Morgunblaðið - 08.08.1964, Síða 12

Morgunblaðið - 08.08.1964, Síða 12
12 MORGUNBLADID ingtntMftfrtfr __ Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús' Jónsson. Ritstjórar! Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 5.00 eintakið. SÓKN VIÐREISNAR TIL JAFNVÆGIS TJelzta' memsemdin í efna- hagslífinu hefur verið jafnvægisleysi. Orsök þess er einkum óstöðugt kaupgjald og verðlag. Óraunhæf gengis- skráning, höft og hömlur koma í veg fyrir, að efnahags- kerfið geti verkað og þróazt með eðlilegum hætti. Þegar í óefni er komið, þá hefur oft á undanförnum áratugum verið gripið til óeðlilegra bráðabirgðaráðstafana í stað þess að taka með festu á mein- semdinni. Það sem hefur vantað var festa, þor, stjórn- málalegur heiðarleiki, sam- kvæmni og oft innsýn í lög- mál efnahagslífsins. Þegar Viðreisnarstjórnin tók við völdum urðu þátta- skil í þessum efnum. Gripið var með festu og raunsæi á því gjaldþrotabúi, sem vinstri stjórnin lét eftir sig. Árang- urinn hefur verið mjög mik- ill. Gengi krónunnar hefur ekki verið traustari í marga áratugi. Efnahagskerfið er farið að verka eftir lögmálum sínum, íslenzkt þjóðfélag hef- xu: aldrei verið öflugra né blómlegra, en einmitt nú. Jafnvægi í þjóðarbúskapnum er í augsýn, það jafnvægi, sem allar framfarir og vel- megun verða að hvíla á. Á stjórnartíma Viðreisnar- stjómarinnar hafa þó því mið ur orðið truflanir, sem flest- um var valdið af ábyrgðar- lausri stjórnarstefnu Fram- sóknarmanna og kommúnista. Þeir hafa einblínt á pólitíska hagsmuni á líðandi stund, en hugsað minna til almanna- heilla. Stjórnarandstaðan hef- ur nokkrum sinum á stjórn- artíma Viðreisnarstjórnarinn- ar knúið fram óraunsæjar kauphækkanir og verðhækk- anir með það eitt fyrir aug- umum að gera stjórninni erfitt fyrir og trufla áætlanir hennar. Þessi skemmdarverk stjórn arandstöðunnar hafa nokkuð tafið sóknina til jafnvægis í þjóðarbúskapnum. Breyting- ar á kaupgjaldi og verðlagi, óeðlilegar og of hraðar, hafa mikil áhrif á skattalög og skattstiga. Þetta veit stjórn- arandstaðan, sem leitast við að steypa stjórninni og áætl- unum hennar með góðu eða illu. Sókn Viðreisnarstjórnarinn ar hefur verið öflug og sam- felld og mun halda áfram. Stefna hennar hefur sigrað í hugum framsækinnar þjóðar og árangurinn er hvarvetna áþreifanlegur. Stjórnarand- staðan hefur dæmt sjálfa sig úr leik með því hvað eftir annað að neita samvinnu um þau mál, sem augljóslega miða fram á veginn, með því að stofna til skemmdarverka og reyna síðan að notfæra sér hugsanlegar afleiðingar og kenna öðrum um' eigin dáðir. FALSSKRIFIN SÝNA SVARTA SAMVIZKU T\agblöðin gegna þýðingar- miklu hlutverki í þjóðfé- lagi okkar. Þau eru raunar einu fjölmiðlunartækin, sem flytja fregnir af stjórnmálum. Það hvílir því þung ábyrgð á þeim, sem rita um stjórnmál í dagblöðin, því að þangað verður allur þorri manna að sækja upplýsingar um þjóð- málin. Það er því hörmulegt, þeg- ar dagblöð varpa frá sér heið- .arleikanum og hafa blygðun- arlaust í frammi blekkingar og jafnvel fals. Mörg dæmi þessa hefur mátt sjá á síðum dagblajða stjórnarandstöðunn- ar síðustu dagana. Skatta- og útsvarskerfið er flókið og því hentugt til blekkingarskrifa. Þessa freistingu hafa „Þjóð- viljinn og Tíminn ekki staðizt nú fremur en svo oft áður. „Þjóðviljinn“ hefur þessa dagana látið sem hann væri að sanna, að gjöld hefðu lækk að á hátekjufólki. í útreikn- ingnum er tekjuútsvar og veítuútsvar tekið með 1958, en árið 1964 er aðeins tekið með tekjuútsvar, en aðstöðu- gjaldinu, sem komið er í stað veltuútsvarsins . er sleppt. Þannig er komizt að þeirri fölsku niðurstöðu, að gjöldin, sem raunverulega hafa hækk- að, hafi lækkað. Þessu er síð- an haldið fram dag eftir dag og blygðunarlaust, þrátt fyrir leiðréttingar annarra blaða. Tíminn vill ekki vera eftir- bátur kommúnistamálgagns- ins í slíkum blekkingarskrif- um. í gær er fregn með fyrir- sögninni: íhaldið í Ólafsfirði fer 5% yfir í álögum. Ekki er þess getið ,að álagningin í Ólafsfirði var með samhljóða atkvæðum allra flokka bæði í bæjarstjórn og niðurjöfnunar nefnd. Þess er ekki getið, að á Húsavík var einnig 5% álag, en þar stjórna framsóknar- menn ásamt kommúnistum. Þess er ekki getið, að „íhald- Laugardagur 8. Sgúst 1964 Öll jörðin einn allsherjar „stjörnu turn“ á „ári hinnar kyrru sölar' SKYNDILEGA verður voldugt gos í námunda við dökkan blett á yfirborði sólarinnar. Tilsýndar er það eins og tröllaukin elds- uppspretta. Úr læðingi losnar jafnmikið afl eins og sprengd væru hundruð milljóna vetnis- sprengja. Áhrifin berast líka hingað til jarðarinnar: það verða truflanir á fjarskiptasamböndum, segulstormar og riorðurljós. Geim ferðir verða torveldari.' Hvers vegna er þessu þannig farið? Með hvaða hætti berast áhrifin? Þessum spurningum er nú gaum- ur gefinn um heim allan é „al- þjóðlegu ári hisnar kyrru sóíar“ 1964-65. Á þessu tveggja ára skeiði verð ur jörðinni í rauninni breytt í einn allsherjar „stjörnutuín“. 70 þjóðir, þeirrg á meðal einnig van- þróaðar þjóðir taka þátt í þess- um athugur.um, og í þúsundum rannsóknastöðva í öllum heims- álfum, einnig við bæði heims- skautin, verður fylgzt með því, hvernig jörðin dansar eftir hljóð- pípu sólarinnar. Margar af sér- stofnunum Sameinuðu þjóðanna, na. UNESCO (Menningar- og vís- indastofnun SÞ) og WMO fAl- þjóðaveðurfræðistofnunin), taka þátt í rannsóknum. Komið hefur verið á fót 30 alþjóðlegum upp- lýsingamiðstöðvum, og þangað verða sendar þær upplýsingar, sem fást með alls kyns mæli- tækjum, svo sem gervihnöttum, könnunareldflaugum, ratsjam, veðurathuguna-loftbelgjum, — sprengingum í mikilli hæð, fjar- sjám o. s. frv. ð“ í Ólafsfirði dró frá fjöl- kyldubætur við álagningu, :n það gerðu framsóknar- nenn og kommúnistar á íúsavík ekki. Þá segir Tíminn, að í fyrjra íafi verið gefinn 15—20% af- láttur frá útsvarsstiga í ílafsfirði, en verði enginn íú. Sannleikurinfi í því máli ir sá, að bæjarstjórnin hefur :kki fjallað um málið, né tek- ð afstöðu til afsláttar og er ú fregn framsóknarmálgagns ns því þess eigin tilbúning- ir. Hver er tilgangur slíkra >laðaskrifa? Hvers vegna er kki hægt að segja sannleik- ,nn í hverju máli og láta koðanaágreining síðan skera ir? Það er vegna þess, að stjórn randstöðublöðin hafa slæma amvizku í þessum málum. >au þekkja sinn eigin atbeina ð skatta- og útsvarsmálum, ína eigin . skattpíningar- tefnu. Þess vegna er þyrlað ipp moldviðri blekkinga og angfærslna, ef sú móða riætti koma þeim að sama ;agni í undanhaldinu og reyk irinn dugði Kára, þá er hann lúði úr brennunni. Er sennilegt, að blöð og tjórnmálamenn, sem þannig ;rípa til ósanninda, hafi heið- irlega afstöðu og stefnu í >essum málum? SOLM YRKVI Sólin er „kyrr“ Hvers vegna hafa árin 1964 og 1965 verið valin til þessara rann- sókna? í fyrsta lagi er sóiin ,,kyrr“ núna. Starfsemi sólarinn- ar er 'með minnsta móti, en það verður aðeins ellefta hvert ár. í öðru lagi verður hægt að bera saman þá vitneskju, sem nú fæst, og vitneskjuna sem fékkst í sam- bandi við annað alþjóðlegt stór- fyrirtæki, alþjóðlega jarðeðlis- fræðiárið 1957-58. Á þvi skeiði voru hreyfingar sólblettanna með mesta móti — þ.e.a.s. þær voru meiri en nokkru sinni fyrr á þeim 200 árum sem skipulegar rannsóknir á sólinni hafa farið fram. Áhrif sólblettanna Sólblettunum hafa verið eign- uð margvísleg áhrif á jörðina. Sumir hafa reynt að sýna fram á samband milli rénunar og vaxtar sólblettanna annars vegar og svo hins vegar veðurbreyti- I legrar uppskeru og jafnvel breyt j inga á kauphallarverðlagi. Að I samband sé milli starfsemi sólar- innar og veðurfarsins á jörðinni ' er mjög senniiegt, eri menn vita ekki nákvæmlega, hvað gerist. Þetta verður gaumgæfilega rann- sakað á „sól-árinu“. önnur vixi- áhrif milli sólblettanna og ým- issa viðburða á jörðinni eru hins vegar að mestu leyti tilgátur einar. Við sólgos kastast gríðarstór rafmögnuð gasský út í geiminn ásamt atóm-ögnum eins og elektrónum og prótónum, radíó- bylgjum, röntgengeislum og út- f jólubláum geislum. Eftir því sem agnirnar og geislunin berast til jarðar, valda þær truflunurn í efra gufuhvolfinu. Eitt af mark- miðunum með ári „hinnar kyrru sólar“ er að safna upplýsingum, sem geri mönnum kleift að sja fyrir gos á sólinni. Menn vita nú -— Og það kom ekki á daginn fyrr en nýlega — að jörðin snýst ekki í tómrúmi, heldur hreyfist innan gufuhvolfs sólarinnar. Þetta gufuhvolf er mjög þunnt en sérlega mikil- vægt. „Sólvindur" Gufuhvolf sólarinnar nær jörð- inni í stöðugum straumi prótóna og elektróna, sem berast hina 150 milljón kílómet: a löngu Itið frá sólinni til jarðarinnar með hraða sem nemur um 400 kílómetrurn á sekúndu. Að slík- ur straumur — sem nefndur er „sólvindur“ — sé til, hefur verið sannað af sovézkum og banda- rískum geimförum. Meðan á sól- gosi stendur getur sólvindur'un í kippum náð hraða sem nemur 1500 kílómetrum á sekúndu. Það er nú líka orðið kunnugt, að segulsvið sólarinnar hefur veruleg áhrif miklu lengra úti i sólkerfinu en menn höfðu áður gert ráð fyrir. Jörðin er sífellt umlukt þessu segulsviði. Það eru sólvindurinn og segul- kerfi sólarinnar — sem ásamt gífurlegu magni hita, ijóss og anriarrar geislunar valda svo mörgum jarðneskum fyrirbæruna —• sem verða rannsökuð á „al- þjóðlegu ári hinnar kyrru sólar“, og auk þess verða hin sérstöku áhrif sólgosanna vandlega gaum- gæfð. Auk starfseminnar á sólinnl munu vísindamennirnir stunda rannsóknir á ýmsum öðrum svið- um, m. a. í veðurfræði, á jarð- segúlmagni og norður- og suður- ljósum. Síðustu fyrirbrigðin (norður- og suðurljós) eru ean visindalegar ráðgátur. Menn vita, að þau koma oftar fram eftir sólgos, en hins vegar 'vita menn ekki, hvernig sólgosin koma þeim af stað. Með sérstaklega gerðum myndavélum, sem geta ljósmyndað allt himinhvolfið að næturlagi, verður mun auðveJd- ara að rannsaka þessi ljós og önnur fyrirbæri þeim nátengd á heimsskautasvæðunum. Spakmæli frá fimm löndum „Því hærra sem bamburseyrinn vex, þeim mun dýpra er hægt að beygja nann“ (Filippseyjar). „Mjög fáir menn trúa þvl nokkurn tíma, að þeir kunni að hafa á röngu að standa“ (Nýja Sjáland). „Hatur verður ekki flæmt burt með hatri, heldur með góðvild. Það er hið eilífa lögmál“ (Ceylon). „Alveg á sama hátt og blek og pappír, er einn maður ekki til neins gagns án annars“ (Malajsía). „Það er betra að varðveita frið en koma á friði* (Holland). ★ Svíar lögðu fram 40.000 dollara hinn 8. júlí sl. til aiþjóðlega skólans sem Sameinuðu þjóðirn- ar starfrækja í New York fyrir börn starfsfólksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.