndislegar en nokkru sinni áður kveðjulag Wejse og svo hjartnæmilega, að tárin læddust fram í aug- un á mörgum. Þau társýndu, hvilíkt undra- vald þeir tónar höfðu, til að læsa sig nið' ur í svo ófrjóan jarðveg, eins og hjörtu svo margra viðstaddra voru. Dr. Weidel var gagntekinn sjálfur, rétti Láru hendina og þakkaði henni fyrir* Lára komst þá svo við, að hún gat engu orði upp komið. Sérstök kyrð hvildi yfir öllum söfnuðin- um. Jörgen Gadegaard skildi af hverju sú kyrð kom, og þess vegna lét hann eklci lengi biða að ganga fram í kórdyrnar. Hann hóf mál sitt á því, að séra Kursen hefði leyft sér að flytja hér kveðju frá unga fólkinu. Því næst lýsti hann því uf dásamlegri andagift og speki, hve sæl hin unga stúlka hefði verið í trúnni á hinn krossfesta frelsara sinn og Drottin. Pað var kjarninn i ræðu hans. Ræðan öll var eins og andblær irá æðra heimi, frá ókunn- urn heimi. Og af því að hann gat talað af sjálfsreynslu, þá var ræðan svo full af hh og ábyggileg, að hún var hinn bezti boð- skapur til unga fólksins og hinna eldri uni leið — boðskapur um það, að nú væru upp að renna nýir tímar og að andinn, sem blæs, hvar sem hann vill, væri nú þegar kominn að landamærum þeirra. Síð- ast lýsti hann fermingarsystur sinni svo yndislega af ástúð og trúarfjöri, að við- staddir gátu aldrei gleymt því með öllu. Aldrei hafði slík jarðarför farið fram i manna minnum á þeirn slóðum, og þeU' voru fáir,1 sem iðruðust þess, að hafa tekið þátt i henni, og þar var alt unga fólkið* nema Iíaren og Emil, börn prestsins. Karen vildi ekki fara, af því að Lára álti að syngja og Emil ekki af því, að .Törgen átti að lala. En áður en menn skildu við gröfinu, lýsli Jörgen þvi yfir, að hið árlega nýárs- boð foreldra hans yrði haldið kvöldið eftÍJ» eftir venju; vonaði hann, að allir mundu verða við því búnir, að hún yrði með öði- um blæ nú en að uudanförnu. Stðan fór hver heim til sín, en foreldrar

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.