Heimilisblaðið - 01.03.1943, Blaðsíða 50
90
H£lMlLISBLAÐIi>
ORKNEY3AR
Framh. af bls. 51.
þeir hafa kjörið sér ból og fara að púla við
að taka holur hreiðra sinna. Holur þeirra eru
um 1 meter á dýpt og sagt er að þeir séu
enn betri að grafa en kanínur.
Sjósvölur eru næturverðir stranda. Vænst
þykir þeim að verpa í gömlum kanínuhol-
um. Þar eyða þær deginum, meðan sól er
á lofti, en koma út á kvöldin, fljviga lágt með
jörðu og tísta undarlegu væluhljóði, sem
Iiljómar tilbreytingarlaust með reglulegum
millibilum á löngum og björtum sumarnótt-
um.
iMest sækja menn eftir æðarfugli. Hann
verpir líka á eyjunum.
Vestlægir vindar flytja saltrvk með sér og
eyðileggja öll ung tré, nema gróðursett sé
þar, sein skjólgott er. Á læknisaðsetri, sem er
800 m. frá ströndinni, eru gluggarúðurnar
samt þaktar smágeru saltrvki, afbrigðalaust,
eftir hvert stormveður. Otrúlegt virðist að
saltryk geti borist svo langt, en ekkert er það
þó á við það, sem dust getur borizt í lofti.
Þegar Hekla gaus síðast, var vindur norð-
vestlægur og af því leiddi, að loftið yfir Orkn-
eyjum fylltist hvítleitu dufti, sem lagðist í
þéttri breiðu vfir allt. Þetta einkennilega
livíta ryk var efnarannsakað og reyndist vik-
ur. Enginn efi lék á hvaðan það væri komið,
með öðrum orðum í lofti hafði það borizt til
Orkneyja frá Islandi, meira en 965’ km.
Algengasta tré á eyjunum er fíkjutréð, sem
verður all liátt í liúsaskjóli. Askar, elrir, reyn-
ir og yllir þrífasl líka allvel, ef kringumstæð-
ur eru góðar og ekki of nærri sjó. 1 aldingörð-
um blómgast gullregn og hýrgar mjög um-
hverfið með litskarti sínu. Af aldintrjám er
raunar ekki nema eplatrén, sem vaxa í vel
skýldum görðum. Runnar eru margir, bæði
stikilsberja, ribsberja og sólberja. Á góðum
sólskinsstöðum má og rækta Ijúffeng jarðar-
her! Þau eru fremur smá og þroskast seint.
Eyjarskeggjum þykir mjög vænl uni aldin-
garða sína og hvert blóm í þeim. Er það ekki
furða þeim, sem vita með hvaða umhyggju og
þolgæði þá verður að rækja svo að nokkurn
veginn góður árangur fáist. Ung kona, sem
er rithöfundur og heimsótti eyjarnar í fyrsta
uinpro nnudou 8oftu .taj ‘iwme iujXj i uuis
urn merkilega háttsemi „landsmanna‘% þessu
sérstaklega viðvíkjandi: „Ég liefi aldrei rek-
izt á fólk eins áfergjulegt að sýna aldingarða
sína .... og svo líta þeir út þannig, að maniu
þykir, að heldur ætti að draga dul á þá“.
Villiblóma er mikill fjöldi, en flest eru þau
smá og lág að vexti; annars eru þau -söm og
þau, sein kunn eru í Danmörku. Um hæðirn-
ar breiðir lyngið sig ásamt víðikjarri og þynu-
runnum. Ekki nema þar, sem næðir minnst
á eyjunum eins og t. d. á Hoy-ey geta vilh'
rósir og geitalauf þrifizt.
Loftslag er mjög jafnt; sumar er ekki mjög
heitt og vetur sjaldan mjög liarður, en storm-
viðri er mikil og tíð.
Eyjarskeggjar eru harðfengt kyn og atorku-
mikið. Fiskiveiðar eru' aðalatvinnuvegur
þeirra, eins og fyrr er getið. Hefði mátt halda.
að allir karlar á jafn smáum löndum lilyti að
læra smul; en allt að fyrir hér um hil •c>,,
árum ríkti hjá fiskimönnum hjátrú gegn þess-
ari íþrótt sérstaklega. Væri það vitað, að ein-
hver af skipshöfninni hefði lairt að synda,
þá risu allir liinir upp á móti því, að liann
reri með þeim, því að „fyrst að forsjónin1'-
sögðu þeir, „hefði lofað manni að læra þessu
íþrótt, þá ætlaði hún honum að sjálfsögðú að
sýna sig í lienni, og gerðist það nú svo langt
Irá landi, að hann hefð’i ekki orku til að na
landi, |>á drukknar hann nú samt sem áðui'
og með honum vér, allir liinir, sem aldrei
höfum gerzt brotlegir í þessa átt“. En trúin
snerist, þá er báti frá Straumnesi hvolfdi eit*
siim á áttunda tug fvrri aldar, nærri við höfn-
ina og enginn komst af, því skipverjar kunnu
ekki að synda. Síðan er sundlist orðin algeng
á eyjunum.
Mikið orð fór af Orkneyjum í styrjöldinni,
því að Scapa Flow var helzta lægi enska flol-
ans frá 1914—1918. — Enn sjást siglur sokkm1
skipanna þýzku gnæfa þar upp úr sjávarfleti
og varðskip liggja við hafnarmynnið. Aðrar
daprar styrjaldarmenjar er fjöldi minnis*
merkja fallinna hermanna. Næstum liver sók»
á eyjunum á sitt merki þar. Helzt þeirra er
Turninn á V’arwick Head-tánni til minningai
um Kitchener lávarð og hundruð inanna
þeirra, er fórust með herskipinu „Hanip'
shire“ í júní 1916.
Þvkja má fyrir því, að ljósmyndalistin var
ekki kunn á víkingartímum. Ef svo hefði ver-