Heimilisblaðið - 01.08.1920, Side 3
HEIMÍLÍSBLAÐIÐ
115
hallir í ejrðimörkinni? sögðu þeir. Hvar er
nestið ykkar? spurði einn. Ætlið þið að
nærast á engisprettum? Nei, hann lætur
tollheiintumennina fæða þá, sagði annar,
hann nýtur hylli höfðingjanna!!! og svo
skellihlógu þeir. Það verður sennilega ein-
hver vinkonan hans til þess að sjá um mat-
inn, sagði annar. Nei, það verður eins og
með snjótitlingana, sagði einn, — Guð sér
fyrir þeim. Það rignir sjálfsagt manna-korn-
um niður til þeirra. Já, og steiktar endur
fljúga ofan í þá. «=•
Mikkael litli hamaðist við seglið, til þess
að komast sem fyrst í burtu, svo að hann
þyrfti ekki að hlusta á þessi* lastmæli.
Já, verið þið vissir um það, að Drottinn
sér þeim borgið, sagði gamall guðlastari,
eins og hann verndaði litlu drengina í
Betlehem, sem Heródes gaf englavængi!
Bessi vitskerti spámaður tælir þá auðvilað
með sér út á eyðimörkina, og þið skuluð
sanna það, að enginn þeirra kemst lífs af.
Peir deyja úr sulti.
Sumir, sem i bátunum voru, lóku að
ókyrrast.
Haldið þið piltar, að við verðum marga
daga í ferðinni?
Ætlum við ekki að taka með okkur dá-
lílið af brauði og osti?
Sumir virtust vera að því komnir, að forða
sér í land aftur.
En þá tók til máls gamall maður einn,
með lágri og blíðri röddu: Ekki trúi eg
því, að þið látið það á ykkur fá, sem þess-
ii’ Belials þjónar segja. Stendur ekki skrif-
að: Maðurinn liflr ekki af brauði einu sam-
an, heldur af sérhverju því orði, sem fram-
gengur af Guðs munni? Og Meistarinn okk-
ni' hefir gnægð slíkrar fæðu í forðabúrum
sínum. Vér skulum ekki hugsa um líkama
vorn, er vér sitjum við fótskör hans.
Þetta er satt, sögðu þeir einum rómi.
Mikkael var að leysa bátinn. Þá kom
hann auga á móður sína. Hún kom til
Þess að kveðja hann. Hann var nú ekkert
glaður yfir því; hann var sem sé hræddur
nm að hún mundi íinna uppá því að kj'ssa
hann, eða fara að gráta i allra augsýn, og
það þætti honum leitt, einkum af þvi, að
hann vissi að þá mundi hann eiga erfitt
með að fara ekki sjálfur að gráta. En þetta
las hún alt á svip hans og því, hve ákafur
hann var við starf sitt. Góða ferð! sagði hún
glaðlega. Drottinn blessi þig og gleðji þig!
Og svo laumaði hún að honum fáeinum ný-
bökuðum, ilmandi byggbrauðum, — hún
hlaut að hafa vakað alla nóttina við að
búa þau til og baka þau. Friður sé með
þér, móðir min, og þakka þér fyrir, sagði
Mikkael, og svo lögðu þeir út á vatnið, fyr-
ir fullum seglum.
Og þegar þeir voru komnir spölkorn frá
landi, sáu þeir spaugilega sjón. Mennirnir,
sem orðið höfðu fyrir vonbrigðunum og
voru hnuggnir yfir þvi, að komast ekki með
bátunum, liöfðu tekið ákvörðun. Þeir hófu
nú kapphlaup eftir grænum grundunum með-
fram vatninu. Það var sýnilegt að þeir ætl-
uðu að hlaupa hina löngu leið kringum
vatnið, og reyna að komasl jafnsnemma
bátunum að lendingarstaðnum hinumegin.
Þeir hrópuðu hver til annars og veifuðu
höndunum og húfunum, bæði þeir sem i
bátunum voru og hlaupamennirnir á landi.
Mikkael stóð í stafni og horfði hugfang-
inn á þessa sjon. En svo datt honum alt í
einu i hug, að hann hafði ætlað að veifa til
móður sinnar. — En þá var hún löngu
horfin heim.
II.
Það hafði verið falin eilífð i þessum dög-
um, fyrir Mikkael. Honum fanst timinn
takmarkalaus. Og hann gat ekki gert sér
grein fyrir þvi, hvort heldur það voru tveir
eða þrír dagar síðan hann íór að heiman.
Fyrst halði nú verið ferðalagið á bátn-
um, yfir um vatnið. Seinast hafði hann
lagt sig fyrir í botninum á bátnum og horft
uppí skýin. Honum fanst þau vera svo ei-
lif og óendanleg. Og þannig hafði hann leg-
ið kyr og hlustað á frásagnir mannanna
um alt hið undursamlega, sem þeir vissn