Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 48

Heimilisblaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 48
88 HEIMILISBLAÐU7 sagði Símon. Hann rétti Carson litlu bænabóltina. Carson virti hana nákvæmlega fyrir sér. »Móðir þín hefir átt hana«, sagði hann svo. »Hér stendur nafn hennar. Dagsetningin er giftingardag- ur þeirra. Þarna stendur Margaretta Howard-------« Hann þagnaði allt í einu og leit út á grasvöllinn, þar sem tíu menn komu og báru með sér þrjá menn. Balu gekk á milli þeirra. Hann var brjálaður af ótta. »Þetta eru menn mínir«, sagði Carson konungur með hægð. »Það lítur út eins og eitthvað uppþot hafi orðið«. »Já, ég veit það. Það var------« byrjaði Helena. »Ég veit það líka«, sagði Carson konungur. »Stuttu eftir dögun, sáum við að skonnorta lá fyrir akker- um uti fyrir eyjunni. Við höfðum bráðlega allan við- búnað. Ég á eltki svo fáa óvini. Þá eignast menn, sem hafa lifað eins og ég. Við höfum góða verði hérna«. »Þeir haía skotið Charlie«, hrópaði einn al’ mönn- unum. »Annar árásarmannanna var Waltér Crome. Hann er dauður«. »En hvernig fór. nieð Salvatore?« spurði Carson konungur. »Hann er helsærður. Við mættum þeim strax, þeg- ar þeir gengu á land. Við hrópuðum og spurðum hvað þeir vildu. Þeir svöruðu með því að skjóta á okkur. Það varð Charlie að bana. Svo skutum við, og þá féll Crome. Salvatore tókum við með oltkur«. »Berið hann inn«, skipaði Carson. Þeir hlýddu og báru Salvatore inn í húsið og lögðu hann á lág- an legubekk. Hann leit upp og horfði á þau Carson, Helenu og Símon. Hatursl)ros lék um varir hans. Hann dró andann djúpt og stundi. »Ég veit, að ég get ekki lifað«, sagði hánn hás- um rómi. »Og ég vildi þó allra sízt deyja núna. Ég vildi lifa. lifa til að hefna. og lifa svo að Helena -----« Hann lokaði augunum og opuaði þau aftur. Svo leit hann á Carson konung og hvæsti. »Gamli þorpari, ég hefi allt af hntað þig. allt af barizt gegn þér. Alltaf sigrar þú«. Hann neytti hinztu krafta, til þess að setjast upp. Rödd hans varð að hásu hjali: »Hvers vegna sneri ég' ekki Símon úr hálsliðnum í stað þess að láta hann út í bát. Miskunnsemi? — — Ég hefi allt af hatað miskunnsemi. — Helena, Helena — —« Hann hneig niður. Krampadrættir fóru um lík- ama hans, svo lá hann grafkyrr. Lífið vars loklín- gerir ráð fyrir einhverju óskiljan- legu. Eitt af aðalbrögðum alþekkt* trúðleikara er að láta sex endm' hverfa. Síðan sýnir hann tómau kasaann. Áhorfendurnir skilja ekkert. 1 rauninni eru enduniai' bomar hurt af aðstoðarmanni leikarans, en svo lipurlega, að eng- inn tekur eftir því. En jafnvel svo auðvelt bragð getur aðeins snill- ingur framkvæint. Margir töframenn segja, að eng' inn geti gert listir þeirra, nenta fakírar úr Indlandi. Þessi frásögn hefir sína þýðingu fyrir áhorfend- urna. Það er almenn trú, að fatnað' ur trúðanna sé allur útsaumaðut með vösum. Þetta er hin mesta firra. Raunar hefir klæðnaðurinn mikið að segja, en þó er nóg «ð hafa venjuleg föt. Blaðamaður ætlaði eiuu sinn' að tala við trúðleikara eftir sýn- ingu. Hann fann leikarann í bún- ingsherberginu allsnakinn, saW* sem áður gat liann látið gullpen- ing hverfa og koma í ljós á ný. Töframaðurinn Mulholland het- ir náð miklum fróðleik hjá ind- verskum fakírum. Hanu segist oft hafa orðið heillaður af brögðui*) þeirra. En hann lét sér ekki segj' ast. Fékk þá til að skýra fyrif' brigðin, og þá kom í ljós, að ekk- ert var yfirnáttúrlegt á seiði. Hann fékk leyfi til að uppgötva hvf vandalaust það er að skera liöfuð af dreng og setja það aftur á og láta fullorðinn mann hverfa út i loftið. En helzt þarf að vera fædd' ur sjónhverfingamaður. Það *r

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.