Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.06.1921, Qupperneq 8

Heimilisblaðið - 01.06.1921, Qupperneq 8
HtelMILISBLAÐÍi) 48 Skuggsjá. Meutunarskortur indverskra kvenna er tal- inn að vera einhver hin alvarlegasta hindr- un fyrir því að björtustu framtiðardraumar þjóðarinnar rætist. Nýlega heíir indverskur fursti einn geíið 1,500,000 sterlingspunda til þess að koma á fót uppeldis- og menta- stofnun fyrir konur. Indverskt blað segir: »Uppeldi hinnar indversku konu hetir meiri þýðingu til andlegrar viðreisnar hins indverska heimilis en uppeldi mannsins, eins og það er þó þýðingarmikið«. Norska biblíufélagið lét prenta 80,000 bibl- íur og biblíuhluta, árið 1919 og kostaði það 750,000 krónur. Begar K. F. U. M. i Kína var 25 ára gamalt, voru þar mikil hátíðahöld. Þar voru mættir 1271 fulltrúar, frá hinum ýmsu landshlutum, og er þetta hin stærsta kristilega samkoma, sem haldin hefir verið í Kína. Þar eru nú 170 lcristileg stúdentafélög, sem telja 13,000 félaga. Félögin, sem i borgum og bæjum starfa telja 32,659 félaga. Af 387 forstöðu- mönnum félaganna eru fyllilega tveir þriðju hlutar Kinverjar. Britisk Museum geymir margar merkilegar fornleifar, þar á meðal bækur, sem skrifaðar eru á tígulsteina, hnútur, fílabein, blý, járn, sauðskinn og pálmablöð. Mjög er það mismunandi, hvað hinar ýmsu dýrategundir ná háum aldri. Sagt er að svanurinn geti lífað í 300 ár, hrafninn Í 200 ár, sumir segja miklu lengur, fálkinn í 160 ár, hundar geta náð 20 ára aldri, en vanalegast eru þeir orðnir hrumir 15—16 ára. Úlfs aldur er 20 ár, refs aldur 14—16 ár, lcattar meðalaldur er 15 ár, héra aldur og ikorna 7—8 ár. Fílar hafa náð 400 ára aldri og úlfaldar verða stundum 100 ára gamlir. Hirtir geta orðið næstum 40 ára, dádýr alt að 20 ára. Sauðkind verður sjaldan yfir 10 ára gömul og kýr ná 15 ára aldri. Meðal- aldur hests eru 25—30 ár, en dæmi eru til þess, að hestur hefir orðið 72 ára gamall. Örninn getur orðið yfir 100 ára og skel- paddan 190 ára gömul. SKRÍTLU R. Skipstjórinn: Hefirðu varpað akkerinu, Hannes? Hannes: Já. Skipstj.: Það má merkilegt heita og þó skríður skipið áfram með fullri ferð. Hannes: Það er náttúrlega af þvi að akkerið var festarlaust. Frúin: Eg vil ekki hafa það, María, að þér séuð að standa frammi í anddyri á kvöldin hjá þessum kærasta yðar. María: Sjálfsagt, frú, eg skal víst muna eflir að bjóða honum inn í stofuna næst. A. Hvor heldur þú að sé ánægðari, sá sem á 100,000 krónur eða hinn, sem á 6 dætur? B. Auðvitað sá, sem á 6 dætur. því sá, sem á 100,000 krónur vill bæta við upphæðina, en hinum finst hann eiga nóg. Kanpendixi'nii* eru vinsamlegast ámintir um að finna mig ekki í prentsmiðj- una víðvíkjandi blaðinu, og þar tek eg alls ekki á móti borgun fyrir blaðið. — Mig er að hitta heima kl. 12—1 og eftir kl. 5 síðd. í Bergstaðastrœti 27. Útgef. Kanpendur blaðsins austanfjalls borgi til Andrésar Jónssonar, kaupm. á Eyrarbakka, þar sem ekki eru innheimtumenn í hrepp- unum fyrir blaðið. Húnvetningar eru beðnir, eins og að and- anförnu, að greiða andvirði blaðsins til herra Kristófers Kristóferssonar á Blönduósi. — Hjá honum geta þeir fengið blöð, sem þá vanta, ■ ' 1 ’ * Útgefandi: Jón Helgason, prentari. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.