Heimilisblaðið - 01.08.1920, Síða 13
KEIMÍLISBLAÖIÍ)
125
*<!
»Ójú, vist er um það«, svaraði Möller,
»samt fmst mér þetta haíi verið j'ndisleg
för í svona Ijómandi fögru jólaveðri«.
»Já, það veit Guð, að svo er, en langt er
heim enn. Nú kæmi það sér svei raér vel
^ð fá kaffibolla og brauð með, er það ekki,
Möller? Við verðum, svei mér, að gá að
°kkur, að koma nú snyrlilega fram hjá
prestinum; eg veit að hann hefir ágætl
koníak, því að eg hefi útvegað honum það
sjálfur. Heyrðu, Lára! Er líann svo fjarska
Irúaður, eða hvað það er kallað — þú
Veist, hvað eg á við«.
Lára sat og var að huga um viðtökurnar
hjá prestinum, og ekki sízt um það, hvað
þeir doktórarnir og ungfrú Dalby væru nú
»ð hugsa; nú væru þau víst öll komin til
kirkjunnar.
Hún svaraði, að það vissi lnin ekki al-
Wennilega, en þau væru beztu hjón, prests-
hjónin, að minsla kosti hefðu þau reynst
sér vel.
Láru var það eigi lítil gleði, að viðtök-
Urnar heima fyrir voru einkar hlýlegar.
Kað var uppi fótur og fit, þegar sleðinn
rann að dyrunum, og öllum þótti vænt um
heimsóknina, og fögnuðu komu þeirra.
Þeim var íljótt vísað til sætis á bekkjum
°g borið fyrir þau kaffi og jólakökur, og
úróu þau drjúgum til sin og þeir Jörgen-
sen og Möller fengu aukabolla með koníaki
út í og vindil á eftir.
Það var uppi á þeim málbeinið, karl-
ffiönnunum, en kvenfólkið ræddi rnjög fált,
þangað til prestkonan lók frú Jörgensen
ffieð sér út i horn til viðlals; en Lára lagði
við eyrun og var sem á glóðum um, að
annaðhvort foreldranna segðu einhverja
heimskuna eða brytu bág við allar vel-
ssemisreglur. —
Prestskonan og ungfrú Krogh, voru að
homa heira úr kynnisför og urðu stein-
hissa, þegar þær sáu gestina. En þegar
Ungfrú Krogh voru sögð deili á hr. Möller,
^5 Su Lára, að þeim brá báðum; þau urðu
e‘ns og rafmagns-skautin, sem hrinda hvort
öðru frá sér. Og er Möller varð litið til
Láru í þessuin svifunum, þá varð hann
eins og utan við sig og fór að tala um að
fara af stað, en öllum fanst það helzt til
snemt. En hann linti ekki látum, fyr en
þau fóru að búa sig broltferðar.
Presturinn bauð þeim að vera þar um
kvöldið, og Jörgenseu hefði þegið það með
þökkum; en Möller hafði enga ró í sínum
beinum, svo ekki var um annað að ræða
en að taka sig upp umsvifalaust. Hann
leitaði sér einungis færis að ia að tala fá-
ein orð við ungfrú Krogh; en hún forðað-
ist hann eins og brent barn eldinn, svo að
Möller gat ekki annað en látið óánægju
sína berlega í ljósi út af þessari heimsku.
Lára sá þá undir eins, að eitthvað hlaut
að vera eða hafði verið á milli þeirra, og
af því að þessi slúlka var sérstök vina
hennar þar á heimilinu, og hafði daglega
mcst saman við hana að sælda, þá vonaði
hún, að hún kæmist að þvi scinna, sem
hún hafði nú orðið áskynja um.
Það var líka einmitt þetta, sem Möller
sá undir eins, og reyndi þvi, hvað sem
það kostaði, að koma í veg fyrir það, en
það (ókst ekki.
Ungfrú Krogh lét ekki sjá sig framar,
ekki einu sinni, þegar þau kvöddu.
Lára sá, að þessi heimsókn hafði eigi
valdið neinn þvi hneyksli, sem hún hafði
búist við og kviðið fyrir.
Að vísu hafði Jörgensen drukkið íleira
en koniak; en hann var ekki skrafhreifari
en hann átti vanda til. — Og móðir henn-
ar hélt sér í skefjum um alt, sem hún
sagði og gerði, og ef Lára hefði komið því
við, þá hefði hún þakkað raóður sinni fyrir
það af öllu hjarta.
Möller hafði haft hægt um sig í allri
framkomu sinni við hana eftir það, er hún
sá, að eitthvað var milli hans og ungfrú
Krogh, svo- að Lára var himinglöð af því,
hrernig heimsóknin hefði lánast í þvi tilliti
yfirleitt.
Því að eitt var henni ljóst fj'rir fram, að
það var Möller, sem hafði heimsókn þessa
í garðinn búið, bara til þess að færa sig