Morgunblaðið - 08.08.1964, Blaðsíða 3
Laugardagur 8. ágflst 1984
MORCUNBLAÐIÐ
3
„ÞEGAR ég hafði nýlokið
prófi úr Verzlunarskólanum
og var búin að setja á stofn
kjólaverzlunina Fix, sem ég á
reyndar enn þá, hugsaði ég
mest um það að græða pen-
inga. Mér fannst furðu sæta,
að ailir skyldu ekki vera kaup
menn. Ég hef gerbreytt um
skoðun. Peningar eru að vísu
nauðsynlegir og erfitt án
þeirra að vera, en eina auð-
legðin, sem getur veitt okkur
lífshamingju, er sú, sem býr
í okkur sjálfum. Er því mest
um vert að rækta með sér
alla sína hæfileika, ekki að-
eins meðan fólk er ungt, heid
ur allt lífið“.
Ég var staddur hjá frú
Kristínu H. Eyfells, konu Jó-
hanns Eyfells. Þau ' hjónin
hafa dvalið í Bandaríkjunum
um nokkurra ára skeið. Jó-
hann vann sem arkitekt í New
York og þótt hún hefði ekki
Hamingjan hlýzf af innri auð/egð
og að ávaxta sitt pund alla œfi
Samtal við Eiristínu H. Eyfells B. A. í sálarfræði og fogrum listum
setið á skólabekk í 10 ár, þá
tók frú Kristín að leggja stund
á sálarfræði við Hofstra Coll-
ege. Hlaut hún frábærar eink
unmr þar, og þegar hjónin
fluttust til Gainsville ári síðar,
var frúin tekin inn í Háskól-
ann í Kaliforníu á námsstyrk.
Árið 1962 lauk Kristín B.A.
prófi í sálarfræði með mjög
hárri einkunn og i desember
1963 B.A. prófi í „fögrum
listum“ með einni hæstu eink
unn, sem tekin hefur verið
við skólann, 3,8 af 4 mögu-
legum. Jafnhliða náminu ref
ur Kristín stöðugt fengizt við
ýmsar greinar myndlistar svo
sem málaralist, svartlist, kera
mik, og síðast en ekki sízt
höggmyndalist. Kristin hefur
sýnt verk sín, einkum högg-
myndirnar víðs vegar um
Florida. Þá var svartlistar-
mynd eftir Kristínu eitt af
aðeins 100 verkum á árlegri
allsherjarsýningu Bandaríkj-
anna (National Exhibit) á
vatnslita-, svartlistarmyndum
og teikningum, sem árið 1963
var haldin í Oklahoma.
„Við komumst ekki með
nema iítið með okkur hingað.
Flest er í geymslu á Florida.
Skúlptúrin mín eru svo voða
lega fyrírferðarmikil, að ekki
Skúlptúr eftir Kristínu
var viðlit að flytja neitt af
þeim“ segir frú Kristín, er
ég licast um í stofu íoreldra
hennar, þar sem hún og Jó-
hann búa, meðan þau dveljast
heima. Á veggjum hanga mál
verk eftir Jóhann og Kristínu,
þar á meðal andlitsmyndir af
foreldvum hennar. „Ég hef
eingöngu málað andlitsmynd-
ir upp á síðkastið og ætla ekki
að sýna önnur málverk á sýn-
ingunni, sem við hjónin höld
um í Listamannaskálanum í
haust. En auðvitað verða lang
flest verkin eftir Jóhann.“
„Hvenær fórst þú að fást
við myndlist, Kristín?“
„Það var í Hofstra. Ég
þurfti að taka eitthert auka-
fag ineð sálarfræðinni. Ég
hefði náttúrlega aldrei farið
að koma nálægt myndlist
hefði ég ekki verið gift Jó-
hanni Eyfells. Fyrstu vikurn
ar hötðum við nakta negra-
stúlku til að gera höggmynd
af. Mér leið mjög illa, því
mér fannst öllum öðrum far-
ast miklu betur að gera mynd
af módeiinu. Þá kom prófess-
orinn okkar á yfirleið. varð
starsýnt á það, sem ég var
að gera og spurði mig hvar
ég hefði fengið svona mikla
reynslu í myndlist! Ég kom
náttúrlega af fjöllum, en vaið
þetta svo til uppörvur.ar, að
ég hélt áfram og fékk auðvít
að sífellt meiri áhuga og sjális
traust“.
„Þú tókst B.A. prófin á
styttri tíma en venja er til“.
„Já, þeir eru nýbyrjaðir á
svonefndu trirnester fyrir-
komulagi f Gainsville í stað
semester Voru því engin h’.é
milli námsáfanga. Ég fékk að-
eins viku fri eftir prófin þrisv
ar á ári. Þegar ég hafði lokið
B.A. prófi í sálarfræði og byrj
aði á listunum, sótti ég tíma
til M A. prófs eingöngu og
ætlaði að ljúka því áður en
við kæmum heim, en tíminn
leyfði það ekki og mér var
boðið að þreyta B.A. próf í
staðinn, þótt ég hefði ekki
verið t.ilskilinn tíma í skólan-
um. Ég er staðráðin í því að
taka M.A. bæði í sálarfræði
og fögrum listum, ef þess er
nokkur kostur.
Kristin H. Eyfells við afhend
ingu B.A. skírteinisins.
Jóhann kenndi við listadeild
ina siðasta árið í Gainsvibe.
Hann heldur sjálfsagt áfram
að gera það þar, eða við aðra
bandaríska háskóla, þar sém
honum hefur verið boðið að
kenna. Hins vegar er sá hæng
ur á, að ég má ekki samkvæmt
lögum flestra skóla taka M.A.
próf við deild, þar sem eigin-
maður minn er kennari. Ég
veit ekki enn, hvernig við ráð
um fram úr þessu vandamáli“.
„Hefur Jóhann stundað
höggmyndalistina mest síð-
ustu árin?“
„Næstum eingöngu! Ég gaf
honum logsuðutæki í jólagjöf
áður en við fórum til Gains-
ville og eftir það fór hann að
fást við málmskúlptúrinn,
sem hann er orðinn svo þekkt
ur fyrir og hefur tekið mest
af hans tíma upp á síðkastið“.
„Hvernig er að bua í Gains
ville? ‘
„Alveg prýðilegt. Þar eru
aðeins 60—70 þúsund manns
og flestir tengdir háskólanum
á einhvern hátt. Borgin er
mjög falleg og hreinleg. Hún
var útnefnd hreinasta borg
Bandaríkjanna árið 1962.
Enda var það eitt af því fyrsta
sem vakti athygli mína. þegar
við komum heim núna eftir
3 ára samfellda útivist, hve
mikið er af rusli í Reykjavík.
Hins vegar halda allir kunn-
ingjar okkar Jóhanns, að við
liggjum alltaf í sól á bað-
strönd eða eitthvað slíkt, af
því að við búum í Florida.
Það er mesti misskilningur.
Við tökum okkur ekki einu
sinni jólafrí og eigum oft and
vökunætur við vinnu. Aðeins
einu sinrii höfum við tekið
okkur smáfrí og lagzt í sól.
Auk þess er eins og hálfs tíma
akstur á baðströnd frá Gains-
ville“.
„Hvenær farið þið svo utan
aftur?“
„Það er óráðið enn þá. Sýn
ingin ei í október, svo að það
verður þó aldrei fyrr en eftjr
það. Annars er ég alltaf í búð
inni minni og hef eiginlega
alltof lítið nseði til að gera
það sem gera þarf fyrir sýn-
irguna. Jóhann hefur hins veg
ar fengið til afnota skúr inni
í Vatnagörðum, þar sem bann
getur unnið í friði. Hann barf
mikið næði og vinnur alltaf
einn“.
„Æthð þið kannske að flytj
ast alveg til Ameríku?"
„Nei, það' kemur aldrei ti)
mála. Við verðum alltaf ts-
lendingar og hér eigum við
heima, en hins vegar getur
verið að við eyðum meiri
tíma erlendis en heima“.
Þegar ég geng út staðnæm-
ist ég um hríð og virði fyrir
mér ljósmynd af einni högg-
mynd Kristínar.
„Skúlptúrinn minn er allt
öðru vísi en það, sem allir
aðrir eru að gera í Gainsville.
Hann er allur nonfígúratívur,
verður aðeins til í heilanum
á mér. Kollegar mínir kalla
þetta beinaskúlptúr. Mér
finnst þetta ekki vera beina-
líkön. En eina skýringin sem
mér dettur í hug, er sú, að ég
lék mér gjarnan að beinum,
þegar ég var lítil“.
STAKSIEINAR
Skattalög í framkvæmd
Alþýðublaðið gerir skatta- og
útsvarsmálin að umræðuefni í
forustugrein í gær. Er þar beint
fjórum spurningum til blaða
framsóknarmanna og kommún-
ista og óskað undanbragðalausra
svara. Forustugreinin er á þessa
leið:
„Blöð stjórnarandstöðuflokk-
anna hafa látið í ljós mikla ó-
ánægju yfir því, að Alþýðublaðið
skuli leyfa sér að gagnrýna út-
svör og skatta, enda þótt Al-
þýðuflokkurinn sé aðili að ríkis-
stjórn.
f þessu sambandi er rétt að
minna á, að Alþýðublaðið hefur
hiklaust gagnrýnt margt það, sem
því þykir betur mega fara hjá
ríkisstjórninni. Nú hefur það
gerzt, að skattalög hafa í fram-
kvæmd reynzt á annan veg en
til var ætlazt, og alveg sérstak-
Iega hafa Reykjavíkurborg og
önnur bæjarfélög þyngt stórlega
útsvörin, sem landsmenn verða
að greiða“.
Spurningar Alþ.bl.
„1 tilefni af þeim umræðum,
sem spunnizt hafa um útsvars-
málin, vill Alþýðublaðið beina
eftirfarandi fyrirspurnum til
Tímans og Þjóðviljans:
1) Hafa Tíminn og Þjóðviljinn
gleymt þvi, að framsóknar-
menn og kommúnistar greiddu
atkvæði með skatta- og út-
svarslögunum, sem afgreidd
voru á Alþingi í byrjun maí?
2) Bera framsóknarmenn og
kommúnistar enga ábyrgð á
lögum, sem þeir samþykkja
með atkvæðum sínum á AI-
þingi?
3) Hvernig stendur á því, að
Tíminn og Þjóðviljinn minnast
varla á þau stórkostlegu skatt
svik, n Alþýðublaðið hefur
gert að umræðuefni?
4) Af hverju var ekki meira gert
I baráttunni gegn skattsvik-
um öll þau ár, sem Eysteinn
Jónsson var fjármálaráð-
herra?
Æskilegt væri að fá undan-
bragðalaus svör við þessum spurn
ingum frá Tímanum og Þjóðvilj-
anum sem fyrst“.
„Þjóðviljinn"
kominn til varnar
Árásarmennirnir í Norður-Viet-
nam og fjárhaldsmenn þeirra í
Rauða-Kína eiga hauk í horni
hér á íslandi, sem nú er kominn
til skjalanna. Kommúnistamál-
gagnið ritar um atburðina á Ton-
kinflóa í forustugrein í gær og
er hreint ekki í vafa um hinn
góða málstað. Átökunum þar er
líkt við landhelgisdeiluna við
Breta og er sú samlíking harla
fróðleg, bæði um hliðhylli komm
únista við árásaröflin eystra og
einnig afstöðu þeirra til land-
helgisdeilunnar á sínum tíma.
Svo scgir í „Þjóðviljanum" í
gær:
„Bandaríkin reyna að réttlæta
hernaðarárás sína með ágreiningi
um það hvað sé alþjóðahaf í
þröngum flóa milli Kína og
Norður-Víetnam þar sem banda-
rísk herskip eiga sízt af 'öllu
nokkurt erindi. Málflutningur af
því tagi hefur naumast góð áhrif
hér á Iandi; ekki eru nema tæp
sex ár liðin síðan íslendingar
voru sakaðir um að beita ofbeldi
á alþjóðahafi og brezkur her var
sendur á vettvang til þess að
kúga okkur til uppgjafar. Sam-
kvæmt hinni bandarísku kenn-
ingu hefðu Bretar þá haft rétt til
að gera loftárásir á íslenzka bæi,
og verður sannarlega fróðlegt að
sjá hvort islenzku hernámsblööin
gera þær blygðunarlausu of-
| beldiskenningar að sínum".