Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.08.1920, Blaðsíða 8
120 HEIMILISBLAÐIÐ þjónustu tvö ár og gekk Kristofer Hcide- mann landfógeti i að fá hann lausan fyrir bón ættingja hans og þó einkum móður og varð fyrir það að greiða 24 eða 30 dali. Kom Jón hingað til lands 1691 og var þá um sumarið hjá móður sinni og vinum, en um haustið tók Þórður biskup Þorláks- son hann lil Skálholts og var hann þar um veturinn, en árið eftir (1692) varð hann heyrari (conrector) i skólanum, og 1693 dómkirkjuprestur. 1694 losnuðu Garðar á Álftanesi og sótti Jón um það brauð, en fékk ekki, þvi að amtmaður (Miiller) veitti það einum vildarmanni sinum. Skrifaði Jón þá til konungs með ráði Þórðar biskups, og veitti konungur honum brauðið 1696 og fór hann þangað þegar, og varð ólafur þá að vikja, en Jón reisti þar bú með móður sinni. Þórður biskup hafði fengið svo miklar mætur á Jóni, að hann lét hann visitera fyrir sina hönd 1694 og 95, og þegar hann fékk Garða, varð hann og að vera lengst um í Skálholti, biskupi til aðstoðar, en fyrnefndur séra Ólafur þjónaði þá Görðum fyrir hann. — Hinn 9. marz 1697 setti amt- maður Jón Vidalin officialis biskupi lil að- stoðar, og ritaði þá Þórður biskup bónar- bréf til konungs, að Jón mætti fá biskups- dæmið eftir sig, þvi að hann væri þess verðugastur allra íslendinga. Eftir andlát Þórðar biskups (1697) fékk Jón Árna presti þorvaldssyni, mági sínum, officialisstarfið og ferðaðist sjálfur til Kaup- mannahafnar; lá við að hann næði ekki biskupsembættinu, þvi að Niels Juel flotator- ingi vildi veita embætlið einhverjum dönsk- um manni, en Arni Magnússon mælti með Jóni við leyndarráðgjafa konungs, M. Moth, og fékk þvi ágengt, að konungur veitti Jóni embættið og er veilingarbréfið gefið út 16. des. 1697 og fyrsta sunnudag eftir páska um vorið eftir var hann vigður og tók þá meistaranafnbót við háskólann; kom hann siðan lil íslands og tók við Skálholtsstað um vorið; var staðurinn þá fremur niður niddur, en álag ekki mikið, og galt ekkja hans þess siðar, að hann var ekki eftir- gangssamur (sjá Bisk. Sögufél. I, ælisaga Jóns Árnasonar). Árið 1699 gekk hann að ciga Sigriði Jóns- dóttur biskups (bauka-Jóns) Vigfússonar á Hólum; var hún bezli kvenkostur. l3au áttu tvö börn saman, annað fæddist and- vana, en annað dó ungt úr bólunni. Jón biskap var mjög röggsamur og ein- beiltur i kirkjustjórninni og vandaði mjög um við presta og vék þeirn stundum úr embælti fyrir litlar sakir, þvi að hann vildi að prestar væru svo vandaðir að lifnaðí, að þeim yrði ekki annað vamm fundið, en almennur mannlegur brej'skléiki; gekkhann og stranglega eftir, að kirkjum væri vel við haldið. Búi sinu og skólanum stjórnaði hann með mikilli rausn og dugnaði og bar snemma á þvi, að hann var búsýslumaður hinn mesti og framsýnn. Um aldamótiu (1700) voru harðindi mikil og verzlunar- ánauðin krepti þá að með mesta móti. — Alt fyrir það sá Jón biskup staðnum vel fyrir nauðsynjum; lét hann menn sina stunda veiðiskap viða, og styrkli hann mjög með þvi búið. — Auðgaðist hann skjólt, þó að hann væri riflundaður og stórgjöfull og þótti að því leyti í sumu taka fram fyrir- rennurum sínum, biskupunum Brynjólfi og l’órði. Jón biskup Vidalin var fjörmaður mikill og ák’afur í skapi; hann lifði og á óróaöld mikilli og álti við stórbokka mikla að skifta, sérstaklega þar sem Oddur lögmaður Sig- urðsson var, og áttu þeir i miklum mála- lerlum. Átli Jón biskup fremur örðugt upp- dráttar i fleslum málum, og sparaði þó hvorki kapp ná fylgi, enda var haun á yngri árum sinum svo áhugamikill, að hann þoldi enga mótslöðu, og fékk hann með þeim hætti ærið marga mólstöðumenn. Á seinni árum tók hann að þreylasl á málaferlunum og lagði þá meiri alúð á lærdómsverk sin og voru margar af bók- um hans prcntaðar meðan hann lifði. Vorið 1720 andaðist Þórður prestur Jóns-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.