Morgunblaðið - 08.08.1964, Qupperneq 1
24 síður,
Tyrkir gera loft-
árás á Kýpur
Harðir bardagar á eyjunni
undanfarna tvo daga
Nicosía, Kýpur, 7. ágúst.
— (AP-NTB) —
HARÐIR bardagar geisuðu á
norð-vesturhluta Kýpur í
kvöld, og segir talsmaður SÞ
á eyjunni að ástandið sé mjög
alvarlegt. Einnig skiptust
grískir og tyrkneskir menn á
skotum í Nicosíu eftir að
tyrknesk-ættaðir menn hand-
tóku þrjá menn í Tyrkja-
hverfi borgarinnar. Sögðu
Tyrkir að tveir mannanna
væru herforingjar frá Grikk-
landi.
í kvöld tilkynnti Kýpur-
stjórn að fjórar orustuþotur
| úr tyrkneska flughernum hafi
ráðizt með vélbyssuskothríð á
höfnina í borginni Polis, og
hafi ítalskt flutningaskip þar
orðið fyrir skothríðinni.
í tilkynningu stjórnarinnar,
sem skipuð er grísk-ættuðum
! mönnum, segir að loftárásin hafi
verið gerð skömmu eftir kl. 6
síðdegis (ísl. tími). Sagði tals-
maður stjórnarinnar að tyrk-
nesku stjórninni hafi þegar verið
send mótmælaorðsending, og að
stjórnin hefði í hyggju að kæra
árásina fyrir Öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna.
Bardagarnir a norð-vesturhluta
Kýpur hafa staðið í tvo daga,
og eru bardagarnir harðastir við
hafnarbæinn Kokkina. Hafa
Líkir Grænlandi
v/ð Angola
Danir mótmæla
Lissabon, 7. ágúst (NTB).
UTANRÍKISRÁÐIIERRA Portú-
gaJs, Alberto Franco Nogueira,
átti í dag fund með fréttamönn-
um. Á fundi þessum gagnrýndi
hann afstöðu fuiltrúa Danmerk-
ur hjá Sameinuðu þjóðunum
varðandi nýlendustefnu Portú-
(ah.
Nogueira sagði að danski full-
trúinn í nefnd þeirri á vegum
SÞ, sem fjallað hefur um að-
gerðir Portúgal í AngO'la og öðr-
um nýlendum hafi, lýst því yfir
að danska stjórnin væri andvíg
stefnu Portúgalsstjórnar.
— Ég vil nota þetta tækifæri,
Framhald á bls. 2
stjórnarliðar sent þangað fall-
byssubáta, sem halda uppi skot-
hríð á lið tyrkneskra manna. —
Einnig var fjöldi grískra bryn-
varðra bifreiða á leið til Kokk-
ina í dag.
i NAUlliÚLSVÍK
f GÆR var bezti sumardagur-
inn á árinu í Reykjavík, og
kunnu bæjarbúar sýnilega vel
að meta hann. Ýmis fyrirtæki
lokuðu og gáfu sólarfrí, svo
starfsfólkið gæti notið góð-
viðrisins. Hvarvetna mátti
líka sjá léttklædda krakka og
fullorðna í görðum, á götunni
©g við sundlaugamar. Úti i
Nauthólsvíkinni var krökt af
fólki, taldist baðverðinum svo
til að þar væru staddir á þriðja
þúsund baðgestir, er hann
reyndi að kasta tölu á hóp-
inn. Þessa mynd tók ljósmynd
ari blaðsins, Sveinn Þorm.,
úti í Nauthólsvík í gær.
Alþingi samþykkti skattalögin
með samhljóða atkvæðum
Framsóknérmenn og kommún istar bera því
fulla ábyrgð á framkvæmd þeirra
Framsóknarmenn og komm-
únistar þykjast nú allt í einu
vera sjálfkjömir verndarar
almennings gegn háum skött-
um og útsvörum. Þetta sting-
ur mjög í stúf við fyrri reynslu
þjóðarinnar af stefnu þessara
flokka í skattamálum. Öll
þjóðin veit að núverandi
stjómarandstöðuflokkar hafa
alltaf verið fremstir í flokki,
þegar um hefir verið að ræða
hækkaða skatta og álögur á
almenning. Sannaðist það ekki
hvað sízt á tímum vinstri
stjórnarinnar sálugu.
En vegna þess að Framsókn-
armenn og kommúnistar ráð-
aSt nú sérstaklega á skattlaga
breytingar þær sem gerðar
voru á síðasta Alþingi, er rétt
að þjóðin viti, að bæði komm-
únistar og Framsóknarmenn
greiddu atkvæði með breyt-
ingum þeim, sem gerðar vom
á lögunum um tekju- og eigna
skatt og lögunum um tekju-
stofna sveitaféiaga á síðasta
þingi. Breytingarnar á þess-
um lögum voru samþykktar
með samhljóða atkvæðum
bæði í Efri deild og Neðri
deild. f Neðri deild voru breyt
ingarnar á lögunum um tekju-
skatt og eignaskatt t.d. sam-
þykktar sem lög með 31 sam-
hljóða atkvæði.
Það kom einnig greinilega
fram í umræðunum um þessi
lög að stjórnarandstæðingar
töldu þau vera til verulegra
bóta.
Það er líka staðreynd sem
ekki hefir verið mótmælt að
ef þessi lagabreyting hefði
ekki verið gerð á síðasta þingi
hefði skattaálagningin nú orð-
ið öllum almenningi miklum
mun óhagstæðari, vegna mjög
hækkaðra tekna á s.l. ári.
Það er sú velmegun og
tekjuaukning, sem orðið hefir
hjá öllum þorra landsmanna,
sem er megin orsök þess að
opinber gjöld hækka nú á
mörgum gjaldþegnum.
Samþykkt miðstjórnar Fram
sóknarflokksins um skatta-
málin verður áreiðanlega
naumast tekin alvarlega af
öllum þorra landsmanna.
Framsóknarflokkurinn hefir
ævinlega fylgt hreinni skatt-
píningarstefnu þegar hann
liefur ráðið. Leiðtogar hans
hafa aldrei séð annað úrræði
í efnahagsmálum en hækkun
skatta og toUa á almenningi,
Þegar þeir hafa farið með
völd.
Það er hinsvegar staðreynd,
Framhald á bls 2