Morgunblaðið - 08.08.1964, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 8. ágúst 1964
ÚTVARP REYKJAVÍK
A SUNNUDAGSMORGUN, 26.
júlí, var útvarpað ágætri messu
séra Óskars J. Þorlákssonar úr
dómkirkjunni. Organleikari var
dr. Páll ísólfsson. Um kvöldið
stjörnuðu þeir Andrés Indriða-
son og Tómas Zoega þættinum
„A faraldsfætr'. Áttu þeir meðal
annars viðtöl við tvo stúdenta,
nýkomna af stúdentamóti á
Nýja-Sjálandi. Greindu þeir frá
mörgu skringilegu úr ferð sinni.
Er þeir fóru um Thailand urðu
þeir t.d. að undirskrifa yfirlýs-
ingu um, að þeir afsöluðu sér
hugsanlegum skaðabótakrofu-
rétti vegna kóieru, er geisaði
þar. Þeir félagar töldu of mikið
gert úr vanþekkingu útlendinga
gagnvart íslandi. Flestir, er þeir
ræddu við, höfðu heyrt landsins
getið, þótt þeir vissu reyndar
lítið úm málefni þess.
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson,
rithöfundur, talaði um daginn og
veginn á mánudagskvöldið.
Hann vék fyrst að hinu rysjótta
veðurfari, sem verið hefur hér
sunnanlands undanfarið. Fólk
hefði flúið norður og austur á
land. Hann sagði, að súgþurrkun
hjá bændum hefði að nokkru
brugðizt þeim vonum, sem við
hana voru tengdar, enda væru
heyþurrkunar horfur nú all
iskyggilegar hjá bændum sunnan
lands. Svo brá við, að daginn
eftir að Vilhjálmur flutti erindi
sitt, var kominn brakandi þurrk-
ur, 'svo að líklega hefur einhver
mér hærrá settur hlustað á út-
varpið þetta kvöld.
Vilhjálmur hafði eftir þekktum
skólamanni, að ungt fólk nú á
jjdögum væri frá-
Ibærlega duglegt,
(svel menntað og
fyrirhyggju-
? samt. Það ætti
í metnað og stolt.
Þá sagði Vil-
ihjálmur, að það
iværi slæmt, þeg
_____ [ar blöð og frétta
Vilhjálmur S. stofnanir blésu
Vilhjálmsson “* vandræðr
folks. Blaða-
mönnum hætti til að líta eink-
um á þáð versta, þar sem þeir
teldu það fréttnæmast. Þannig
taldi hann, að nokkuð mikið
hefði verið gert úr ólátunum við
Hreðavatn á dögunum. Hann
sagði, að oft væri verið að næra
og magna ósómann með því að
breiða hann út í fréttum.
Vilhjálmur er sjálfur blaða-
maður og ætti því að vera gleggri
en' ella á aðskiljanlegar náttúrur
blaðamannastéttarinnar. En
hvað sem blaðamönnum líður,
þá mun það staðreynd, að fpll-
orðnu fólki hættir til að misskilja
og mikla fyrir sér þau ærsli, sem
verða, þegar stóruip skará ung-
menna af báðum kynjum lýstur
saman úti í guðsgrænni náttúr-
unni. Það má ekki afgreiða slíkt
mál án umhugsunar imeð einu
orði drykkjulæti. Æskufólkið
ræður stundum blátt áfram ekki
við hamingju sína, hina fjaðrandi
lífshamingju, sem fullorðna
fólkið er að meira éða minna
leyti vaxið upp úr. „Það er hæg-
ara um að tala en í að komast“
að vera ungur.
Síðar um kvöldið opnaði Gísli
J. Ástþórsson bréf frá hlústend-
um. Hann furðaði sig á því, hve
fólkið úti á landsbyggðinni hefði
úr Reykjavík. Hann las síðan upp
varpinu, megnið af bréfunum var
úr Rvík. Hann las síðan upp
2—3 bréf. í einu bréfanna var
þess getið, að vegfarendur í
New York hefðu horft aðgerða-
lausir á er ung stúlkaa var myrt
á götu úti og ekkert gert henni
til hjálpar. Bréfritari taldi, að
svona lagið gæti ekki gerzt hér.
Benti hann í því sambandi á
dæmi þess, er strætisvagnsbíl-
stjóri í vesturbænum hefði feng-
izt til að stoppa, til að huga að
sjúkum manni, er á vegi hans
varð. Það er nú svo.
En hvernig var það með fólk-
ið, sem tók sér far með strætis-
vagninum, til að horfa á kross-
festinguna á Valhúsahæðinni?
Þetta kvöld var lýst landsleik
í knattspyrnu, sem íslendingar
háðu við Skota á Laugardals-
vellinum. Var nú kominn nýr
maður í stað Sigurðar Sigurðs-
sonar. Nefndist sá Sigurgeir
Guðmannsson. Ekki tókst honum
að feta að fullu í fótspor Sigurð-
ar, hvað lifandi lýsingu áhrærði.
Var þess ekki von. Hitt var öllu
lakara, að hann var svo hlut-
drægur í umsögnum um leikinn
að til stórra lýta var, og sam-
rýmist það heldur illa hinni
heimsfrægu íslenzku gestrisni.
— Skotar unnu þennan lélega
landsleik á slysamarki sagði lýs-
andinn að leikslokum. Maður
má víst þakka guði fyrir meðan
þeir fara ekki að sigra — eða
falla — á voðaskotum þarna inn
á Laugardalsvellinum.
Dr. Áskell Löve, prófessor í
Montreal, flutti fyrri hiuta er-
indis um heiminn og tilveruna á
þriðjudagskvöldið. Nefndi hann
þann hluta: „í upphafi var efn-
ið“. Hann taldi meðal annars,
að lífið hefði orðið til fyrir til-
viljun fyrir a.m.k. 2000 milljón-
um ára. Lögmál hins illa, nánar
tiltekið úrvalskenningin, hefði
stjórnað þróun lífsins. Þá kom
hann að hinu klassiska vanda-
máli, hvað væri sál, en hann
sagði, að hugtakið sál væri mjög
á reiki. Hann sagðist ganga út
frá því í erindi sínu, að þeir ein-
ir hefðu sál, sem gætu talað, en
dýrin kvað hann ekki geta talað.
Áskell sagði, að frummaðurinn
hefði líkzt dýrum að því leyti,
að hann hefði hugsað mest um
og hvíld-
Marga fleiri
fróðleiksmola
mætti tína til
úr þessu gagn-
orða erindi. Lík-
lega eru ekki
allir sammála
flutningsmanni,
Eínkum mun sú
kenning, að al-
heimíirinn og
lífið hafi orðið
til fyrir hend-
Dr. Áskell
Löve
ingu, sæta gagnrýni. Þá- virðist
sú kenning einnig nokkuð tor-
melt, að þeir einir hafi sál, sem
geta látið hugsanir sínar í ljós
í orðum. Hún hefur að vísu
þann kost að takmarka veru-
lega sálnafjöldann í heiminum,
en brýtur hins vegar í bág við
viðteknar hugmyndir margra
um sambýlinga okkar, dýrin.
„Þeir eru báðir með eilífum
sálum,
þó andann þeir lofi á tveimur
málum“ ....
segir Einar Benediktsson t.d. um
knapann og hest hans í kvæðinu
„Fákar“.
Á miðvikudagskvöld var dag-
skrá, helguð þjóðhátíð Færey-
eyinga. Stefán Jónsson, frétta-
maður, sá um hana með aðstoð
Pouls Karbech Mouritzen, rit-
stjóra í Þorshöfn. Gekk þar á
með færeyskum sögnum, þjóð-
kvæðum og dönsum, svo að un-
un var á að hlýða. Því næst komu
5 kvæði, valin af Helga Sæ-
mundssyni, Þórarinn Guðnason
las. Kvæðin voru eftir Stephan
G. Stephansson, Jakob Thor-
arensen, Örn Arnarson, Guð-
mund Inga Kristjánsson og Þor-
stein Valdimarsson. Vonandi
tekur Helgi nú að kynna eitt-
hvað af kvæðum yngri skálda
okkar.
Á fimmtudagskvöld var lesin
merkileg grein eftir Albert Ros-
enfeld, í þýðingu Málfríðar Ein-
arsdóttur. Nefndist hún: „Furðu
frétt utan úr geimnum". Þar var
getið um „ofursólir" úti í geimn-
um, gífurlega orkumiklar, sem
senda frá sér útvarpsbylgjur.
Þvermál sóla þessara er ca. 10
ljósár, en ljósár er, sem kunnugt
er, sú vegalengd, sem ljósið fer
á einu ári. Ljóshraðinn er 300.000
km. á sekúundu, og má því ljóst
vera, að sólir þessar eru nokkuð
plássfrekar. Talið er, að sólir
þessar séu í allt að 10.000 millj-
óna ljósára fjarlægð. Enn er
þetta allt á rannsóknarstigi, en
við bíðum í ofvæni.
Síðar á fimmtudagskvöld ar
þátturinn „Raddir skálda“, í
úmsjá Ingólfs Kristjánssonar.
Kristján Bender las upp smá-
söguna „Hundur" úr smásögu-
safni sínu „Undir skuggabjörg-
um“. Þá las Gunnar Dal kvæði
úr óprentaðri ljóðabók: „Raddir
morgunsins", sem kemur vænt-
anlega út á veg-
um Menningar-
sjóðs í haust.
Kvæðin eru öll
ort á síðastliðn-
um vetri í lög-
sagnarumdæmi
Francos á Spáni.
Er ekki ófróð-
legt að kynna
sér kvæði, þar
sem Franco legg
ur til þjóðfélag-
ið en Gunnar Dal andagiftina.
Sýnishorn: (Hin þrjú dæmi
eru tekin af handahófi, án inn-
byrðis sambands).
......Og land mitt rís úr hafi,
eins og hvítur draumur guðs.
Eins og bleikur akur undir
fölri sigð mánans.
Eins og tveir hvítir englar
á grænu engi.
v >
Gunnar notar mjög mikið orða-
sambandið eins ovg. Virðist mér
hann eiga það sameiginlegt með
mörgum yngri skáldum okkar.
Það verður gaman að kíkja í bók
Gunnars, þá hún kemur út.
Á föstudagskvöld flutti séra
Árelíus Níelsson erindi, sem
hann nefndi „Starfshættir kirkj-
unnar í nútímaþjóðfélagi". Setti
hann þar fram allmikla gagnrýni
á starfsemi kirkjunnar. Sagði
hann, að kirkjan virtist enn ekki
hafa áttað sig á hinni efnalegu,
tæknilegu og félagslegu þróun.
Guðsþjónustur væru oft á tíðum
eins kbnar „leikhússýning með
svartklæddum einleikara“. Ein-
leikari þessi talaði orð sem fæst-
ir skildu eða tækju til sín.
Hann sagði, að kirkjan virtist
ekki hafa tök á áð nálgast fjöld-
ann. Þó kvað hann íslendinga
fjarri því að vera trúlausa og
væri athyglisvert, hve fáa guðs-
afneitara íslenzka kirkjan ætti
við að stríða. Árelíus sagði, að
ekkert væri við það að athuga,
þótt prestar tækju þátt í veizlum
og dansi. Þó yrðu þeir jafnan að
koma þar fram á þann hátt, að
til fyrirmyndar væri. Hann
sagðr, að kristindómurinn væri
líf og starf, byggt á fordóma-
lausu umburðalyndi og ástúð.
Síðdegis á laugardag var út-
varpað frá hinni virðulegu at-
höfn, er forseti íslands, herra
Ásgeir Ásgeirsson, var settur
inn í embætti í fjórða sinn. For-
seti sagði m.a. í ræðu sinni, að
ánægjustundir og áhyggjur
skiftust á í forsetastarfi sem i
öðrum störfum. Hann minntist
þess, að nú væru 40 ár liðin
síðan hann var fyrst kosinn á
þing, fyrir V-ísfirðinga. Færði
hann þeim þakkir, því að hann
kvað það uppeldi, sem hann hlaut
þar í stjórnmálum, hafa komið
að góðu haldi í sínu starfi.
Forseti sagði,
að þróun
atvinnullfsins
hefði aukið
stéttaskiptingu,
en dregið úr
stéttamun. Hann
bað guð að gefa
sér heilsu og
réttdæmi í störf-
um og lauk máli
sínu með hinni
gullfallegu alda-
mótahvatningu
Asgeir
Ásgeirsson
forseti
Hannesar Hafsteins:
Starfið er margt, en eitt er
bræðrabandið,
boðorðið, hvar sem þér í fylking
standið
hvernig sem stríðið þá og þá er
blandið.
Það er: að elska, byggja og treysta
á landið.
Um kvöldið var flutt leikritið
„Öldur“ eftir séra Jakob Jóns-
son. Leikstjóri Ævar Kvaran,
en leikendur: Þorsteinn Ö.
Stephensen, Anna Guðmunds-
dóttir, Gísli Alfreðsson, Krist-
Framh. á bls. 16.
Umferðin við Laiidakotsspítala
Kona, sem lá nýverið á Landa
kotsspítala, kom að rnali við
Velvakanda. Sagði hún það
vera mjög bagalegt fyrir sjúkl-
ihga, að hætt var að banna næt-
urumferð bifreiða um Túngötu
milli Ægisgötu annars vegar og
Hrannarstígs og Hofsvallagötu
hins vegar, þegar nýja spítala,-
húsið var tekið í notkun. Bíla-
umferð var áðvir bönnuð á nótt-
unni fyrir framan sjúkrahúsin
og götunni lokað um kl. 20 eða
21. Þegar flutt var í nýja sjúkra
húsið og hið gamla, sem stóð
nær götunni, var rifið, þótti
ekki ástæða til að banna nætur
umferð, þar að nýja húsið stæði
svo langt frá götunni.
Konan sagði Velvakanda, að
þetta ylli miklu ónæði á spítal-
anum, og væru sjúklingarnir,
systurnar og læknarnir öll óá-
nægð með þetta. Hún kvaðst
hafa verið andvaka fram eftir
nóttu vegna umferðarhávaða,
og einu sinni hefði hún talið
fjörutíu bíla, sem óku fram hjá
sjúkrahúsinu á fimmtán mínút-
um á fyrsta tímanum. Umferðin
væri mikil um þessa miklu um
ferðargötu fram undir kí. eitt á
nóttunni, en minnkaði þá. Hér
væri einnig um rútubíla og
þunga vörubíla að ræða.' Al-
gengt væri, að fólk gæti ekki
sofnað fýrr en eftir kl. tvö á
nóttunni vegna háváða.
Kvaðst konan örugglega
mæla fyrir munn allra sjúkJ-
inga á Landakotsspítala, þegar,
hún færi fram á, að umferðar-
bannið yrði aftur tekið upp á
nóttunni fyrir framan sjúkra-
húsin.
Ábyrgðarleysi innflytjenda og
þjónustuleysi við almenning
Maður éinn hitti Velvakánda
á förnum vegi fyrir nökkrum
dögum og sagði sínar farir ekki
'sléttar. Fyrir tveimur árum
hafði hann keypt ljósakrónu í
4
raftækjaverzlun nálægt Mið-
bænum fyrir á þriðja þúsund
krónur. Krónan var með sex
ljósahjálmum, og nú vildi það
óhapp til fyrir nokkru, að einn
hjálmurinn brotnaði. Maðurinn
fór í verzlunina og ætlaði að
kaupa nýjan hjálm. Bjóst hann
við, að, hann mundi kosta 100
til 200 krónur. Honum var þá
sagt umbúðalaust, að útilokað
væri að útvega nýjan hjálm á
ljósakrónuna.
Maðurinn verður því annað
hvort að fleygja hinum dýra
lampa, eða láta hann hanga
gallaðan í stofunni.
Þetta er því miður ekkert
eins dæmi. Allt óf margir inn-
flytjendur virðast trassa þá sjálf
sögðu þjónustu að tryggja sér
vara'hluti í vörur þær, sem þeir
selja, Ættu kauþendur að gera
sér það að reglu að ganga örugg
lega úr skugga um, að kaup-
maðurinn eigi næga varahluti
í þann hlut, sem þeir kaupa.
Ella ættu þeir ekki að kaupa
hlutinn.
ELDAVÉLAR
ELDAVÉLASETT
GRILL
Sjálfvirkt hita- og
timaval.
A E G - umboðið
Söluumboð:
HÚSPRÝÐI HF.
Sími 20440 og 20441.