Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1920, Síða 16

Heimilisblaðið - 01.08.1920, Síða 16
128 HE ÍMILISBLAÍHÖ Rabarbara-stönglar eru mjög hentugir og góðir til fæðu, og má búa til úr þeim ýnis- an mat, sem er hollur ungum og gömlum og sérstaklega svalandi í sumarhitanum. Rabarbari er harðger jurt og þrífst alstaðar á voru landi og ætti því að vera ræktaður miklu viðar en er. Skal nú hér segja frá ýmsum þeim matartegundum, sem mest- megnis eru búnir til úr rabarbara. Rabarbar-þykni. Rabarbarstönglarnir eru hreinsaðir og skornir niður í smáa bita, sem ekki mega vera yfir 1 þumlung á lengd. Bitarnir eru siðan soðnir í mauk í dálitlu af vatni og sykri bætt út í. Hlaupið er síðan látið kólna vel og nú er látið á móti hverju hálfu pd. af rabarbar (veginn áður en rabarbarinn er soðinn) 1 matskeið af súrum rjóma, 5 sk. af sykri, 6 eggjarauður og niðurrifið hýði af einni sítrónu eða i þess stað dálítið af vanille. Þetta er nú hrært vel saman og ein eggjarauða látin út í. Seinast eru sex vel þeyttar eggjahvítur látnar saman við, og allur jafningurinn svo látinn í mót, vel smurt að innan með feiti og bakaður i því í fjörutíu og íimm mínútur. Þennan mat á að bera heitan á borð. Rabarbarlcaka. Rabarbarstönglar, sem utasta húðin er tekin af, eru skornir i sundur og soðnir í mauk, í eins litlu vatni og mögulegt er og nægilega mikið af sykri látið saman við. Þegar maukið er orðið vel soðið er það látið kólna dálitið og bætt með dálitlu af vanille og tveimur eggjarauðum. Þessu öllu er síðan hdt í mót, vel smurt að innan úr feiti, Nú er búið til deig úr tveim matsk. af hveiti, tveimur eggjum (bæði hvítunni og rauðunni), V* úr pd. af sykri og 1 bolla af þykkum, súrum rjóma. Þessu deigi er nú helt yfir rabarbaramaukið og svo bak- að í bökunarofninum þangað til kakan er orðin Ijósbrún á lit. GÓÐ RÁÐ. Blekblettir nást bezt úr lérefti með því. að drepa bletlinum niður í brædda tólg. og síðan þvo lólgina burt í heitu vatni. Skeiðar, gaflar og aðrir hlutir úr silfri og nýsilfri, hreinsast vel í vatni, sem jarðeph hafa verið soðin i. SKRÍTLUR. Stúlkan: Ó, finst yður ekki að eg setti að fá skift á þessum hatti, sem eg keyph 1 gær; mér finst hann fara mér svo illa? Pilturinn: Mér findist nú heldur að þér ætluð að skifta um hárið. Föðursystirin: María litla, þú verður ljót, þegar þú ert orðin stór, ef þú skæljr þig svona. María: So — grettir þú þig, þegar þú varst lítil. * Móðirin segir við litla dóttur sína: eignast þú bráðum ofurlítinn bróður uð leika þér við. Barnið: ó, það verður gaman —■ veit hann pabbi það. Kaupemlur blaðsins austanfjalls borg* til Andrésar Jónssonar, kaupin. á Eyrarbakka. þar sem ekki eru innheimtumenn í hrepP' unum fyrir blaðið. — Hannyrðablaðið & þeir einnig þar, sem þangað borga, þegar Þ»ð kemur út. Útgefandi; Jón Helgason, prentari. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.