Heimilisblaðið - 01.06.1941, Page 13
HEIMILISBLAÐIÐ
105
1 t>eirri glímu. Fleiri urðu þeir þó að lok-
Umi sem hölluoiust að síðari skioðuninni; en
samt hélzt hír. fáránlega skoðun Avicenna
hjá mörgum fram á miðja 18. öld.
Auðvitað voru uppi ýmsir menn, sem
höfðu skynsamlega skoðun í þessum efn-
um. En þeim var enginn gaumur gefinn.
Italski listamaðurinn frægi Leonardo da
Vinci (1452—1533) hrakti sérstaklega
kenninguna um »leikspil náttúrunnar«.
Leirkerasmiðurinn Bernard Palissy, sann-
fífirðist um það með rannsóknum sínum, að
steingervingarnir væru leifar af dýrum,
SKm einu sinni hefðu uppi verið. Og þó að
hann skoraði á' lærða menn siinnar (16.)
aldar, að afsanna það^ þá leiddu þeir það
^já sér, því að hann var ólærður maður.
^að var því ekki fyrr en undir lok 17. ald-
ar- að þessi skcðun var virt viðlits af vís-
mdamönnurn.
Aðrir börðust sérstaklega gegn Nóaflcðs-
aenningunni, eins og Italinn Fraeastora
(1483—1533), og færði hann þá sönnun fyr-
lr sínu máli, að í steingervingum hefði
fandist salt vatn (sjór) og væri af því
auðssett, að þeir hefðu ekki drukknað í
°soltu vatni. Danski jarðfræðingurinn Nils
Steno bar saman steingerðar hákarlstenn-
Ur og' tennur úr lifandi hákörlum og fann
^teð þeim samanburði,' hvernig á þeim
stæði, og Englendingurinn Robert Hooker
(1635—1703) sannaði, að steingervingarn-
111 á Englandi bæru vott. um, að loftslagið
efði verið heitara, þegar þeir voru á Ijfi.
En þrátt fyrir þetta varð sú rótgróna
s^oðun ofan á, að steingervingarnir væru
fki unnað en sorglegar leifar af mönnum
ueirn óg dýrum, sem farist hefðu í Nóa-
dði. Svisslendingurinn Scheuchzer (1672
7^1733) stóð sérstaklega fast á þessu, og
Póttist jafnvel hafa fundið beinagrind af
e’num drukknaða manninum. En síðar
Syndi Cuvier fram á, að beinagrindin sú
vmri úr tröllauknum halafroski;
Um miðja 18. öld fer loks að rofa til.
. uffon, frakkneski nát'túrusöguhöfundur-
lnn kollvarpar Nóaflóðs-tilgátunni • með
því að færa sönnur á, að jörðin væri miklu
eldri en biblían virtist gera ráð fyrir og
steingervingarnir væru ekkert annað en
útdauð dýr. I>eir Lamarck (1744—1829) og
Scwerby (1757—1822) gerðu myndir af
fjölda steingervinga og greiddu með því
veginn fyrir Cuvier.
Það er Cuvier, sem fyrstur finnur þao
lögmál, að ful.lt samræmi sé milli allra
parta hverrar lifandi veru. Og þó að það
hafi ekki reynst algillt lögmál í ríki hinna.
lægri dýra, þá hefir það reynst enn næsta
mikilvægt lögmál, að því er hærri dýrin
(hryggdýrin) snertir. Þessu lögmáli fylgdí
hann við rannsóknir sínar og samanburð
á lifandi og útdauðum dýrum.
Eins cg fyrr getur hóf hann þess,ar rann-
sóknir sínar í Fiquanvifle. Og árið 1796
birtir hann fyrstu ritgerðina sína um stein-
gerð dýr, sem hann nefnir megalonyz og
megatherium og' hauskúpu af útdauðum
birni, sem fannst í hellunum i Gaylenreuth
(hellabjörninn).
Frá þessu ári og til, 1812 birtir hann
smám saman uppgötvanir sínar í árbókum
Náttúrugripasafnsins. En árið 1812 gefur
hann út. á einni bók: »Rannsóknir á bein-
um steingervinga«. Framan við bókina er
ræða eftir hann um; »Byltingar í yfirborði
jarðar«. Þar lætur hann þá skoðun sína í
ljós, að snöggar jarðlagabyltingar muni
hafa valdið dauða dýranna.
Þess má gela hér til samanburöar, að
Eggert Ólafsson komst að sömui niðurstöðu.
Hann fann malarkamba hátt frá sjó, fulla
af steinrunnum skeljum. Þessu telur hann
hafa valdið einhverja umbyltjngu í yfir-
biorði jarðarinnar.
En þessi skoðun hefir ekki reynst rétt.
Náttúrufræðingurinn Lyell (1797—1875)
kemst að þeirri föstu niðurstöðu með rann-
sóknum, að engar snöggar jarðlagabylting-
ar hafi orðið, heldur hafi þær allar gerzt
á löngum tíma. — -
Með óþreytandi samanburði á beinum
steingervinga og' lifandi dýra, sannaði nú
Cuvier, að á fyrri öldum hnattarins hefðu